Sport

Renault óttast Ferrari

"Þeir verða bara betri og betri og þegar þeir eru farnir að aka hringina einni og hálfri til tveimur sekúndum hraðar, þarf ekki að eiga fleiri orð um það," sagði Pat Symonds, yfirmaður tæknimála hjá Renault, þegar hann var spurður út í aukna samkeppni frá ítalska liðinu. Michael Schumacher á Ferrari sýndi á sér sparihliðarnar um helgina, þegar hann át upp hvern bílinn á fætur öðrum í kappakstrinum á Imola, þar sem hann hafnaði að lokum í öðru sæti. "Við erum með góða forystu í stigakeppninni, en því er ekki að neita að við erum smeykir við þennan mikla skrið sem er á Ferrari um þessar mundir og við verðum að hafa okkur alla við," sagði meistaraefnið unga, Fernando Alonso, sem sigraði um helgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×