Fleiri fréttir Ólympíunefndin hafnar West Ham Fulltrúar Ólympíunefndarinnar á Englandi hafa lýst því yfir að ekkert verði af samstarfi við West Ham eða önnur knattspyrnufélög um byggingu Ólympíuleikvangsins í London fyrir leikana þar í borg árið 2012, því slíkt gæti orðið til þess að undirbúningur fyrir leikana tefðist og yrði mun kostnaðarsamari en ella. 7.2.2007 18:08 Ljungberg ætlar að vera áfram hjá Arsenal Sænski landsliðsmaðurinn Freddie Ljungberg segist staðráðinn í að halda áfram að leika með Arsenal og segist ekki vilja fara frá félaginu þó samningur hans renni út í sumar. Ljungberg hefur verið orðaður við lið eins og AC Milan og Real Madrid. 7.2.2007 18:03 Ronaldo neitar ekki orðrómum Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United lagði sig lítið fram við að mótmæla þrálátum orðrómi um að hann væri að fara til Spánar eftir leik Portúgala og Brasilíumanna á Englandi í gær. 7.2.2007 18:00 Bæði lið þurfa á sigri að halda í kvöld Englendingar og Spánverjar mætast í vináttuleik í knattspyrnu á Old Trafford í Manchester í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 20. Bæði lið hafa verið í erfiðleikum í undankeppni EM í síðustu leikjum og þurfa því nauðsynlega að hrista af sér slenið í kvöld. 7.2.2007 16:50 Roy Keane: Lið San Marino er skelfilegt Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland og fyrrum leikmaður írska landsliðsins, blæs á þær klisjur að enginn leikur sé léttur í fótbolta. Írar mæta liði San Mario í undankeppni EM í kvöld og Keane hefur sínar skoðanir á leiknum. "Menn segja að enginn leikur í fótbolta sé auðveldur, en lið San Marino er skelfilegt og írska liðið á að vinna auðveldan stórsigur í kvöld," sagði Keane. 7.2.2007 16:43 Capello skammaður fyrir að hrósa öfgasinnuðum stuðningsmönnum Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, var tekinn inn á teppi hjá stjórn félagsins í dag þar sem hann var skammaður fyrir að hafa hrósað öfgasinnuðum stuðningsmönnum liðsins, Ultras Sur, fyrir stuðninginn í háðlegu tapi Real fyrir Levante á dögunum. 7.2.2007 16:28 Keflvíkingar fá til sín nýjan Bandaríkjamann Úrvalsdeildarlið Keflavíkur í körfubolta hefur náð samningi við Bandaríkjamanninn Jesse King sem áður lék með Texas A&M háskólanum. King er 26 ára framherji og bakvörður og er um tveir metrar á hæð. Hann er væntanlegur til Keflavíkur fyrir helgina. Þetta kemur fram á vef Keflavíkur í dag. 7.2.2007 16:24 Aðeins fimm heimavellir í A-deildinni standast kröfur Aðeins fimm leikvangar í A deildinni á Ítalíu eru sagðir standast hertar öryggiskröfur sem tilkynntar verða þar í landi í dag í kjölfar harmleiksins á leik Catania og Palermo á dögunum. Þetta eru Ólympíuleikvangurinn í Róm, heimavöllur Roma og Lazio, Ólympíuleikvangurinn í Tórínó, heimavöllur Juventus og Torino, Renzo Berbera (Palermo), Luigi Ferraris (Sampdoria) og San Filippo (Messina). 7.2.2007 16:08 Celtic mætir Milan á tómum San Siro Ítalska knattspyrnusambandið mun í dag tilkynna úrskurð sinn í öryggismálum eftir óeirðirnar þar í landi sem kostuðu enn eitt mannslífið um daginn, en þegar hefur verið tilkynnt að 11 heimavellir í A-deildinni standist ekk nýja og stranga öryggisstaðla. fyrir luktum dyrum. 7.2.2007 16:03 Ayala fer til Villarreal í sumar Argentínumaðurinn Roberto Ayala gengur í raðir Villarreal frá Valencia í sumar og hefur gegngið frá þriggja ára samningi. Hann er 33 ára gamall og þarf einn landsleik til við bótar til að verða landsleikjahæsti leikmaður Argentínu frá upphafi. Ayala hefur verið kjölfestan í sigursælu liði Valencia um árabil, en flytur sig nú um set til smáliðsins í grennd við Valencia. 7.2.2007 15:39 Svifryksvandinn í Reykjaneshöll leystur með ryksugu Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ telja sig hafa komist fyrir heilbrigðisvandamál vegna svifriks í Reykjaneshöllinni með því að fjárfesta í sérstakri ryksugu ef marka má frétt á vef Víkurfrétta. Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga var einn þeirra sem fundið höfðu til ónota í augum vegna svifryksmengunar í húsinu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 7.2.2007 14:49 Bikarmeistararnir mæta ÍR Í hádeginu var dregið í undanúrslitin í bikarkeppninni í handbolta. Bikarmeistarar Stjörnunnar í karlaflokki mæta ÍR og þá eigast við Haukar og Fram. Í kvennaflokki eigast við Haukar og Valur annarsvegar og hinsvegar Grótta og ÍBV. Leikirnir fara fram dagana 20. og 21. febrúar. 7.2.2007 14:40 Solskjær samur við sig Norski ofurvaramaðurinn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United segist ekki hafa neinar áhyggjur af því þó Henrik Larsson hafi verið valinn í byrjunarliðið á undan sér á dögunum og segist afar sáttur við sitt hlutskipti hjá félaginu. 7.2.2007 14:08 15 töp í röð hjá Boston Boston tapaði í nótt 15. leiknum í röð í NBA deildinni og ekkert lát virðist vera á hrakförum liðsins, þar sem aðalstjarnan Paul Pierce er enn langt frá því að snúa aftur úr erfiðum meiðslum. Boston steinlá fyrir Detroit í nótt og nú hefur liðið tapað 23 af 25 leikjum meðan Pierce er meiddur. 7.2.2007 13:33 Þjálfari Nígeríu reiður Segja má að gærkvöldið hafi ekki verið kvöld Austin Eguavoen, þjálfara Nígeríu. Lið hans steinlá 4-1 fyrir Gana í æfingaleik á Englandi og tapaði þar með fyrir Gana í fyrsta skipti í 15 ár. Tveir leikmanna nígeríska liðsins sem leika á Englandi voru svo heldur betur í eldlínunni. 7.2.2007 02:17 Danir nýttu færi sín vel gegn Áströlum Danir lögðu Ástrala að velli 3-1 í vináttuleik á Loftus Road á Englandi í gærkvöldi þar sem segja má að frammistaða Dana fyrir framan mark andstæðinganna hafi ráðið úrslitum í annars jöfnum leik. Jon Dahl Tomasson skoraði tvö marka Dana og Daniel Jensen eitt, en Brett Emerton minnkaði muninn fyrir Ástrali með marki beint úr aukaspyrnu undir lokin. 7.2.2007 02:04 Fyrsta tap Brassa undir stjórn Dunga Brasilíumenn uppskáru sinn fyrsta ósigur í þjálfaratíð Dunga í gærkvöld þegar liðið lá 2-0 fyrir Portúgölum í vináttuleik á Emirates Stadium í Lundúnum. Varamaðurinn Simao Sambrosa og varnarmaðurinn Ricardo Carvalho frá Chelsea tryggðu Portúgölum sigurinn með tveimur mörkum á síðustu átta mínútum leiksins. 7.2.2007 01:51 Við getum ekki haldið í Torres Staðan á framherjanum magnaða Fernando Torres hjá Atletico Madrid verður æ skringilegri með hverjum deginum, en nú nokkrum dögum eftir að leikmaðurinn lýsti því yfir að hann vildi alls ekki fara frá félaginu - hefur yfirmaður liðsins nú komið fram og sagt að félagið eigi ekki möguleika á að halda honum í sínum röðum lengur. 6.2.2007 22:00 Barcelona: Við höfum efni á Ronaldo Ferran Soriano, varaforseti Barcelona, segir að félagið hafi vel efni á því að kaupa Portúgalann Cristiano Ronaldo frá Manchester United, ekkert sé því til fyrirstöðu ef þjálfarinn Frank Rijkaard hafi áhuga á því og ef verðmiðinn flokkist undir "almenna skynsemi." 6.2.2007 21:15 Memphis - Houston í beinni í nótt Leikur Memphis Grizzlies og Houston Rockets verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Hér er á ferðinni leikur tveggja liða með mjög ólíkan leikstíl og gaman verður að sjá hvort það verður sókn eða vörn sem hefur betur að þessu sinni. 6.2.2007 20:41 Vilja setja Hiddink í fangelsi Hollenskur saksóknari vill láta stinga knattspyrnuþjálfaranum Guus Hiddink í fangelsi vegna skattsvika og segir hann hafa vikið sér undan stórum fjárhæðum á árunum 2002 og 2003 þar sem hann hafi logið því að hann væri belgískur ríkisborgari. Hiddink er núverandi landsliðsþjálfari Rússa en hefur m.a. verið orðaður við Chelsea. 6.2.2007 20:23 Joey Barton fékk þurrar móttökur á fyrstu æfingu Miðjumaðurinn Joey Barton fékk fremur þurrar móttökur þegar hann mætti á sína fyrstu landsliðsæfingu á dögunum ef marka má grein í breska blaðinu Sun í dag. Barton gagnrýndi þá Frank Lampard og Steven Gerrard harðlega fyrir frammistöðu sína á HM í sumar og fékk því ekki sérstaklega hlýjar móttökur frá þeim félögum. 6.2.2007 19:43 Gillett: Ég verð hengdur ef ég sting upp á samstarfi við Everton Ameríski auðjöfurinn George Gillett sem keypti Liverpool í dag segir ekki koma til greina að deila nýjum heimavelli með Everton eins og breskir fjölmiðlar héldu fram í dag. Hann segir að sér hafi verið gert það ljóst um leið og hann minntist á vallarmál að hann yrði hengdur ef hann áformaði að deila velli með grönnunum bláklæddu. 6.2.2007 17:44 Brasilía - Portúgal í beinni á Sýn í kvöld Vináttuleikur frændþjóðanna Brasilíu og Portúgal verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:50. Þar verður hinn magnaði Cristiano Ronaldo í eldlínunni með Portúgal, en reiknað er með að Adriano verði á ný í framlínu Brassa. 6.2.2007 16:19 Mörkin hjá Hamburg of lítil Allt hefur gengið á afturfótunum hjá liði Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í vetur og hefur liðið skorað fæst mörk allra í deildinni. Blaðamaður Hamburger Abendblatt hefur fundið lausnina á þessu og segir mörkin á Hamburg Arena einfaldlega vera of lítil. 6.2.2007 15:49 Ben Foster í byrjunarliði Englendinga Markvörðurinn Ben Foster frá Manchester United mun spila sinn fyrsta leik fyrir enska landsliðið annað kvöld þegar liðið mætir Spánverjum í vináttuleik. Steve McClaren hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn og gefur Foster, sem spilar sem lánsmaður hjá Watford, tækifæri til að sanna sig milli stanganna. 6.2.2007 15:12 Ítalski boltinn gæti byrjað á ný á sunnudaginn Keppni í ítalska boltanum gæti hafist á ný á sunnudag að sögn Luca Pancalli, formanns ítalska knattspyrnusambandsins. Forráðamenn félaga í A og B deildunum þar í landi hafa fundað stíft síðustu daga vegna öryggismála á knattspyrnuvöllum þar í landi í kjölfar þess að lögreglumaður lét lífið í óeirðum á dögunum og ákvörðunar er að vænta á morgun. 6.2.2007 14:36 Guti: Beckham á að spila Miðjumaðurinn Guti hjá Real Madrid segir að leikmaður á borð við David Beckham eigi að vera inni á vellinum að spila með liðinu í stað þess að húka uppi í stúku og fullyrðir að hann tali fyrir munn allra leikmanna Real í þessu sambandi. 6.2.2007 14:16 Bayern: Ekki í viðræðum við Mourinho Forráðamenn Bayern Munchen sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem það var tekið skýrt fram að félagið væri ekki enn komið í formlegar viðræður við þjálfara til að taka við liðinu á næstu leiktíð, en Ottmar Hitzfeld hefur enn sem komið er aðeins samþykkt að stýra því út leiktíðina. 6.2.2007 14:10 Barkley vann tæpar 50 milljónir í Las Vegas um helgina Fyrrum körfuknattleiksmaðurinn Charles Barkley sem nú er sjónvarpsmaður á ESPN sjónvarpsstöðinni, segist hafa unnið tæpar 50 milljónir króna í Las Vegas um síðustu helgi þar sem hann veðjaði m.a. á úrslitin í Superbowl. Barkley viðurkennir að hann eigi við vandamál að stríða þegar kemur að veðmálum og segist hafa tapað 170 milljónum á 6 klukkutímum í spilavíti í fyrra. 6.2.2007 13:51 Kanar kaupa Liverpool Bandarísku auðjöfrarnir George Gillett og Tom Hicks eru að kaupa enska knattspyrnuliðið Liverpool. Stjórn Liverpool samþykkti í dag yfirtökutilboð upp á 174 milljónir punda. Gillett á fyrir íshokkíliðið Montreal Canadiens en Hicks á íshokkíliðið Dallas Stars. Þeir borguðu fimmþúsund pund á hlut og yfirtóku skuldir fyrir 45 milljónir punda. Heildarverðmæti samningsins er því 219 milljónir punda. 6.2.2007 13:30 Ætlar að vera jafngóður og Gylfi íslandsmeistari. Já hann Gylfi íslandsmeistari er settur í fyrsta sæti ásamt honum Ricky Carmichael, ef marka má hann Unnar Erni Valtýsson sem varð 6 ára um daginn. Unnar bað sérstaklega að Gylfi yrði settur á afmæliskökuna sína og sagðist hann ætla að vera "Krossaramaður" eins og Gylfi þegar hann verður stór. 6.2.2007 09:56 Atli Guðmundsson sigraði í fjórgangi í Meistaradeildinni Atli Guðmundsson sigraði í fjórgangi Meistaradeildar VÍS sem haldin var síðastliðin fimmtudag í Ölfushöll á Ingólfshvoli. Atli varð efstur í B-úrslitum og kom svo að því að Þorvaldur Árni og Atli þurftu að fara í bráðabana í A-úrslitum. Atli reið Dynjanda frá Dalvík og Þorvaldur Árni á landsmótssigurvegaranum Rökkva frá Hárlaugsstöðum og komu þeir hnífjafnir eftir A-úrslitin og sigruðu Atli og Dynjandi að lokum eftir hreint frábæran bráðabana.. 6.2.2007 09:40 Jordan og Dominique dæma í troðkeppninni Dómnefndin í troðslukeppninni í stjörnuleiknum í NBA þann 17. febrúar næstkomandi verða engir smákallar og ef til vill betri troðarar en sjálfir keppendurnir. Í gærkvöldi var tilkynnt að fyrrum meistararnir Dominique Wilkins, Michael Jordan, Dr. Julius Erving, Kobe Bryant og Vince Carter verði í dómnefndinni að þessu sinni. 6.2.2007 05:49 Shaquille O´Neal allur að koma til Shaquille O´Neal virðist vera að ná heilsu á ný eftir löng og erfið meiðsli, en í nótt skoraði hann 22 stig á aðeins 21 mínútu í sigri Miami Heat á Charlotte. Dwyane Wade skoraði 27 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Miami sem vann fjórða leikinn í röð, en Raymond Felton skoraði 20 stig fyrir Charlotte. 6.2.2007 04:58 Ákvörðunar að vænta á morgun Ítölsk íþróttamálayfirvöld munu ákveða á morgun hvort leika eigi knattspyrnu þar í landi fyrir luktum dyrum. Útför lögreglumannsins sem lést við skyldustörf á leik Catania og Palermo á föstudag var haldin í gær. 5.2.2007 21:38 Stenson inn á topp 10 Sænski kylfingurinn Henrik Stenson náði þeim árangri í fyrsta sinn á ferlinum í dag að komast inn á lista tíu bestu spilara heims. Þessi tíðindi koma á hæla sigurs hans á Dubai Desert Classic mótinu sem fram fór um helgina. 5.2.2007 19:30 Middlesbrough kaupir Woodgate Real Madrid hefur tilkynnt að félagið hafi náð samkomulagi um formlega sölu á enska landsliðsvarnarmanninum Jonathan Woodgate til Middlesbrough. Woodgate hefur spilað sem lánsmaður á Englandi á leiktíðinni og hefur náð að vinna sér sæti í enska landsliðinu á ný. Hann er 27 ára gamall en hefur átt við þrálát meiðsli að stríða í nokkur ár. 5.2.2007 18:24 Mayweather: Hatton er fitubolla Bandaríski hnefaleikarinn Floyd Mayweather hefur ekki í hyggju að mæta Bretanum Ricky Hatton í hringnum áður en hann leggur hanskana á hilluna og segir Hatton ekkert annað en pappakassa með bjórvömb sem sé nógu góður til að pússa skóna sína og slá hjá sér grasið. 5.2.2007 17:24 Safn til minningar um Heiðar Ákveðið hefur verið að koma á fót vélhjólasafni til heiðurs einum virtasta mótorhjólamanni Íslands, Heidda #10 sem lést í fyrra af slysförum. Það eru vinir hans og bræður sem standa fyrir þessu. 5.2.2007 17:05 Ronaldo á að fara til Barcelona Luiz Felipe Scolari, landsliðsþjálfari Portúgala, segir að Cristiano Ronaldo hjá Manchester United ætti að fara frá liðinu og ganga í raðir Barcelona á Spáni. Ronaldo hefur verið frábær með United í vetur, en "Stóri-Phil" segir tíma kominn á breytingar hjá hinum 22 ára gamla vængmanni. 5.2.2007 16:00 6th TransAtlantic Offroad Challenge aflýst Tilkynning barst áðan inn á vef "Vélhjólaíþróttaklúbbsins" að það væri búið að aflýsa stærstu og vinsælustu endurokeppni Íslands. Bréfið er svohljóðandi: Bölvanlegt að þurfa að tilkynna þetta. En því miður verður ekki keppt hérna á Klaustri í ár. 5.2.2007 15:31 Heiðar í liði vikunnar á Sky Heiðar Helguson var kjörinn í úrvalslið vikunnar af sérfræðingum Sky sjónvarpsstöðvarinnar eftir frammistöðu sína með Fulham um helgina, en hann skoraði fyrsta mark Fulham í dýrmætum sigri liðsins á Newcastle. Heiðar fékk 9 í einkunn og var sagður hafa gert varnarmönnum Newcastle lífið leitt frá fyrstu mínútu. 5.2.2007 15:24 Eto´o: Næ ekki fullum styrk fyrr en eftir eitt ár Kamerúninn Samuel Eto´o sneri aftur úr meiðslum með liði Barcelona í gær þegar hann lék síðustu fimm mínúturnar í daufu jafntefli Börsunga við Osasuna. Spænskir fjölmiðlar spá því að hann verði jafnvel í byrjunarliði Barcelona í næsta leik þegar meistararnir mæta Santander næsta laugardag, en leikmaðurinn segir sig eiga langt í land með að ná bata. 5.2.2007 15:03 Kahn: Örvænting í vörninni hjá Bayern Markvörðurinn Oliver Kahn segir að örvænting ríki í varnarleik Þýskalandsmeistara Bayern Munchen og segir að gríðarlegar breytingar verði að eiga sér stað innan liðsins ef það eigi að tryggja sér Evrópusæti í deildinni í vor. Bayern steinlá 3-0 fyrir Nurnberg um helgina og situr nú í fjórða sæti deildarinnar. 5.2.2007 14:54 Sjá næstu 50 fréttir
Ólympíunefndin hafnar West Ham Fulltrúar Ólympíunefndarinnar á Englandi hafa lýst því yfir að ekkert verði af samstarfi við West Ham eða önnur knattspyrnufélög um byggingu Ólympíuleikvangsins í London fyrir leikana þar í borg árið 2012, því slíkt gæti orðið til þess að undirbúningur fyrir leikana tefðist og yrði mun kostnaðarsamari en ella. 7.2.2007 18:08
Ljungberg ætlar að vera áfram hjá Arsenal Sænski landsliðsmaðurinn Freddie Ljungberg segist staðráðinn í að halda áfram að leika með Arsenal og segist ekki vilja fara frá félaginu þó samningur hans renni út í sumar. Ljungberg hefur verið orðaður við lið eins og AC Milan og Real Madrid. 7.2.2007 18:03
Ronaldo neitar ekki orðrómum Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United lagði sig lítið fram við að mótmæla þrálátum orðrómi um að hann væri að fara til Spánar eftir leik Portúgala og Brasilíumanna á Englandi í gær. 7.2.2007 18:00
Bæði lið þurfa á sigri að halda í kvöld Englendingar og Spánverjar mætast í vináttuleik í knattspyrnu á Old Trafford í Manchester í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 20. Bæði lið hafa verið í erfiðleikum í undankeppni EM í síðustu leikjum og þurfa því nauðsynlega að hrista af sér slenið í kvöld. 7.2.2007 16:50
Roy Keane: Lið San Marino er skelfilegt Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland og fyrrum leikmaður írska landsliðsins, blæs á þær klisjur að enginn leikur sé léttur í fótbolta. Írar mæta liði San Mario í undankeppni EM í kvöld og Keane hefur sínar skoðanir á leiknum. "Menn segja að enginn leikur í fótbolta sé auðveldur, en lið San Marino er skelfilegt og írska liðið á að vinna auðveldan stórsigur í kvöld," sagði Keane. 7.2.2007 16:43
Capello skammaður fyrir að hrósa öfgasinnuðum stuðningsmönnum Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, var tekinn inn á teppi hjá stjórn félagsins í dag þar sem hann var skammaður fyrir að hafa hrósað öfgasinnuðum stuðningsmönnum liðsins, Ultras Sur, fyrir stuðninginn í háðlegu tapi Real fyrir Levante á dögunum. 7.2.2007 16:28
Keflvíkingar fá til sín nýjan Bandaríkjamann Úrvalsdeildarlið Keflavíkur í körfubolta hefur náð samningi við Bandaríkjamanninn Jesse King sem áður lék með Texas A&M háskólanum. King er 26 ára framherji og bakvörður og er um tveir metrar á hæð. Hann er væntanlegur til Keflavíkur fyrir helgina. Þetta kemur fram á vef Keflavíkur í dag. 7.2.2007 16:24
Aðeins fimm heimavellir í A-deildinni standast kröfur Aðeins fimm leikvangar í A deildinni á Ítalíu eru sagðir standast hertar öryggiskröfur sem tilkynntar verða þar í landi í dag í kjölfar harmleiksins á leik Catania og Palermo á dögunum. Þetta eru Ólympíuleikvangurinn í Róm, heimavöllur Roma og Lazio, Ólympíuleikvangurinn í Tórínó, heimavöllur Juventus og Torino, Renzo Berbera (Palermo), Luigi Ferraris (Sampdoria) og San Filippo (Messina). 7.2.2007 16:08
Celtic mætir Milan á tómum San Siro Ítalska knattspyrnusambandið mun í dag tilkynna úrskurð sinn í öryggismálum eftir óeirðirnar þar í landi sem kostuðu enn eitt mannslífið um daginn, en þegar hefur verið tilkynnt að 11 heimavellir í A-deildinni standist ekk nýja og stranga öryggisstaðla. fyrir luktum dyrum. 7.2.2007 16:03
Ayala fer til Villarreal í sumar Argentínumaðurinn Roberto Ayala gengur í raðir Villarreal frá Valencia í sumar og hefur gegngið frá þriggja ára samningi. Hann er 33 ára gamall og þarf einn landsleik til við bótar til að verða landsleikjahæsti leikmaður Argentínu frá upphafi. Ayala hefur verið kjölfestan í sigursælu liði Valencia um árabil, en flytur sig nú um set til smáliðsins í grennd við Valencia. 7.2.2007 15:39
Svifryksvandinn í Reykjaneshöll leystur með ryksugu Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ telja sig hafa komist fyrir heilbrigðisvandamál vegna svifriks í Reykjaneshöllinni með því að fjárfesta í sérstakri ryksugu ef marka má frétt á vef Víkurfrétta. Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga var einn þeirra sem fundið höfðu til ónota í augum vegna svifryksmengunar í húsinu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 7.2.2007 14:49
Bikarmeistararnir mæta ÍR Í hádeginu var dregið í undanúrslitin í bikarkeppninni í handbolta. Bikarmeistarar Stjörnunnar í karlaflokki mæta ÍR og þá eigast við Haukar og Fram. Í kvennaflokki eigast við Haukar og Valur annarsvegar og hinsvegar Grótta og ÍBV. Leikirnir fara fram dagana 20. og 21. febrúar. 7.2.2007 14:40
Solskjær samur við sig Norski ofurvaramaðurinn Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United segist ekki hafa neinar áhyggjur af því þó Henrik Larsson hafi verið valinn í byrjunarliðið á undan sér á dögunum og segist afar sáttur við sitt hlutskipti hjá félaginu. 7.2.2007 14:08
15 töp í röð hjá Boston Boston tapaði í nótt 15. leiknum í röð í NBA deildinni og ekkert lát virðist vera á hrakförum liðsins, þar sem aðalstjarnan Paul Pierce er enn langt frá því að snúa aftur úr erfiðum meiðslum. Boston steinlá fyrir Detroit í nótt og nú hefur liðið tapað 23 af 25 leikjum meðan Pierce er meiddur. 7.2.2007 13:33
Þjálfari Nígeríu reiður Segja má að gærkvöldið hafi ekki verið kvöld Austin Eguavoen, þjálfara Nígeríu. Lið hans steinlá 4-1 fyrir Gana í æfingaleik á Englandi og tapaði þar með fyrir Gana í fyrsta skipti í 15 ár. Tveir leikmanna nígeríska liðsins sem leika á Englandi voru svo heldur betur í eldlínunni. 7.2.2007 02:17
Danir nýttu færi sín vel gegn Áströlum Danir lögðu Ástrala að velli 3-1 í vináttuleik á Loftus Road á Englandi í gærkvöldi þar sem segja má að frammistaða Dana fyrir framan mark andstæðinganna hafi ráðið úrslitum í annars jöfnum leik. Jon Dahl Tomasson skoraði tvö marka Dana og Daniel Jensen eitt, en Brett Emerton minnkaði muninn fyrir Ástrali með marki beint úr aukaspyrnu undir lokin. 7.2.2007 02:04
Fyrsta tap Brassa undir stjórn Dunga Brasilíumenn uppskáru sinn fyrsta ósigur í þjálfaratíð Dunga í gærkvöld þegar liðið lá 2-0 fyrir Portúgölum í vináttuleik á Emirates Stadium í Lundúnum. Varamaðurinn Simao Sambrosa og varnarmaðurinn Ricardo Carvalho frá Chelsea tryggðu Portúgölum sigurinn með tveimur mörkum á síðustu átta mínútum leiksins. 7.2.2007 01:51
Við getum ekki haldið í Torres Staðan á framherjanum magnaða Fernando Torres hjá Atletico Madrid verður æ skringilegri með hverjum deginum, en nú nokkrum dögum eftir að leikmaðurinn lýsti því yfir að hann vildi alls ekki fara frá félaginu - hefur yfirmaður liðsins nú komið fram og sagt að félagið eigi ekki möguleika á að halda honum í sínum röðum lengur. 6.2.2007 22:00
Barcelona: Við höfum efni á Ronaldo Ferran Soriano, varaforseti Barcelona, segir að félagið hafi vel efni á því að kaupa Portúgalann Cristiano Ronaldo frá Manchester United, ekkert sé því til fyrirstöðu ef þjálfarinn Frank Rijkaard hafi áhuga á því og ef verðmiðinn flokkist undir "almenna skynsemi." 6.2.2007 21:15
Memphis - Houston í beinni í nótt Leikur Memphis Grizzlies og Houston Rockets verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Hér er á ferðinni leikur tveggja liða með mjög ólíkan leikstíl og gaman verður að sjá hvort það verður sókn eða vörn sem hefur betur að þessu sinni. 6.2.2007 20:41
Vilja setja Hiddink í fangelsi Hollenskur saksóknari vill láta stinga knattspyrnuþjálfaranum Guus Hiddink í fangelsi vegna skattsvika og segir hann hafa vikið sér undan stórum fjárhæðum á árunum 2002 og 2003 þar sem hann hafi logið því að hann væri belgískur ríkisborgari. Hiddink er núverandi landsliðsþjálfari Rússa en hefur m.a. verið orðaður við Chelsea. 6.2.2007 20:23
Joey Barton fékk þurrar móttökur á fyrstu æfingu Miðjumaðurinn Joey Barton fékk fremur þurrar móttökur þegar hann mætti á sína fyrstu landsliðsæfingu á dögunum ef marka má grein í breska blaðinu Sun í dag. Barton gagnrýndi þá Frank Lampard og Steven Gerrard harðlega fyrir frammistöðu sína á HM í sumar og fékk því ekki sérstaklega hlýjar móttökur frá þeim félögum. 6.2.2007 19:43
Gillett: Ég verð hengdur ef ég sting upp á samstarfi við Everton Ameríski auðjöfurinn George Gillett sem keypti Liverpool í dag segir ekki koma til greina að deila nýjum heimavelli með Everton eins og breskir fjölmiðlar héldu fram í dag. Hann segir að sér hafi verið gert það ljóst um leið og hann minntist á vallarmál að hann yrði hengdur ef hann áformaði að deila velli með grönnunum bláklæddu. 6.2.2007 17:44
Brasilía - Portúgal í beinni á Sýn í kvöld Vináttuleikur frændþjóðanna Brasilíu og Portúgal verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:50. Þar verður hinn magnaði Cristiano Ronaldo í eldlínunni með Portúgal, en reiknað er með að Adriano verði á ný í framlínu Brassa. 6.2.2007 16:19
Mörkin hjá Hamburg of lítil Allt hefur gengið á afturfótunum hjá liði Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í vetur og hefur liðið skorað fæst mörk allra í deildinni. Blaðamaður Hamburger Abendblatt hefur fundið lausnina á þessu og segir mörkin á Hamburg Arena einfaldlega vera of lítil. 6.2.2007 15:49
Ben Foster í byrjunarliði Englendinga Markvörðurinn Ben Foster frá Manchester United mun spila sinn fyrsta leik fyrir enska landsliðið annað kvöld þegar liðið mætir Spánverjum í vináttuleik. Steve McClaren hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn og gefur Foster, sem spilar sem lánsmaður hjá Watford, tækifæri til að sanna sig milli stanganna. 6.2.2007 15:12
Ítalski boltinn gæti byrjað á ný á sunnudaginn Keppni í ítalska boltanum gæti hafist á ný á sunnudag að sögn Luca Pancalli, formanns ítalska knattspyrnusambandsins. Forráðamenn félaga í A og B deildunum þar í landi hafa fundað stíft síðustu daga vegna öryggismála á knattspyrnuvöllum þar í landi í kjölfar þess að lögreglumaður lét lífið í óeirðum á dögunum og ákvörðunar er að vænta á morgun. 6.2.2007 14:36
Guti: Beckham á að spila Miðjumaðurinn Guti hjá Real Madrid segir að leikmaður á borð við David Beckham eigi að vera inni á vellinum að spila með liðinu í stað þess að húka uppi í stúku og fullyrðir að hann tali fyrir munn allra leikmanna Real í þessu sambandi. 6.2.2007 14:16
Bayern: Ekki í viðræðum við Mourinho Forráðamenn Bayern Munchen sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem það var tekið skýrt fram að félagið væri ekki enn komið í formlegar viðræður við þjálfara til að taka við liðinu á næstu leiktíð, en Ottmar Hitzfeld hefur enn sem komið er aðeins samþykkt að stýra því út leiktíðina. 6.2.2007 14:10
Barkley vann tæpar 50 milljónir í Las Vegas um helgina Fyrrum körfuknattleiksmaðurinn Charles Barkley sem nú er sjónvarpsmaður á ESPN sjónvarpsstöðinni, segist hafa unnið tæpar 50 milljónir króna í Las Vegas um síðustu helgi þar sem hann veðjaði m.a. á úrslitin í Superbowl. Barkley viðurkennir að hann eigi við vandamál að stríða þegar kemur að veðmálum og segist hafa tapað 170 milljónum á 6 klukkutímum í spilavíti í fyrra. 6.2.2007 13:51
Kanar kaupa Liverpool Bandarísku auðjöfrarnir George Gillett og Tom Hicks eru að kaupa enska knattspyrnuliðið Liverpool. Stjórn Liverpool samþykkti í dag yfirtökutilboð upp á 174 milljónir punda. Gillett á fyrir íshokkíliðið Montreal Canadiens en Hicks á íshokkíliðið Dallas Stars. Þeir borguðu fimmþúsund pund á hlut og yfirtóku skuldir fyrir 45 milljónir punda. Heildarverðmæti samningsins er því 219 milljónir punda. 6.2.2007 13:30
Ætlar að vera jafngóður og Gylfi íslandsmeistari. Já hann Gylfi íslandsmeistari er settur í fyrsta sæti ásamt honum Ricky Carmichael, ef marka má hann Unnar Erni Valtýsson sem varð 6 ára um daginn. Unnar bað sérstaklega að Gylfi yrði settur á afmæliskökuna sína og sagðist hann ætla að vera "Krossaramaður" eins og Gylfi þegar hann verður stór. 6.2.2007 09:56
Atli Guðmundsson sigraði í fjórgangi í Meistaradeildinni Atli Guðmundsson sigraði í fjórgangi Meistaradeildar VÍS sem haldin var síðastliðin fimmtudag í Ölfushöll á Ingólfshvoli. Atli varð efstur í B-úrslitum og kom svo að því að Þorvaldur Árni og Atli þurftu að fara í bráðabana í A-úrslitum. Atli reið Dynjanda frá Dalvík og Þorvaldur Árni á landsmótssigurvegaranum Rökkva frá Hárlaugsstöðum og komu þeir hnífjafnir eftir A-úrslitin og sigruðu Atli og Dynjandi að lokum eftir hreint frábæran bráðabana.. 6.2.2007 09:40
Jordan og Dominique dæma í troðkeppninni Dómnefndin í troðslukeppninni í stjörnuleiknum í NBA þann 17. febrúar næstkomandi verða engir smákallar og ef til vill betri troðarar en sjálfir keppendurnir. Í gærkvöldi var tilkynnt að fyrrum meistararnir Dominique Wilkins, Michael Jordan, Dr. Julius Erving, Kobe Bryant og Vince Carter verði í dómnefndinni að þessu sinni. 6.2.2007 05:49
Shaquille O´Neal allur að koma til Shaquille O´Neal virðist vera að ná heilsu á ný eftir löng og erfið meiðsli, en í nótt skoraði hann 22 stig á aðeins 21 mínútu í sigri Miami Heat á Charlotte. Dwyane Wade skoraði 27 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Miami sem vann fjórða leikinn í röð, en Raymond Felton skoraði 20 stig fyrir Charlotte. 6.2.2007 04:58
Ákvörðunar að vænta á morgun Ítölsk íþróttamálayfirvöld munu ákveða á morgun hvort leika eigi knattspyrnu þar í landi fyrir luktum dyrum. Útför lögreglumannsins sem lést við skyldustörf á leik Catania og Palermo á föstudag var haldin í gær. 5.2.2007 21:38
Stenson inn á topp 10 Sænski kylfingurinn Henrik Stenson náði þeim árangri í fyrsta sinn á ferlinum í dag að komast inn á lista tíu bestu spilara heims. Þessi tíðindi koma á hæla sigurs hans á Dubai Desert Classic mótinu sem fram fór um helgina. 5.2.2007 19:30
Middlesbrough kaupir Woodgate Real Madrid hefur tilkynnt að félagið hafi náð samkomulagi um formlega sölu á enska landsliðsvarnarmanninum Jonathan Woodgate til Middlesbrough. Woodgate hefur spilað sem lánsmaður á Englandi á leiktíðinni og hefur náð að vinna sér sæti í enska landsliðinu á ný. Hann er 27 ára gamall en hefur átt við þrálát meiðsli að stríða í nokkur ár. 5.2.2007 18:24
Mayweather: Hatton er fitubolla Bandaríski hnefaleikarinn Floyd Mayweather hefur ekki í hyggju að mæta Bretanum Ricky Hatton í hringnum áður en hann leggur hanskana á hilluna og segir Hatton ekkert annað en pappakassa með bjórvömb sem sé nógu góður til að pússa skóna sína og slá hjá sér grasið. 5.2.2007 17:24
Safn til minningar um Heiðar Ákveðið hefur verið að koma á fót vélhjólasafni til heiðurs einum virtasta mótorhjólamanni Íslands, Heidda #10 sem lést í fyrra af slysförum. Það eru vinir hans og bræður sem standa fyrir þessu. 5.2.2007 17:05
Ronaldo á að fara til Barcelona Luiz Felipe Scolari, landsliðsþjálfari Portúgala, segir að Cristiano Ronaldo hjá Manchester United ætti að fara frá liðinu og ganga í raðir Barcelona á Spáni. Ronaldo hefur verið frábær með United í vetur, en "Stóri-Phil" segir tíma kominn á breytingar hjá hinum 22 ára gamla vængmanni. 5.2.2007 16:00
6th TransAtlantic Offroad Challenge aflýst Tilkynning barst áðan inn á vef "Vélhjólaíþróttaklúbbsins" að það væri búið að aflýsa stærstu og vinsælustu endurokeppni Íslands. Bréfið er svohljóðandi: Bölvanlegt að þurfa að tilkynna þetta. En því miður verður ekki keppt hérna á Klaustri í ár. 5.2.2007 15:31
Heiðar í liði vikunnar á Sky Heiðar Helguson var kjörinn í úrvalslið vikunnar af sérfræðingum Sky sjónvarpsstöðvarinnar eftir frammistöðu sína með Fulham um helgina, en hann skoraði fyrsta mark Fulham í dýrmætum sigri liðsins á Newcastle. Heiðar fékk 9 í einkunn og var sagður hafa gert varnarmönnum Newcastle lífið leitt frá fyrstu mínútu. 5.2.2007 15:24
Eto´o: Næ ekki fullum styrk fyrr en eftir eitt ár Kamerúninn Samuel Eto´o sneri aftur úr meiðslum með liði Barcelona í gær þegar hann lék síðustu fimm mínúturnar í daufu jafntefli Börsunga við Osasuna. Spænskir fjölmiðlar spá því að hann verði jafnvel í byrjunarliði Barcelona í næsta leik þegar meistararnir mæta Santander næsta laugardag, en leikmaðurinn segir sig eiga langt í land með að ná bata. 5.2.2007 15:03
Kahn: Örvænting í vörninni hjá Bayern Markvörðurinn Oliver Kahn segir að örvænting ríki í varnarleik Þýskalandsmeistara Bayern Munchen og segir að gríðarlegar breytingar verði að eiga sér stað innan liðsins ef það eigi að tryggja sér Evrópusæti í deildinni í vor. Bayern steinlá 3-0 fyrir Nurnberg um helgina og situr nú í fjórða sæti deildarinnar. 5.2.2007 14:54