Körfubolti

Bumban fær góðan liðsstyrk

Ben Jacobson verður með Bumbunni á mánudaginn
Ben Jacobson verður með Bumbunni á mánudaginn NordicPhotos/GettyImages

Lið KR b, eða Bumban eins og það er gjarnan kallað, hefur nú fengið til sín góðan liðsstyrk fyrir bikarleikinn gegn Grindavík á mánudaginn. Hér er um að ræða Bandaríkjamanninn Ben Jacobson frá Northern Iowa háskólanum.

Jacobson var í 50 manna úrvalsliði bandarískra háskólaleikmanna á síðasta ári, en meiðsli komu í veg fyrir að hann yrði valinn í nýliðavalinu í sumar. Hann hefur nú gengist undir uppskurð til að fá bót meina sinna og kemur til með að styrkja lið Bumbunnar verulega. Þetta kemur fram á vef KR-inga í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×