Fleiri fréttir

Stuðningsmenn Liverpool eru ótrúlegir

Arsene Wenger var að vonum sáttur við leik sinna manna í sigrinum á Liverpool í enska bikarnum í dag. Hann hrósaði Tomas Rosicky og Thierry Henry fyrir mörk sín, sem og þolinmæði og skipulagi liðsins í heild. Hann tók sér líka tíma til að hrósa stuðningsmönnum Liverpool fyrir frábæra stemmingu á Anfield.

Eggert biðlar til stuðningsmanna West Ham

Eggert Magnússon hefur biðlað til stuðningsmanna West Ham um að styðja við bakið á fyrirliðanum Nigel Reo-Coker sem hefur verið harðlega gagnrýndur í vetur. Coker var ekki í liði West Ham sem lagði Brighton 3-0 í bikarnum í dag og hafa stuðningsmenn West Ham baulað á hann fyrir frammistöðu sína undanfarið.

Bikarmeistararnir úr leik

Arsenal vann í dag frækinn sigur 3-1 á bikarmeisturum Liverpool á Anfield í þriðju umferð enska bikarsins. Tomas Rosicky kom Arsenal í 2-0 í fyrri hálfleik, Dirk Kuyt minnkaði muninn fyrir Liverpool í þeim síðari, en það var svo Thierry Henry sem tryggði Arsenal sigurinn með þriðja markinu undir lokin.

Arsenal leiðir 2-0 í hálfleik á Anfield

Arsenal hefur 2-0 forystu gegn Liverpool á Anfield þegar flautað hefur verið til leikhlés í skemmtilegum leik í enska bikarnum sem sýndur er beint á Sýn. Það var Tékkinn Tomas Rosicky sem skoraði bæði mörk Arsenal undir lok hálfleiksins eftir glæsilega spilamennsku liðsins, en fram að því höfðu heimamenn undirtökin.

Skallagrímur lagði Keflavík

Skallagrímur lagði Keflavík 100-98 í hörkuleik í úrvalsdeild karla sem fram fór í Borgarnesi í dag. Heimamenn náðu mest 17 stiga forskoti í leiknum en Keflvíkingar náðu að jafna í lokin. Það var svo Axel Kárason sem gerði út um leikinn þegar 5 sekúndur voru eftir með tveimur vítaskotum.

Nadal féll óvænt úr leik í Chennai

Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal tapaði óvænt 6-4 og 7-6 fyrir belgíska spilaranum Xavier Malisse í undanúrslitum Chennai mótsins í tennis í dag. Malisse er í 37. sæti á styrkleikalista tennissambandsins og mætir annað hvort Carlos Moya frá Spáni eða Austurríkismanninum Stefan Koubek í úrslitaleik á morgun.

Chelsea burstaði Macclesfield

Fjöldi leikja var á dagskrá í þriðju umferð enska bikarsins í dag. Chelsea burstaði Macclesfield 6-1 þar sem Frank Lampard skoraði þrennu og þeir John Obi Mikel, Ricardo Carvalho og Shaun Wright-Phillips skoruðu mörk Englandsmeistaranna.

Valur lagði Stjörnuna

Valsstúlkur skelltu sér á toppinn í dhl deild kvenna í handbolta í dag með 22-16 sigri í leik liðanna í Ásgarði í dag. Valur var yfir 10-6 í hálfleik.

Naumur sigur á Pólverjum

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik bar í dag sigurorð af því pólska 40-39 í miklum markaleik á æfingamótinu sem fram fer í Danmörku. Mótið er liður í lokaundirbúningi liðsins fyrir HM í Þýskalandi, en íslenska liðið steinlá fyrir Norðmönnum í gær og mætir Dönum á morgun.

Dallas vann stóran sigur í San Antonio

Dallas vann í nótt 13. sigurinn í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti erkifjendum sínum í San Antonio 90-85 á útivelli. Leikurinn, sem sýndur var beint á Sýn, var æsispennandi allt til loka og nú hefur Dallas unnið þrjá leiki í röð í San Antonio.

Raja Bell settur í bann

Bakvörðurinn Raja Bell verður ekki með liði Phoenix sem tekur á móti Miami Heat í NBA í kvöld eftir að hann var settur í eins leiks bann í kvöld fyrir að sparka í nýliðann Andrea Bargnani hjá Toronto í leik liðanna á miðvikudag. Það ætti þó ekki að koma að sök fyrir Phoenix gegn Miami í kvöld, því gestirnir verða líka mjög undirmannaðir.

Mögnuð dagskrá á Sýn um helgina

Sjónvarpsstöðin Sýn verður með frábæra veislu fyrir íþróttaáhugamenn um helgina eins og venjulega. Hátíðin hefst í kvöld klukkan eitt með leik San Antonio og Dallas í NBA deildinni en hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir helstu viðburði helgarinnar.

Loksins sigur hjá Bárði

Bárður Eyþórsson krækti í sinn fyrsta sigur sem þjálfari síðan 22. október í kvöld þegar hans menn í Fjölni unnu óvæntan útisigur á Grindvíkingum í úrvalsdeild karla í körfubolta 85-78. Fjölnir er því kominn af fallsvæðinu og er í 10. sæti deildarinnar en Grindavík er í 6. sæti.

Smertin orðaður við West Ham

Rússneski miðjumaðurinn Alexei Smertin hefur nú verið orðaður við West Ham og fleiri félög á Englandi eftir að forráðamenn Dinamo Moskvu lýstu því yfir að hann mætti fara á frjálsri sölu í janúar ef hann óskaði þess. Smertin er 31 árs gamall og lék áður með Portsmouth og Chelsea á Englandi, en hann hefur auk þessa verið orðaður við Charlton og Fulham.

Eto´o ætlar að snúa aftur fljótlega

Kamerúnski framherjinn Samuel Eto´o hjá Barcelona hefur sett stefnuna á að snúa til baka úr meiðslum eftir tvær vikur, en það er langt á undan áætlunum lækna liðsins. Eto´o meiddist á hné í leik Barcelona og Werder Bremen í september.

Stórt tap fyrir Noregi

Íslenska landsliðið í handknattleik steinlá fyrir því norska 34-22 í leik liðanna á æfingamóti sem fram fer í Danmörku, en leikið var í Hróarskeldu. Íslenska liðið var undir 16-13 í hálfleik. Heimamenn Danir taka einnig þátt í mótinu, auk Pólverja.

Risaslagur í beinni á Sýn í kvöld

Það verður sannkallaður risaslagur í beinni útsendingu Sýnar klukkan 1 í nótt þegar erkifjendurnir San Antonio Spurs og Dallas Mavericks eigast við í NBA deildinni. Liðin hafa mæst tvisvar í vetur og hvort lið hefur sigrað einu sinni. Þau áttust líka við í undanúrslitum Vesturdeildar síðasta vor þar sem Dallas hafði betur í sjö leikjum í einni bestu seríu úrslitakeppninnar.

West Brom hafnar tilboði Tottenham

Enska 1. deildarliðið West Brom er sagt hafa hafnað 5 milljón punda tilboði Tottenham í miðvörðinn Curtis Davies í dag. Forráðamenn West Brom hafa lýst því yfir að enginn leikmaður fari frá félaginu á útsöluverði og ætla að reyna að halda þétt í mannskap sinn í kjölfar góðs gengis liðsins í deildinni að undanförnu.

Bumban fær góðan liðsstyrk

Lið KR b, eða Bumban eins og það er gjarnan kallað, hefur nú fengið til sín góðan liðsstyrk fyrir bikarleikinn gegn Grindavík á mánudaginn. Hér er um að ræða Bandaríkjamanninn Ben Jacobson frá Northern Iowa háskólanum.

Lagt til að fjölga liðum í efstu deild

Stjórn KSÍ hefur samþykkt að leggja fram tillögu á næsta ársþingi um að fjölga liðum í Landsbankadeild og 2. deild karla árið 2008, auk þess að leggja til að fjölga liðum í Landsbankadeild kvenna í 9 á næsta tímabili.

Dusty Klatt hlakkar til Anahaim

Dusty Klatt segist fyrst og fremst líða mjög vel hjá Yamaha, en hann skipti yfir í Star Racing/Yamaha ekki alls fyrir löngu eftir að hafa verið hjá Blackfoot/Honda í nokkur ár.

Kanoute vill verða markakóngur

Malímaðurinn Freddy Kanoute hjá Sevilla segist hafa sett stefnuna á að verða markakóngur í spænska boltanum, en hann hefur skorað 14 mörk til þessa í deildinni og er markahæstur. Næstur kemur Ronaldinho hjá Barcelona með 12 mörk.

Riquelme settur út úr liði Villarreal

Argentínski miðjumaðurinn Juan Roman Riquelme er ekki í leikmannahópi Villarreal sem mætir Valencia um helgina og hefur þetta ýtt undir orðróm um að leikmaðurinn eigi í deilum við þjálfara sinn Manuel Pelligrini. Þjálfarinn segir það ekki rétt og segir Riquelme einfaldlega ekki henta leikaðferðum sínum fyrir þennan einstaka leik.

Fréttir af tilboði Real Madrid eru bull

Alex Ferguson, stóri Manchester United, segir að fréttir af risatilboði Real Madrid í vængmanninn Cristiano Ronaldo í gær séu hreint og klárt bull og segir leikmanninn ekki vera á leið frá félaginu. "Þeir hafa ekki boðið í hann, enda ræðum við ekki einu sinni tilboð í hann, svo við þurfum ekkert að velta því meira fyrir okkur," sagði Ferguson.

Argentínumennirnir fara ekki frá West Ham

Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, segist ekki eiga von á því að þeir Javier Mascherano og Carlos Tevez fari frá félaginu á þessari leiktíð, einfaldlega vegna þess að þeir megi það ekki samkvæmt reglum FIFA.

Hargreaves er falur fyrir 20 milljónir punda

Sápuóperunni í kring um enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves hjá Bayern Munchen er hvergi lokið og í dag sagði forseti Bayern, Franz Beckenbauer, að félagið myndi ekki íhuga að selja hann fyrr en það fengi 20 milljón punda tilboð í leikmanninn.

John neitaði Watford

Nú lítur út fyrir að framherjinn Collins John fari ekki frá Fulham eftir allt saman því fregnir herma að hann hafi neitað samningi frá Watford. Fulham samþykkti 2 milljón punda tilboð frá Watford í leikmanninn eftir að félagið frétti frá umboðsmanni hans að John væri ósáttur í herbúðum Lundúnaliðsins.

Unsworth til Wigan

Wigan gekk í dag frá samningi við varnarmanninum reynda David Unsworth frá Sheffield United. Unsworth er 33 ára gamall og lék áður með Everton. Hann fór á frjálsri sölu til Wigan eftir tveggja ára veru í herbúðum Sheffield. Hann hefur ekki spilað leik síðan í október.

Bent má fara fyrir rétt verð

Alan Curbishley, nýráðinn stjóri Charlton í ensku úrvalsdeildinni, hefur nú viðurkennt að félagið gæti þurft að selja framherjann Darren Bent - en aðeins ef rétt verð fæst fyrir hann.

Boa Morte til West Ham

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham gekk í dag frá kaupum á framherjanum Luis Boa Morte frá Fulham fyrir um 5 milljónir punda. Boa Morte er frá Portúgal og er 29 ára gamall. Hann hefur verið fyrirliði Fulham undanfarin ár, en er nú fyrsti maðurinn sem Alan Curbishley knattspyrnustjóri kaupir til West Ham.

Aftur vinnur Dallas 12 í röð

Dallas Mavericks vann í nótt sinn 12. leik í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti Indiana á heimavelli 100-91. Þetta er í annað sinn á leiktíðinni sem Dallas vinnur 12 leiki í röð, sem er einstakur árangur á aðeins tveimur mánuðum. Liðið sækir San Antonio heim í nótt klukkan 1 í beinni á Sýn.

KR og Njarðvík á toppnum

KR og Njarðvík sitja á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta eftir leiki kvöldsins. KR-ingar unnu góðan sigur á Snæfelli í Stykkishólmi 74-71, Njarðvík lagði ÍR syðra 100-85, Tindastóll lagði Hauka 79-75 og Hamar/Selfoss lagði granna sína í Þór 80-68 í Hveragerði.

Snæfell yfir í hálfleik

Snæfell hefur yfir 46-42 gegn KR í stórleik kvöldsins í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Heimamenn hafa verið skrefinu á undan í fyrri hálfleik en munirinn hefur þó aldrei verið mikill. Bein lýsing á leiknum er á heimasíðu KR-inga.

Kovalainen hræðist ekki Alonso

Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen sem leysir Fernando Alonso af hólmi hjá liði Renault í Formúlu 1, segist tilbúinn í að veita heimsmeistaranum góða keppni á næsta tímabili. Alonso keppir fyrir McLaren á næsta tímabili eftir að hafa unnið titil ökuþóra tvö ár í röð hjá Renault.

Brassar mæta Portúgölum

Knattspyrnusambandið í Brasilíu hefur nú upplýst að næsti leikur liðsins verði vináttuleikur gegn Portúgölum þann 6. febrúar næstkomandi. Talið er líklegt að leikurinn verði spilaður í London, en þessar frændþjóðir hafa ekki spilað leik síðan árið 2003 þegar Portúgalar höfðu betur 2-1.

Morgan í þriggja leikja bann

Chris Morgan, fyrirliði Sheffield United, var í dag dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að slá til Robin van Persie hjá Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni þann 30. desember sl. Þá var áfrýjun Charlton á brottvísun Osei Sankofa vísað frá, en hann fékk rautt spjald í leik gegn Arsenal á dögunum.

Framtíð Figo í uppnámi

Mikil óvissa ríkir nú um framtíð miðjumannsins Figo hjá Inter Milan, en stutt er síðan knattspyrnufélag í Saudi Arabíu fullyrti að það hefði náð samkomulagi við Inter um kaup á kappanum. Roberto Mancini þjálfari Inter segir hinn 34 ára gamla leikmann ekki vera á förum frá félaginu og bendir á að hann sé samningsbundinn Inter út árið.

Framtíð Mark Viduka óráðin

Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni, segist ekki ætla að setja neina pressu á ástralska framherjann Mark Viduka um að skrifa undir nýjan samning við félagið þó gamli samningurinn hans renni út í sumar.

Real Madrid búið að bjóða 40 milljónir evra í Ronaldo

Spænska dagblaðið ABC fullyrðir í dag að spænska stórveldið Real Madrid sé búið að bjóða Manchester United 40 milljónir evra í kantmanninn knáa Cristiano Ronaldo. Portúgalinn ungi er þó alls ekki til sölu hjá United og því er haldið fram að tilboðið yrði að byrja í 70 milljónum evra til að ná athygli enska félagsins.

Wright-Phillips á leið til West Ham?

Breska götublaðið The Sun fullyrðir í dag að aðeins eigi eftir að ganga frá formsatriðum í kaupum West Ham á vængmanninum Shaun Wright-Phillips frá Chelsea. Sagt er að kaupverðið sé 9,8 milljónir punda og að aðeins vanti blessun Jose Mourinho svo hægt sé að ganga frá viðskiptunum.

Pardew sleppur

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins tilkynnti í dag að knattspyrnustjórinn Alan Pardew yrði ekki sóttur frekar til saka vegna rimmu sinnar við Arsene Wenger stjóra Arsenal þann 5. nóvember. Wenger var sektaður um 10 þúsund pund fyrir þátt sinn í atvikinu, en Pardew sleppur.

Tomlinson bestur í NFL

LaDanian Tomlinson hjá San Diego Chargers var í dag valinn verðmætasti leikmaðurinn í NFL deildinni eftir ótrúlegt tímabil þar sem hann sló m.a. metið í snertimörkum með því að skora 31 slíkt. Það var nefnd íþróttafréttamanna sem stóð að valinu og hlaut Tomlinson 44 af 50 atkvæðum.

Risaslagur í Hólminum í kvöld

Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld þegar Snæfell tekur á móti KR í Stykkishólmi. Þá mætast grannarnir Hamar/Selfoss og Þór í Hveragerði, Njarðvík tekur á móti ÍR og Tindastóll mætir Haukum á Sauðárkróki. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15

Baráttan um Texas í beinni á Sýn annað kvöld

Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá Sýnar annað kvöld þegar San Antonio tekur á móti Dallas Mavericks í NBA deildinni. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir miðnætti, en þarna eru á ferðinni tvö af sterkustu liðum deildarinnar.

Le Guen hættur hjá Rangers

Paul Le Guen hefur látið af störfum sem þjálfari Rangers í Skotlandi, aðeins sjö mánuðum eftir að hann tók við, en enginn þjálfari hefur verið jafn stutt í starfi í sögu félagsins.

Sjá næstu 50 fréttir