Sport

Everton öruggir í Evrópu

Það bar ekki mikið á því, en í gærkvöldi gulltryggði lið Tottenham Hotspurs að Everton er á leið í Evrópukeppni í fyrsta skipti í áratug. Tap Tottenham fyrir Arsenal tryggði að Everton getur ekki endað neðar en í sjöunda sæti í deildinni, en liðið keppir auðvitað að sæti í Meistaradeildinni. David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, átti einmitt afmæli í gær og sagði fréttirnar góða afmælisgjöf. "Leikmennirnir hafa lagt sig alla fram og við höfum átt frábæra leiktíð. Hún er hinsvegar ekki búin og við getum endað tímabilið á enn jákvæðari hátt," sagði Moyes. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×