Sport

Button gæti misst 3. sætið

Breski ökuþórin Jenson Button gæti átt yfir höfði sér að missa stigin sem hann hlaut fyrir að hafna í þriðja sæti á Imola í keppni síðustu helgar í Formúlunni. Eftir keppnina gerðu starfsmenn á brautinni athugasemd við þyngd bílsins, en hann var nokkrum kílóum undir leyfilegri þyngd. Forráðamenn í formúlunni hafa hinsvegar krafist þess að ekkert verði aðhafst í málinu og vilja meina að ekkert hafi verið athugavert við þyngd bílsins eftir keppnina. Málið er allt hið furðulegasta, en þann 4. maí .n.k. verður réttað í málinu og ljóst að lið BAR verður að krossleggja fingur sína fram að þeim tíma, því ekki mega þeir við að misssa af stigunum sem þeir hlutu fyrir sætið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×