Boston 1 - Indiana 1 26. apríl 2005 00:01 Vængbrotið lið Indiana Pacers hefur ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitakeppninni í ár og gamli refurinn Reggie Miller ætlar ekki að setjast í helgan stein án þess að berjast til síðasta manns. Eftir að hafa tapað mjög illa í fyrsta leiknum við Boston Celtics, tóku Pacers sig saman í andlitinu og sigruðu í öðrum leiknum í Boston, 82-79. Margir voru á því að Boston ætti auðvelt verkefni fyrir höndum í fyrstu umferðinni, eftir að þeir völtuðu yfir lið Indiana í fyrsta leik liðanna um helgina, en eins og oft vill verða í úrslitakeppninni, eru lið sem tapa illa erfið viðureignar í næsta leik á eftir. Sú varð raunin í gær, þegar lið Indiana náði að vinna sigur á lokasekúndum æsispennandi leiks, þar sem þeir höfðu verið undir lengst af. Það var einmitt hin fertuga hetja þeirra, Reggie Miller, sem skoraði sigurkörfuna um hálfri mínútu fyrir leikslok, eftir að Indiana hafði haldið heimamönnum í aðeins 10 stigum í síðasta leikhlutanum. Miller var stigahæstur í liði Indiana með 28 stig og nú eru Pacers komnir með heimavallarréttinn í einvíginu og næstu tveir leikir fara fram á þeirra heimavelli. Paul Pierce var atkvæðamestur í liði Boston með 33 stig, en náði ekki að jafna leikinn á lokasekúndunum og sigur Indiana var í höfn. "Ég er ekkert að hugsa um að þetta séu mínir síðustu leikir og eyði ekki tímanum í slíkar hugrenningar. Ég er fyrst og fremst að reyna að hjálpa liðinu okkar að vinna seríu í úrslitakeppninni," sagði Reggie Miller eftir leikinn, en lið Indiana hefur verið í miklum vandræðum í allan vetur vegna leikbanna og meiðsla lykilmanna liðsins. "Við vissum að þeir kæmu til leiksins eins og grenjandi ljón og Reggie var mjög drjúgur fyrir þá. Við vorum ekki nógu ákveðnir í sóknarleiknum í kvöld og hefðum þurft að leika eins og við lékum í fyrsta leiknum," sagði Paul Pierce hjá Boston. "Fólk er búið að vera spyrja mig undanfarna daga hvort þetta lið eigi einhverja varaorku eftir á tanknum, eftir allt mótlætið í vetur, en ég svara því alltaf þannig að þetta lið mun ekki láta slá sig út svo auðveldlega," sagði hinn snjalli þjálfari Indiana, Rick Carlisle. Atkvæðamestir hjá Boston:Paul Pierce 33 stig (7 fráköst), Antoine Walker 19 stig (7 fráköst), Ricky Davis 6 stig (6 fráköst), Tony Allen 6 stig.Atkvæðamestir í liði Indiana:Reggie Miller 28 stig, Stephen Jackson 20 stig (6 fráköst), Jermaine O´Neal 19 stig (6 fráköst), Anthony Johnson 9 stig (7 frák, 7 stoðs), Dale Davis 6 stig. NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Sjá meira
Vængbrotið lið Indiana Pacers hefur ekki sagt sitt síðasta orð í úrslitakeppninni í ár og gamli refurinn Reggie Miller ætlar ekki að setjast í helgan stein án þess að berjast til síðasta manns. Eftir að hafa tapað mjög illa í fyrsta leiknum við Boston Celtics, tóku Pacers sig saman í andlitinu og sigruðu í öðrum leiknum í Boston, 82-79. Margir voru á því að Boston ætti auðvelt verkefni fyrir höndum í fyrstu umferðinni, eftir að þeir völtuðu yfir lið Indiana í fyrsta leik liðanna um helgina, en eins og oft vill verða í úrslitakeppninni, eru lið sem tapa illa erfið viðureignar í næsta leik á eftir. Sú varð raunin í gær, þegar lið Indiana náði að vinna sigur á lokasekúndum æsispennandi leiks, þar sem þeir höfðu verið undir lengst af. Það var einmitt hin fertuga hetja þeirra, Reggie Miller, sem skoraði sigurkörfuna um hálfri mínútu fyrir leikslok, eftir að Indiana hafði haldið heimamönnum í aðeins 10 stigum í síðasta leikhlutanum. Miller var stigahæstur í liði Indiana með 28 stig og nú eru Pacers komnir með heimavallarréttinn í einvíginu og næstu tveir leikir fara fram á þeirra heimavelli. Paul Pierce var atkvæðamestur í liði Boston með 33 stig, en náði ekki að jafna leikinn á lokasekúndunum og sigur Indiana var í höfn. "Ég er ekkert að hugsa um að þetta séu mínir síðustu leikir og eyði ekki tímanum í slíkar hugrenningar. Ég er fyrst og fremst að reyna að hjálpa liðinu okkar að vinna seríu í úrslitakeppninni," sagði Reggie Miller eftir leikinn, en lið Indiana hefur verið í miklum vandræðum í allan vetur vegna leikbanna og meiðsla lykilmanna liðsins. "Við vissum að þeir kæmu til leiksins eins og grenjandi ljón og Reggie var mjög drjúgur fyrir þá. Við vorum ekki nógu ákveðnir í sóknarleiknum í kvöld og hefðum þurft að leika eins og við lékum í fyrsta leiknum," sagði Paul Pierce hjá Boston. "Fólk er búið að vera spyrja mig undanfarna daga hvort þetta lið eigi einhverja varaorku eftir á tanknum, eftir allt mótlætið í vetur, en ég svara því alltaf þannig að þetta lið mun ekki láta slá sig út svo auðveldlega," sagði hinn snjalli þjálfari Indiana, Rick Carlisle. Atkvæðamestir hjá Boston:Paul Pierce 33 stig (7 fráköst), Antoine Walker 19 stig (7 fráköst), Ricky Davis 6 stig (6 fráköst), Tony Allen 6 stig.Atkvæðamestir í liði Indiana:Reggie Miller 28 stig, Stephen Jackson 20 stig (6 fráköst), Jermaine O´Neal 19 stig (6 fráköst), Anthony Johnson 9 stig (7 frák, 7 stoðs), Dale Davis 6 stig.
NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Sjá meira