Sport

Toney og Peter mætast í nótt

Nígeríska Martröðin stígur á svið á Sýn í kvöld
Nígeríska Martröðin stígur á svið á Sýn í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Það verða sannkallaðir þungavigtarmenn í sviðsljósinu á Sýn í kvöld þegar sjónvarpsstöðin sýnir beint frá bardaga Andrew Toney og Samuel Peter. Toney er 38 ára refur en "nígeríska martröðin" Peters er aðeins 26 ára og er einn efnilegasti maðurinn í þungavigtinni í dag.

Kapparnir mættust í fyrra og þá hafði Peter betur á umdeildan hátt. Hvorugur þessara miklu lurka var þá í sérstaklega góðu formi, en þeir hafa báðir lagt mikið harðar að sér við æfingar síðan - ekki síst Toney. Sá fékk engan annan en Tai-Bo frömuðinn Billy Banks með sér í lið til að skipuleggja æfingar og mataræði og segja hnefaleikaspekúlantar vestanhafs að það hafi greinilega skilað sér.

Peter sagðist þó hafa litlar áhyggjur af því, enda verði Banks ekki með Toney inni í hringnum þegar höggin fari að dynja á honum og þá verði hann fljótur að gleyma öllum Tai-Bo brögðum sínum.

Mikill hasar var í kring um þá félaga á blaðamannafundum fyrir fyrri bardagann, en þá kepptust þeir við að ausa drullu hvor yfir annan. Þeir hafa þó verið öllu rólegri að þessu sinni og ætla báðir að tala sínum máli í hringnum. Útsending Sýnar hefst klukkan tvö eftir miðnætti í kvöld.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×