Handbolti

Jafntefli gegn Dönum

Logi Geirsson var markahæstur í íslenska liðinu gegn Dönum í dag
Logi Geirsson var markahæstur í íslenska liðinu gegn Dönum í dag

Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði 29-29 jafntefli við Dani í lokaleik sínum á undirbúningsmótinu fyrir HM sem haldið var í Danmörku um helgina. Ísland hafði yfir í hálfleik 16-11 en Danirnir gengu á lagið í lokin og jöfnuðu í spennandi leik. Norðmenn höfðu sigur á mótinu og unnu alla sína leiki.

Logi Geirsson var markahæstur í íslenska liðinu með 8 mörk, þar af 5 úr vítum, Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 7 mörk og þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson 4 hvor. Hreiðar Guðmundsson átti ágætan leik í íslenska markinu, sérstaklega í fyrri hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×