Detroit herðir takið á Cleveland 5. febrúar 2007 02:22 Chauncey Billups keyrir hér framhjá hinum unga Daniel Gibson hjá liði Cleveland, sem þarf enn að fara í gegn um Detroit ef það ætlar sér að vinna Austurdeildina NordicPhotos/GettyImages Liðsmenn Detroit Pistons minntu LeBron James og félaga í Cleveland Cavaliers rækilega á það í nótt að liðið á enn nokkuð í að geta kallað sig stórveldi í Austurdeildinni. Detroit vann auðveldan útisigur á Cleveland 90-78 og var það fimmti sigur Detroit á Cleveland í röð í deildarkeppninni. Stjörnuleikmaðurinn Chauncey Billups skoraði 18 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Detroit og Chris Webber og Rasheed Wallace bættu við 15 stigum hvor í frekar fyrirhafnarlitlum sigri Detroit, sem sló Cleveland naumlega út úr úrslitakeppninni í annari umferð á síðustu leiktíð. LeBron James skoraði 21 stig fyrir Cleveland, en bróðurpart stiganna skoraði hann þegar úrslit leiksins voru allt nema ráðin undir lokin. James hefur "aðeins" skorað rúm 23 stig að meðaltali í leik gegn Detroit síðan hann kom inn í deildina árið 2003 og er það þriðja lægsta meðaltal hans gegn nokkru liði í NBA. LeBron James viðurkenndi að Detroit liðið hefði ráðið ferðinni og sagði liðið hættulegra nú þegar það væri komið með Chris Webber í stað Ben Wallace, sem fór til Chicago Bulls í sumar. "Það var alltaf þægilegra í vörninni þegar Wallace var í liðinu, því maður gat þó litið af honum. Með tilkomu Webber eru þeir nú komnir með byrjunarlið þar sem hver einasti maður getur skorað 20 stig í hvaða leik sem er," sagði James, en Cleveland er í bullandi vandræðum þessa dagana eftir góða byrjun í haust. Detroit hefur unnið 15 leiki á útivelli og tapað aðeins 9 og er liðið með langbesta útivallaárangurinn í Austurdeildinni. Ekkert annað lið þar hefur unnið helming útileikja sinna eða meira. Fimm lið í Vesturdeildinni hafa 50% vinningshlutfall eða meira á útivöllum. Toronto á fínu skriði Aðeins tveir aðrir leikir fóru fram í NBA í nótt og lauk þeim frekar snemma vegna Superbowl leiksins í NFL. Toronto hélt áfram góðu gengi með því að vinna sannfærandi sigur á LA Clippers á heimavelli sínum 122-110. Chris Bosh skoraði 27 stig fyrir Kanadaliðið og sex leikmenn þess skoruðu 10 stig eða meira í þriðja sigri liðsins í röð. Cuttino Mobley skoraði 24 stig fyrir Clippers og Elton Brand skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst. Toronto hefur fyrir vikið náð þriggja leikja forystu í slökum Atlantshafsriðlinum, sem jókst enn frekar þegar Atlanta lagði New Jersey í nótt. Toronto liðið er allt að smella saman eftir að hafa bætt við sig nýjum mannskap í sumar og eru Evrópumennirnir í liðinu að setja skemmtilegan svip á liðið í bland við þá amerísku. Liðið hefur ekki verið með jafngóða stöðu svo seint á keppnistímabili síðan á leiktímabilinu 2001-02. Sögulegur sigur Atlanta Atlanta lagði svo New Jersey 101-99 á útivelli þar sem Tyronn Lue tryggði Atlanta sigurinn með flautukörfu í enda framlengingar. Þetta var þriðji útisigur liðsins í röð, en þeim árangri hefur liðið ekki náð síðan í desember árið 2000. Atlanta hefur unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum og verður það að teljast ansi gott af þessu liði sem verið í kjallara deildarinnar í mörg ár. Það er kannski til marks um það hve veik Austurdeildin er um þessar mundir að þessi litla rispa Atlanta liðsins hefur orðið til þess að nú er liðið ekki nema um þremur leikjum frá Miami í keppni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Joe Johnson skoraði 37 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Atlanta í leiknum en Vince Carter skoraði 27 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir New Jersey. NBA Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Leik lokið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Liðsmenn Detroit Pistons minntu LeBron James og félaga í Cleveland Cavaliers rækilega á það í nótt að liðið á enn nokkuð í að geta kallað sig stórveldi í Austurdeildinni. Detroit vann auðveldan útisigur á Cleveland 90-78 og var það fimmti sigur Detroit á Cleveland í röð í deildarkeppninni. Stjörnuleikmaðurinn Chauncey Billups skoraði 18 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Detroit og Chris Webber og Rasheed Wallace bættu við 15 stigum hvor í frekar fyrirhafnarlitlum sigri Detroit, sem sló Cleveland naumlega út úr úrslitakeppninni í annari umferð á síðustu leiktíð. LeBron James skoraði 21 stig fyrir Cleveland, en bróðurpart stiganna skoraði hann þegar úrslit leiksins voru allt nema ráðin undir lokin. James hefur "aðeins" skorað rúm 23 stig að meðaltali í leik gegn Detroit síðan hann kom inn í deildina árið 2003 og er það þriðja lægsta meðaltal hans gegn nokkru liði í NBA. LeBron James viðurkenndi að Detroit liðið hefði ráðið ferðinni og sagði liðið hættulegra nú þegar það væri komið með Chris Webber í stað Ben Wallace, sem fór til Chicago Bulls í sumar. "Það var alltaf þægilegra í vörninni þegar Wallace var í liðinu, því maður gat þó litið af honum. Með tilkomu Webber eru þeir nú komnir með byrjunarlið þar sem hver einasti maður getur skorað 20 stig í hvaða leik sem er," sagði James, en Cleveland er í bullandi vandræðum þessa dagana eftir góða byrjun í haust. Detroit hefur unnið 15 leiki á útivelli og tapað aðeins 9 og er liðið með langbesta útivallaárangurinn í Austurdeildinni. Ekkert annað lið þar hefur unnið helming útileikja sinna eða meira. Fimm lið í Vesturdeildinni hafa 50% vinningshlutfall eða meira á útivöllum. Toronto á fínu skriði Aðeins tveir aðrir leikir fóru fram í NBA í nótt og lauk þeim frekar snemma vegna Superbowl leiksins í NFL. Toronto hélt áfram góðu gengi með því að vinna sannfærandi sigur á LA Clippers á heimavelli sínum 122-110. Chris Bosh skoraði 27 stig fyrir Kanadaliðið og sex leikmenn þess skoruðu 10 stig eða meira í þriðja sigri liðsins í röð. Cuttino Mobley skoraði 24 stig fyrir Clippers og Elton Brand skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst. Toronto hefur fyrir vikið náð þriggja leikja forystu í slökum Atlantshafsriðlinum, sem jókst enn frekar þegar Atlanta lagði New Jersey í nótt. Toronto liðið er allt að smella saman eftir að hafa bætt við sig nýjum mannskap í sumar og eru Evrópumennirnir í liðinu að setja skemmtilegan svip á liðið í bland við þá amerísku. Liðið hefur ekki verið með jafngóða stöðu svo seint á keppnistímabili síðan á leiktímabilinu 2001-02. Sögulegur sigur Atlanta Atlanta lagði svo New Jersey 101-99 á útivelli þar sem Tyronn Lue tryggði Atlanta sigurinn með flautukörfu í enda framlengingar. Þetta var þriðji útisigur liðsins í röð, en þeim árangri hefur liðið ekki náð síðan í desember árið 2000. Atlanta hefur unnið fimm af síðustu sjö leikjum sínum og verður það að teljast ansi gott af þessu liði sem verið í kjallara deildarinnar í mörg ár. Það er kannski til marks um það hve veik Austurdeildin er um þessar mundir að þessi litla rispa Atlanta liðsins hefur orðið til þess að nú er liðið ekki nema um þremur leikjum frá Miami í keppni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni. Joe Johnson skoraði 37 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Atlanta í leiknum en Vince Carter skoraði 27 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir New Jersey.
NBA Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Leik lokið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira