Sport

Lauren segist saklaus

Varnarmaðurinn Lauren hjá Arsenal gæti átt yfir höfði sér leikbann frá enska knattspyrnusambandinu, ef hann verður fundinn sekur um að hafa gefið Svíanum Erik Edman olnbogaskot í leik Tottenham og Arsenal í gær. Lauren sveiflaði olnboganum í háls Edman þegar þeir fóru báðir upp í skallaeinvígi í leiknum, en vill meina að það hafi verið óviljandi. "Ég var bara að reyna að ná til boltans, rétt eins og hann. Það var aldrei ætlunin að meiða hann, en svona lagað gerist í hverjum einasta leik í deildinni," sagði Lauren.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×