Fleiri fréttir

Heiðar skoraði fyrir Fulham

Chelsea náði í dag að minnka forskotið á Manchester United niður í þrjú stig á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 1-0 útisigri á Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Charlton. Heiðar Helguson var á skotskónum hjá Fulham í sigri á Newcastle og West Ham tapaði enn einum leiknum.

Formúlan fer til Abu Dhabi

Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum um að þar verði keppt í Formúlu 1 frá árinu 2009. Ekkert verður að venju til sparað við hönnun brautarinnar sem Ecclestone fullyrðir að verði sú besta í heiminum og verður hún byggð á manngerðri eyju.

Everton og Liverpool skildu jöfn

Grannliðin í Liverpool gerðu markalaust jafntefli í einvígi sínu á Anfield í dag. Everton varðist vel gegn Liverpool og þó þeir rauðu hafi verið með yfrburði í leiknum, náðu þeir ekki að tryggja sér sigur. Mark var dæmt af Craig Bellamy og Tim Howard sá vel við Peter Crouch, en besta færi leiksins átti Andrew Johnson hjá Everton, en hann lét Reina í marki Liverpool verja frá sér.

Alfreð: Sæmilega sáttur með 8. sætið

Alfreð Gíslason segist ekki alfarð ósáttur við að ná 8. sætinu á HM í handbolta og segir leikinn við Dani hafa ráðið gríðarlega miklu um niðurstöðuna. Hann segir skort á breidd hafa verið helstu hindrunina fyrir íslenska liðið á mótinu.

Óskemmtileg endurkoma Hargreaves

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves sneri aftur með liði Bayern Munchen í gærkvöldi eftir langa fjarveru vegna fótbrots. Ekki er hægt að segja að frumraun Hargreaves og nýja þjálfarans Ottmar Hitzfeld hafi verið glæsileg, því meistararnir steinlágu fyrir Nurnberg 3-0.

Ólympíusætið fjarlægur möguleiki

Í kjölfar taps íslenska liðsins fyrir Spánverjum í dag eru möguleikar liðsins til að komast á Ólympíuleikana í Kína orðnir nokkuð langsóttir, en sæti 2-7 á HM nú hefði gefið sæti í undankeppni fyrir Ólympíuleikana. 8. sætið þýðir hinsvegar að nú þarf íslenska liðið að tryggja sér sætið í gegn um Evrópumótið - ef liðið kemst þá þangað.

Hetjuleg barátta en tap

Spánverjar sigruðu Íslendinga 40-36 í leiknum um sjöunda sætið á HM í handbolta. Íslendingar börðust hetjulega í síðari hálfleiknum eftir að þeir lentu átta mörkum undir og náðu mest að minnka muninn í tvö mörk. Spánverjar, sem eru heimsmeistarar síðan 2005, reyndust hinsvegar ókleyfur múr. Fyrri hálfleikurinn varð banabiti íslenska liðsins en þá fóru fjölmörg dauðafæri forgörðum.

Els í forystu að loknum þriðja degi

Nú er þriðja hringnum á Dubai Classic mótinu í golfi lokið og Suður-Afríkumaurinn Ernie Els hefur þar tveggja högga forystu og er á 17 höggum undir pari. Þeir Jyoti Randhawa, Henrik Stenson og Ross Fisher eru í öðru sæti á 15 undir og Tiger Woods er þar skammt á eftir. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá lokahringnum í fyrramálið klukkan 9:00.

Lögreglumaður lét lífið í óeirðum á Sikiley

Öllum leikjum í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu hefur verið frestað um óákveðinn tíma eftir að lögreglumaður lét lífið í óeirðum á leik grannliðanna Catania og Palermo á Stadio Massimino. Þá hefur vináttuleik Ítala og Rúmena á miðvikudaginn einnig verið frestað.

Vafasamt met hjá Boston

Tíu leikir fóru fram í NBA í nótt. Indiana lagði LA Lakers í beinni útsendingu á Sýn. Sögufrægt lið Boston Celtics tapaði í nótt 14. leik sínum í röð og er þetta lengsta taphrina þessa stórveldis sem á að baki 16. meistaratitla. Denver vann langþráðan sigur þegar liðið skellti Portland í framlengingu.

Spánverjar yfir

Þegar fyrri hálfleikur er rétt um hálfnaður eru Spánverjar með eins marks forystu gegn Íslendingum 9-8. Birkir Ívar byrjar vel í markinu og enn getur allt gerst.

Leikur Íslands og Spánar hafinn

Leikur Íslendinga og Spánverja er hafinn í Köln-Arena fyrir framan 19 þúsund áhorfendur. Lið Íslands er hið sama og það hefur verið í undanförnum leikjum. Staðan er 3-2 fyrir Spáni eftir fimm mínútur. Snorri Steinn Guðjónsson hefur skorað bæði mörk Íslendinga.

Superbowl á morgun

Stærsti viðburður bandaríska íþróttaársins er á morgun þegar 41. Superbowl-leikurinn fer fram í Flórída. Liðin sem mætast eru Indianapolis Colts og Chicago Bears. Liðin hafa hvorugt komist í úrslitaleikinn í áratugi, Bears léku síðast Superbowl-leik fyrir meira en 20 árum en Colts, sem þá hétu Baltimore Colts, léku síðast Superbowl-leik fyrir 36 árum.

KR og Njarðvík áfram á toppnum

Njarðvíkingar eru á toppnum í Iceland - Express deildinni í körfubolta með 26. stig og KR - ingar verma annað sætið , en fimmtándu umferðinni lauk í gær með tveimur leikjum.

Ernie Els með forystu

Nú stendur yfir í beinni útsendingu á Sýn keppni á Dubai Classic mótinu , en Ross Fisher hafði forystu að loknum öðrum hring í gær á fjórtán höggum undir pari , en þrumveður setti strik í reikinginn hjá mörgum kylfingum.

Góður leikkafli Íslendinga

Íslendingar áttu frábæran leikkafla og skoruðu fimm mörk í röð nú um miðbik síðari hálfleiksins gegn Spánverjum. Spánverjar hafa samt sem áður fjögurra marka forystu 27-23. Síðari hálfeikurinn er hálfnaður.

Spánverjar með örugga forystu

Spánverjar hafa góða forystu gegn Íslendingum þegar flautað hefur verið til hálfleiks, 19-13. Spánverjar komust mest í sjö marka forystu 17-10. Íslensku strákarnir hafa farið illa með fjölmörg dauðafæri og liggur munurinn á liðunum helst í því. Spánverjar eru heimsmeistarar síðan 2005 og ekki þekktir fyrir að glopra niður forystu sem þessari en leikurinn þrátt fyrir allt ekki nema hálfnaður.

Magath snerist hugur

Þýska úrvalsdeildarfélagið hefur nú loks ráðið nýjan þjálfara til að taka við af Thomas Doll sem rekinn var á dögunum, en það verður ekki Felix Magath eins og fyrst var talið, heldur Hollendingurinn Huub Stevens. Sá leiddi Schalke til sigurs í Evrópukeppni félagsliða árið 1997.

Frakkar ósáttir við dómgæslu

Michael Guigou, leikmaður franska landsliðsins í handknattleik, segir að lélegar ákvarðanir dómaranna í undanúrslitaleiknum við Þjóðverja hafi kostað lið sitt sæti í úrslitunum.

Tveir leikir í úrvalsdeild karla í kvöld

Í kvöld fara fram tveir leikir í úrvalsdeild karla í körfbolta og einn í kvennaflokki. Í karlaflokki tekur Fjölnir á móti KR í Grafarvogi og Njarðvíkingar taka á móti Tindasólsmönnum. Breiðablik mætir svo ÍS í kvennaflokki. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15.

Opin mótorkross æfing á morgun

Á morgun, laugardaginn 3. febrúar verður Nítró með opna motocross æfingu. Farið verður í allar helstu grunnæfingarnar, t.d. beygjur, stört, þvottabretti, stökk ofl. Æfingarnar eru opnar öllum og það kostar ekkert að taka þátt.

Indiana - LA Lakers í beinni á Sýn í kvöld

Leikur Indiana Pacers og Los Angeles Lakers verður sýndur beint á Sýn á miðnætti í kvöld. Lið Indiana er enn að slípa sig saman eftir mikil leikmannaskipti á dögunum og hefur liðið unnið 24 leiki og tapað 21. Lakers hefur ekki gengið jafn vel undanfarið en liðið vann þó stórsigur á Boston í síðasta leik þar sem Kobe Bryant fór á kostum með 43 stigum. Lakers hefur unnið 28 leiki og tapað aðeins 18.

Fisher í forystu á Dubai mótinu

Breski kylfingurinn Ross Fisher hefur tveggja högga forystu á Earnie Els þegar tveimur hringjum er nú að verða lokið á Dubai Desert Classic mótinu í golfi. Fisher lék annan hringinn í röð á 65 höggum í dag og er samtals á 14 undir pari. Els á eftir að ljúka tveimur holum á öðrum hringnum, en gat ekki klárað vegna veðurs. Tiger Woods er á 9 höggum undir pari en Sýn verður með beinar útsendingar frá þessu sterka móti um helgina.

Joey Barton valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn

Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Manchester City var í dag valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn. Steve McClaren valdi í dag hóp sinn sem mætir Spánverjum í næstu viku og þar eru nokkrir menn að spila sinn fyrsta landsleik í langan tíma.

Góð afkoma hjá KSÍ

Ársreikningur KSÍ fyrir árið 2006 var birtur í dag og þar kemur fram að afkoma sambandsins er sem fyrr mjög góð. Tæplega 100 milljóna hagnaður var af rekstri sambandsins og var í framhaldi af þessu ákveðið að greiða sérstakt 16 milljóna framlag til aðildarfélaga sambandsins. Nánar má lesa um ársreikninginn á heimasíðu sambandsins, ksi.is.

Íslandsmótið í bekkpressu í Laugardalshöll á morgun

Það má gera ráð fyrir hrikalegum átökum í Laugardalshöllinni á morgun, en þar reyna bestu bekkpressarar landsins með sér á Íslandsmótinu. Fjörið hefst klukkan 14 og á meðal keppenda verða Skaga-Kobbi, Ísleifur "Sleifur" Árnason, Ingvar Jóel "Ringo" og Svavar Hlöllahlunkur svo einhverjir molar séu nefndir.

Þrír úr aðalliði United spiluðu með varaliðinu í gær

Manchester United er nú fljótlega að endurheimta þrjá af lykilmönnum sínum úr meiðslum en í gær spiluðu þeir Alan Smith, Mikael Silvestre og Wes Brown allir 90 mínútur í markalausu jafntefli varaliðs félagsins við Liverpool. Kínverjinn Dong Fangzhou spilaði líka í gær og átti skot í stöng í leiknum, en Alex Ferguson var á meðal áhorfenda.

Ledley King meiðist enn

Miðvörðurinn og meiðslakálfurinn Ledley King hjá Tottenham verður væntanlega ekki mikið meira með liðinu á leiktíðinni eftir að í ljós kom að hann er með brákað bein í fæti. Síðast í morgun bárust fregnir af því að fyrirliðinn væri að ná heilsu, en þær reyndust heldur betur rangar og nú verður Lundúnaliðið að vera án King amk næstu tvo mánuðina.

Bandaríkjamennirnir að eignast Liverpool

Liverpool hefur náð samningum við amerísku viðskiptajöfrana George Gillett og Tom Hicks, sem væntanlega munu ganga frá yfirtöku í félaginu eftir helgina. Þeir áttu fund með stjórn Liverpool snemma í þessari viku og voru meginástæða þess að félagið hætti við að eiga viðskipti við DUI. Bandaríkjamennirnir eru sagðir ætla að greiða um 470 milljónir punda fyrir félagið og þar af fari 215 milljónir punda í nýjan leikvang.

Var eldsneytið ólöglegt ?

Það virðist sem eldsneytið sem Nick Way ásamnt þeim Joshua Hill og Jason Thomas hafi kannski ekki verið ólöglegt. Yamaha heldur því fram að niðurstöður úr rannsóknum sem AMA gerir séu ekki sannfærandi.

Langþráður sigur hjá Phoenix - Wade fór hamförum

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Dwyane Wade tryggði Miami góðan sigur á Cleveland og Phoenix vann fyrsta leik sinn í vetur gegn toppliðunum í Vesturdeildinni þegar liðið skellti San Antonio í frábærum leik í beinni á NBA TV.

Nash og Bosh leikmenn mánaðarins í NBA

Steve Nash hjá Phoenix Suns og Chris Bosh hjá Toronto Raptors voru í kvöld útnefndir leikmenn janúarmánaðar í NBA deildinni, en þeir verða báðir í byrjunarliðunum í Stjörnuleiknum sem fram fer í Las Vegas síðar í þessum mánuði.

Carmelo Anthony ekki valinn í stjörnuliðið

Framherjinn Carmelo Anthony hjá Denver var ekki á meðal þeirra leikmanna sem í kvöld voru valdir sem varamenn í Stjörnuleiknum sem fram fer í Las Vegas síðar í þessum mánuði. Talið er víst að þáttaka Anthony í slagsmálunum í New York fyrir nokkrum vikum hafi spilað stóran þátt í því að þessi stigahæsti leikmaður í NBA var ekki valinn í liðið.

Óvíst að Owen spili á leiktíðinni

Michael Owen segir að vel geti farið svo að hann spili ekkert á þessari leiktíð eftir að hann meiddist alvarlega á hné á HM síðasta sumar. Owen segist fara sér afar hægt í endurhæfingunni og ætlar ekki að taka neina áhættu.

Alfreð ósáttur með vinstri vænginn

Alfreð Gíslason var þokkalega sáttur við varnarleik og markvörslu íslenska liðsins í leiknum gegn Rússum í kvöld, en öfugt við leikinn við Dani var það sóknarleikurinn sem varð liðinu að falli í kvöld. Alfreð sagði íslenska liðið hafa gefið leikinn frá sér og var ósáttur með frammistöðu leikmanna á vinstri vængnum.

Þjálfari Dana: Leikurinn við Íslendinga sat í okkur

Ulrik Wilbek, þjálfari Dana, var að vonum vonsvikinn í kvöld eftir að baráttuglaðir lærisveinar hans féllu úr leik í undanúrslitunum á HM eftir maraþoneinvígi við Pólverja. Hann segir leikinn við Íslendinga enn hafa setið í hugum og limum danska liðsins í kvöld.

Óli Stef: Sjaldan séð okkur svona lélega

Ólafur Stefánsson var skiljanlega daufur í dálkinn þegar Arnar Björnsson íþróttafréttamaður náði tali af honum eftir leikinn við Rússa í kvöld. Hann sagðist sjaldan hafa séð íslenska liðið jafn lélegt í sóknarleiknum.

Tap fyrir Rússum

Íslenska landsliðið tapaði í kvöld fyrir Rússum 28-25 og leika því um 7. sætið á HM í handbolta. Rússar höfðu yfir í leikhléi 16-14, en íslenska liðið komst í fyrsta sinn yfir um miðjan síðari hálfleik. Eftir það tóku Rússar öll völd og tryggðu sér sigurinn með því að breyta stöðunni úr 22-24 í 27-22 sér í hag.

Þór Þorlákshöfn skellti Snæfelli

Fjórir leikir fóru fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Þór frá Þorlákshöfn skellti Snæfelli óvænt 81-78, Keflavík vann öruggan sigur á Haukum á útivelli 95-70, Grindvíkingar komu fram hefndum síðan í bikarnum á dögunum og lögðu ÍR í Seljaskóla 93-81og þá vann Skallagrímur 99-77 sigur á Hamri.

Pólverjar í úrslit gegn Þjóðverjum

Það verða Pólverjar sem leika til úrslita um heimsmeistaratitilinn í handbolta gegn heimamönnum Þjóðverjum. Spútniklið keppninnar vann í kvöld sigur á Dönum í enn einum maraþonleiknum 36-33 eftir tvær framlengingar og hávaðadramatík. Danir leika um bronsið gegn Frökkum.

Mourinho fær stuðningsyfirlýsingu

Forráðamönnum Chelsea virðist vera nóg boðið af endalausu slúðri bresku pressunnar um framtíð knattspyrnustjórans Jose Mourinho hjá félaginu, því í kvöld birti liðið stuðningsyfirlýsingu við stjórann og fullyrt er að hann fari hvergi á næstunni.

Gattuso framlengir við Milan

Harðjaxlinn Gennaro Gattuso hefur framlengt samning sinn við ítalska stórliðið AC Milan til ársins 2011 og fetaði þar með í fótspor Clarence Seedorf félaga síns, en þeir koma til með að klára ferilinn hjá félaginu. Tveir lykilmanna AC Milan fóru hinsvegar á meiðslalistann í dag.

Meiðsli Cole ekki alvarleg

Meiðsli enska landsliðsmannsins Ashley Cole hjá Chelsea eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu og mun leikmaðurinn ekki þurfa í uppskurð samkvæmt fyrstu niðurstöðum lækna. Cole skaddaði krossband í öðru hnénu í leiknum gegn Blackburn í gærkvöld, en forráðamenn Chelsea eru bjartsýnir á að hann nái heilsu fyrir lok leiktíðar í vor.

Sjá næstu 50 fréttir