Liverpool mætir í Evrópugírnum 26. apríl 2005 00:01 Mikil eftirvænting ríkir á Englandi fyrir viðureign ensku liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Chelsea er af flestum talið mun sigurstranglegra liðið, ekki síst þegar horft er til þess að Lundúnaliðið hefur unnið alla þrjá leiki liðanna í vetur. Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir sína menn þó hvergi smeyka og segir þá munu mæta til leiks í Evrópugírnum, enda hefur liðið leikið mun betur í Meistaradeildinni en í deildakeppninni á Englandi. Nýtt mót Góðar fregnir hafa borist úr herbúðum Liverpool á síðustu dögum og nú er ljóst að liðið mætir til leiks með þá Milan Baros, Harry Kewell, Xabi Alonso og Luis Garcia í leikmannahópnum, en þeir voru allir taldir tæpir í leikinn vegna meiðsla. "Okkur hefur gengið illa í síðustu leikjum í deildinni en Meistaradeildin er nýtt mót og þar skipta fyrri leikir engu máli. Þess vegna erum við ekki að hengja haus yfir því að við höfum tapað fyrir Chelsea í vetur, því þegar leikið er með útsláttarfyrirkomulagi eins og í Meistaradeildinni getur allt gerst. Mínir menn eru fullir sjálfstrausts eftir góðan sigur á Juventus og við ætlum okkur stóra hluti í keppninni," sagði Benitez. Virðir Benitez Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hafði vonast til að lið sitt næði að tryggja sér enska meistaratitilinn áður en það mætti Liverpool í Meistaradeildinni, en honum varð ekki að ósk sinni. Hann sýndi hins vegar á sér nýja hlið þegar hann var spurður út í framhaldið í keppninni. "Ef svo færi að við dyttum út myndi það gleðja mig ef Benitez og hans menn sigruðu í keppninni. Ég virði Benitez og hef átt gott samband við hann," sagði Mourinho. John Terry, fyrirliði Chelsea, á von á erfiðum leik í kvöld. "Liverpool er gott lið með frábæra leikmenn innanborðs. Liverpool-menn hafa líka síðari leikinn á heimavelli, sem er gott fyrir þá því þar hafa þeir áhorfendur sína sem sinn tólfta mann. Vörn þeirra er líka sterk, en við höfum verið að skora mikið upp á síðkastið og því hef ég engar áhyggjur af þessum leik," sagði Terry, nýkjörinn leikmaður ársins á Englandi. baldur@frettabladid.is Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
Mikil eftirvænting ríkir á Englandi fyrir viðureign ensku liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Chelsea er af flestum talið mun sigurstranglegra liðið, ekki síst þegar horft er til þess að Lundúnaliðið hefur unnið alla þrjá leiki liðanna í vetur. Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir sína menn þó hvergi smeyka og segir þá munu mæta til leiks í Evrópugírnum, enda hefur liðið leikið mun betur í Meistaradeildinni en í deildakeppninni á Englandi. Nýtt mót Góðar fregnir hafa borist úr herbúðum Liverpool á síðustu dögum og nú er ljóst að liðið mætir til leiks með þá Milan Baros, Harry Kewell, Xabi Alonso og Luis Garcia í leikmannahópnum, en þeir voru allir taldir tæpir í leikinn vegna meiðsla. "Okkur hefur gengið illa í síðustu leikjum í deildinni en Meistaradeildin er nýtt mót og þar skipta fyrri leikir engu máli. Þess vegna erum við ekki að hengja haus yfir því að við höfum tapað fyrir Chelsea í vetur, því þegar leikið er með útsláttarfyrirkomulagi eins og í Meistaradeildinni getur allt gerst. Mínir menn eru fullir sjálfstrausts eftir góðan sigur á Juventus og við ætlum okkur stóra hluti í keppninni," sagði Benitez. Virðir Benitez Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hafði vonast til að lið sitt næði að tryggja sér enska meistaratitilinn áður en það mætti Liverpool í Meistaradeildinni, en honum varð ekki að ósk sinni. Hann sýndi hins vegar á sér nýja hlið þegar hann var spurður út í framhaldið í keppninni. "Ef svo færi að við dyttum út myndi það gleðja mig ef Benitez og hans menn sigruðu í keppninni. Ég virði Benitez og hef átt gott samband við hann," sagði Mourinho. John Terry, fyrirliði Chelsea, á von á erfiðum leik í kvöld. "Liverpool er gott lið með frábæra leikmenn innanborðs. Liverpool-menn hafa líka síðari leikinn á heimavelli, sem er gott fyrir þá því þar hafa þeir áhorfendur sína sem sinn tólfta mann. Vörn þeirra er líka sterk, en við höfum verið að skora mikið upp á síðkastið og því hef ég engar áhyggjur af þessum leik," sagði Terry, nýkjörinn leikmaður ársins á Englandi. baldur@frettabladid.is
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira