Sport

Óánægja með Ferrari

Ralph Schumacher, ökumaður Toyota, er aðeins einn margra sem hafa gagnrýnt lið Ferrari harðlega á síðustu dögum, vegna stífra æfinga liðsins sem brjóta í bága við heiðursmannasamkomulag sem gert var í formúlunni. Samkomulag þetta gengur út á að liðin hafa samþykkt að takmarka verulega æfingaakstur utan keppna, til að draga úr kostnaði við þáttöku í mótinu, en mikið hefur verið gert til að reyna að jafna möguleika stóru liðanna og hinna minni í ár. Ferrari var á sínum tíma eina liðið sem neitaði að skrifa undir þetta samkomulag og bera því við að þeir aki á öðrum hjólbörðum en hin liðin og þurfi því auka tíma í æfingaakstrinum. Liðið á mjög fullkomna æfingaaðstöðu og hefur keyrt grimmt að undanförnu, en það hefur orðið til þess að margir af andstæðingum liðsins hafa kvartað mikið yfir því í fjölmiðlum. "Ég er feginn að Ferrari sigraði ekki um helgina. Ef þeir hefðu sigrað, eftir að nota allann þennan auka tíma til æfinga sem brýtur í bága við samkomulagið, hefði sigurinn verið innantómur og ósanngjarn," sagði Nick Fry, yfirmaður BAR Honda-liðsins. "Við höfum fullan áhuga á að tryggja framtíð formúlunnar, en það hefur Ferrari greinilega ekki. Allir lúta þessu samkomulagi nema þeir og það er ósanngjarnt," sagði Ralf Schumacher, sem er greinilega hundfúll og hörundssár út í lið bróður síns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×