Fleiri fréttir

McGrady refsar Dallas

Háloftafuglinn Tracy McGrady hjá Houston Rockets, er búinn að fara illa með lið Dallas í fyrstu tveimur leikjum liðanna og hefur verið maðurinn á bak við óvænta 2-0 forystu Rockets. Hann kórónaði niðurlæginguna með hrikalegri troðslu yfir hinn 230 cm háa miðherja Dallas, Shawn Bradley.

Er Totti á leið til Milan?

Silvio Berlusconi gaf í dag vísbendingu þess efnis að AC Milan muni reyna að kaupa Francesco Totti, en hann svaraði spurningum blaðamanna með pólitískum stíl, brosti út að eyrum og sagði: <em>,,Ég segi ekkert á þessari stundu."</em>

Jafnt í leikhléi á Stamford Bridge

Þegar gengið er til búningsherbergja í leik Chelsea og Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu er staðan jöfn, 0-0. Bæði lið hafa fengið færi til að skora, Frank Lampard fékk dauðafæri en skaut yfir og John Arne Riise skaut beint á Cech úr úrvaldsfæri hinum megin. Þá varði Cech frábærlega skalla frá Milan Baros.

Chelsea og Liverpool skyldu jöfn

Chelsea og Liverpool gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðana í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Bæði lið fengu færi á að skora mark í kvöld en nýttu ekki tækifærin sín. Eiður Smári lék allan leikinn fyrir Chelsea og átti ágætan fyrri hálfleik, en sást ekki mikið í þeim seinni.

Markalaust hjá Newcastle og Boro

Newcastle og Middlesbrough skyldu jöfn, 0-0, á St James Park í Newcastle í eina leik kvöldsins í ensku úrvaldsdeildinni. Kieron Dyer kom aftur í lið Newcastle eftir meiðsli og bann, en þurfti að fara af velli eftir aðeins rúman hálftíma leik.

Við getum komist komist í úrslit

Rafael Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool, telur lið sitt nú vera í bílstjórasætinu eftir 0-0 jafntefli gegn Chelsea í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Stamford Bridge í kvöld. Liðin munu mætast öðru sinni á Anfield á þriðjudaginn eftir viku, með sæti í úrslitaleiknum í húfi, og Benitez telur sína menn geta náð góðum úrslitum í þeim leik.

Íslendingar vilja út úr Stoke

"Það er ekki hægt annað en að líta á þessa fjárfestingu sem slæma þar sem hún hefur ekki gefið neinn arð. Þetta er lélegasta fjárfesting sem ég hef farið í síðustu tíu árin," sagði Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum og stjórnarformaður Stoke Holding, í samtali við Fréttablaðið í gær.

Lið ÍBV verður að stöðva Ramune

Lið Hauka í DHL-deild kvenna í handknattleik getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á ÍBV á Ásvöllum í kvöld. Fréttablaðið fékk Kára Garðarsson, þjálfara Gróttu/KR, til að spá í viðureign kvöldsins.

Dallas 0 - Houston 2

Lið Houston er svo sannarlega að toppa á réttum tíma. Í nótt sigruðu þeir Dallas Mavericks 113-111 á útivelli og eru komnir í afar vænlega stöðu í einvígi liðanna. Tvíeykið þeirra, sem samanstendur af þeim Tracy McGrady og Yao Ming, spilaði frábærlega í leiknum, en Dirk Nowitzki hefur ekki enn fundið fjölina sína hjá Dallas.

Boston 1 - Indiana 1

Vængbrotið lið Indiana Pacers hefur ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitakeppninni í ár og gamli refurinn Reggie Miller ætlar ekki að setjast í helgan stein án þess að berjast til síðasta manns. Eftir að hafa tapað mjög illa í fyrsta leiknum við Boston Celtics, tóku Pacers sig saman í andlitinu og sigruðu í öðrum leiknum í Boston, 82-79.

Button gæti misst 3. sætið

Breski ökuþórin Jenson Button gæti átt yfir höfði sér að missa stigin sem hann hlaut fyrir að hafna í þriðja sæti á Imola í keppni síðustu helgar í Formúlunni.

Óánægja með Ferrari

Ralph Schumacher, ökumaður Toyota, er aðeins einn margra sem hafa gagnrýnt lið Ferrari harðlega á síðustu dögum, vegna stífra æfinga liðsins sem brjóta í bága við heiðursmannasamkomulag sem gert var í formúlunni.

Renault óttast Ferrari

"Þeir verða bara betri og betri og þegar þeir eru farnir að aka hringina einni og hálfri til tveimur sekúndum hraðar, þarf ekki að eiga fleiri orð um það," sagði Pat Symonds, yfirmaður tæknimála hjá Renault, þegar hann var spurður út í aukna samkeppni frá ítalska liðinu.

Ekki kominn á síðasta söludag

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sagðist í viðtali við breska blaðið Sun, hvergi nærri vera útbrunninn sem þjálfari og kveðst eiga nóg eftir í tanknum.

Everton öruggir í Evrópu

Það bar ekki mikið á því, en í gærkvöldi gulltryggði lið Tottenham Hotspurs að Everton er á leið í Evrópukeppni í fyrsta skipti í áratug. Tap Tottenham fyrir Arsenal tryggði að Everton getur ekki endað neðar en í sjöunda sæti í deildinni, en liðið keppir auðvitað að sæti í Meistaradeildinni.

Kewell í hópnum hjá Liverpool

Ástralski miðjuleikmaðurinn Harry Kewell hjá Liverpool hefur gefið kost á sér í leikmannahóp Liverpool, sem mætir Chelsea annað kvöld í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Ágúst þjálfar kvennalið Vals

Ágúst Jóhannsson var síðdegis í gær ráðinn þjálfari kvennaliðs Vals í handknattleik, en hann tekur við starfinu af Guðríði Guðjónsdóttur sem sagt var upp á dögunum. Ágúst hefur síðastliðin þrjúr ár þjálfað Gróttu/KR. Hann er ekki ókunnugur í herbúðum Vals því hann þjálfaði kvennaliðið í þrjú ár og vann með liðinu bikarameistaratitilinn.

Markalaust hjá Brann og Tromsö

Einn leikur var í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Brann og Tromsö gerðu markalaust jafntefli. Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason voru báðir í byrjarunarliði Brann, en liðið er í sjötta sæti deildarinnar með fjögur stig að loknum þremur umferðum.

Djurgården og Örgryte skildu jöfn

Í sænsku úrvalsdeildinni í gær gerðu Djurgården og Örgryte jafntefli, 2-2. Kári Árnason kom inn á sem varamaður í liði Djurgården en Jóhann B. Guðmundsson var í byrjunarliðið Örgryte. Þá vann Helsingborg Elfsborg 3-0 og Kalmar lagði Håcken 2-0.

Lauren segist saklaus

Varnarmaðurinn Lauren hjá Arsenal gæti átt yfir höfði sér leikbann frá enska knattspyrnusambandinu, ef hann verður fundinn sekur um að hafa gefið Svíanum Erik Edman olnbogaskot í leik Tottenham og Arsenal í gær.

Grindvíkingar fá liðsstyrk

Þjóðverjinn Robert Niestroj leikur með Grindvíkingum í Landsbankadeildinni í knattspyrnu í sumar. Niestroj, sem er þrítugur miðjumaður, lék áður með Sachsen Leipzig sem leikur í fjórðu deild í Þýskalandi. Þar hefur hann leikið með Mathiasi Jack sem áður var í herbúðum Grindavíkur.

Gísli bestur hjá Frederica

Gísli Kristjánsson, fyrrverandi leikmaður Gróttu/KR í handknattleik, var um helgina valinn besti leikmaðurinn hjá danska félaginu Frederica. Gísli lék um helgina sinn síðasta leik með félaginu og skoraði fjögur mörk gegn Bjerringbro. Á næstu leiktíð leikur Gísli með Ajax sem tryggt hefur sér sæti í úrvalsdeildinni í Danmörku.

Desnica þjálfar KR-stúlkur

Bojan Desnica frá Serbíu og Svartfjallalandi hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs KR í körfuknattleik, en Desnica sem í vetur var aðstoðarþjálfari hjá karlaliði félagsins hefur undanfarin ár þjálfað yngri flokka KR.

Rooney horfir til framtíðar

Framherjinn ungi, Wayne Rooney hjá Manchester United, hefur varað lið Chelsea við að sínir menn verði sterkari á næsta ári og að þá muni þeir gera harðari atlögu að Englandsmeistaratitlinum.

Stam vill ekki vanmeta PSV

Hollensi varnarmaðurinn Jaap Stam hjá AC Milan segist þekkja vel til fyrrum félaga sinna í PSV Eindhoven og varar liðsmenn Mílanóliðsins við vanmati á löndum sínum í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í Mílanó í kvöld.

Liverpool-menn bjartsýnir

Rafael Benitez og forráðamenn Liverpool virðast nær öruggir um að liðið vinni Meistaradeildina í ár, ef marka má baráttu þeirra um þessar mundir fyrir því að liðið komist í keppnina að ári ef það vinnur hana í nú, þó svo að það hafni ekki í einu af fjóru efstu sætum ensku deildarinnar.

PSV ætla að koma á óvart

Gus Hiddink, þjálfari PSV Eindoven, segir sýna menn staðráðna í að koma á óvart í Meistaradeildinni í kvöld, þegar þeir sækja AC Milan heim.

Ancelotti sefur ekki

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan sagðist í gær ekki búast við því að sofa vel í nótt, vegna leiksins við PSV í undanúrslitum meistaradeildarinnar í kvöld og sagði að slíkt ætti eflaust eftir að henda kollega sinn hjá hollenska liðinu.

Liverpool mætir í Evrópugírnum

Mikil eftirvænting ríkir á Englandi fyrir viðureign ensku liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Chelsea er af flestum talið mun sigurstranglegra liðið, ekki síst þegar horft er til þess að Lundúnaliðið hefur unnið alla þrjá leiki liðanna í vetur.

Fylkir safnar liði í handboltanum

Það er mikið líf í Árbænum þessa dagana enda ætlar Fylkir að tefla fram meistaraflokki karla á næstu leiktíð. Gamla stórskyttan Sigurður Valur Sveinsson hefur verið ráðinn sem þjálfari hjá félaginu og Fylkir er í leikmannasmölun þessa dagana. Fjölmargir leikmenn hafa verið orðaðir við félagið á síðustu dögum en ekkert fengist staðfest.

Haukakonur komnar í 2-0 gegn ÍBV

Haukakonur vantar aðeins einn sigur til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna eftir 24-25 sigur á ÍBV í öðrum leik liðanna sem fram fór í Eyjum í kvöld. Alla Gokorian var nærri því búin að tryggja ÍBV framlengingu en jöfnunarmark hennar kom aðeins of seint.

Miami 1 - New Jersey 0

Miami Heat átti náðugan dag í fyrstu viðureign sinni við New Jersey Nets á sunnudagskvöldið og endurkoma Richard Jefferson náði ekki að kveikja í daufu liði gestanna, sem þurftu að sætta sig við 116-98 tap.

Chicago 1 - Washington 0

Körfuboltinn í Chicago er orðinn spennandi aftur, eftir að hafa verið í mikilli lægð í sjö ár. Ungt og frískt lið Chicago Bulls minnti hressilega á sig í gær með glæsilegum 103-94 sigri á Washington Wizards á sunnudagskvöld í frábærum körfuboltaleik.

Phoenix 1 - Memphis 0

Stormsveit Phoenix Suns hefur oft leikið betur en á sunnudagskvöld þegar liðið mætti Memphis Grizzlies í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni. Það kom ekki að sök, því Suns unnu auðveldan 114-103 sigur og hafa náð 1-0 forystur í einvíginu.

San Antonio 0 - Denver 1

Óvæntustu úrslit fyrstu umferðar úrslitakeppninnar litu dagsins ljós á sunnudagskvöldið þegar hið eldheita lið Denver Nuggets, gerði sér lítið fyrir og skellti meistaraefnunum í San Antonio Spurs, 93-87 í fyrsta leik liðanna í San Antonio.

Terry leikmaður ársins

John Terry, varnarmaður Chelsea, hefur verið útnefndur leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en það er enska knattspyrnusambandið sem stendur að valinu.

Snorri góður gegn Wilhelmshavener

Grosswallstadt sigraði Wilhelmshavener 22-21 á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í liði Grosswallstadt með átta mörk og Einar Hólmgeirsson skoraði fjögur. Gylfi Gylfason skoraði fjögur mörk fyrir Wilhelmshavener.

Dagur með tvö mörk gegn Linz

Dagur Sigurðsson skoraði tvö mörk þegar Bregenz frá Austurríki sigraði Linz 29-23 í úrslitakeppni austurrísku úrvalsdeildarinnar í handknattleik, en Bregenz er í þriðja sæti deildarinnar og hefur þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum um meistaratitilinn.

Singh sigraði aftur í Houston

Vijay Singh, kylfingurinn snjalli frá Fídjieyjum, sigraði á Opna Houston-mótinu í golfi annað árið í röð, en hann lagði Bandaríkjamanninn John Daly í bráðabana. Þeir voru jafnir að loknum 72 holum á 13 höggum undir pari.

Desnica ráðinn þjálfari KR

 Körfuknattleiksdeild KR hefur ráðið Bojan Desnica sem þjálfara meistaraflokks kvenna næstu tvö árin.

Renault hræðist Ferrari

Lið Renault í Formúlu 1 kappakstrinum óttast nýja bifreið Ferrariliðsins eftir kappaksturinn í San Marino sem fram fór í gær.

Brown ekki á leið til Cavaliers

Joe Dumars, forseti Detroit Pistons í NBA-körfuboltanum, bauð fréttamönnum upp á hnitmiðað svar þegar hann var spurður hvort Dan Gilbert, eigandi Cleveland Cavaliers hefði rætt við þjálfarann Larry Brown um að taka við framkvæmdastjórastöðu liðsins.

Sjá næstu 50 fréttir