Fylkir safnar liði í handboltanum 26. apríl 2005 00:01 Það er mikið líf í Árbænum þessa dagana enda ætlar Fylkir að tefla fram meistaraflokki karla á næstu leiktíð. Gamla stórskyttan Sigurður Valur Sveinsson hefur verið ráðinn sem þjálfari hjá félaginu og Fylkir er í leikmannasmölun þessa dagana. Fjölmargir leikmenn hafa verið orðaðir við félagið á síðustu dögum en ekkert fengist staðfest. Fréttablaðið hefur traustar heimildir fyrir því að fimm leikmenn hafi hug á að semja við Fylki og að þeir muni semja við félagið á næstu dögum. Leikmennirnir sem um ræðir eru Heimir Örn Árnason, Hlynur Jóhannesson, Ingólfur Axelsson, Guðlaugur Arnarsson og Arnar Þór Sæþórsson. Heimir og Hlynur koma frá Val en hinir þrír léku allir með Fram síðasta vetur. Nafn Valsarans Baldvins Þorsteinssonar hefur einnig verið nefnt í þessu sambandi en samkvæmt sömu heimildum gæti vel farið svo að hann gangi einnig í raðir Fylkis. Heimir Örn tilkynnti Valsmönnum í gær að hann væri hættur hjá félaginu og þegar Fréttablaðið spurði hann að því hvort hann væri á leið í Fylki var svarið einfalt: "No comment." "Það hafa leikmenn lýst yfir áhuga á að spila með okkur en við höfum ekki samið við neinn leikmann enn sem komið er," sagði Sigurður Jensson, formaður handknattleiksdeildar Fylkis, sem fagnaði því að leikmenn sýndu áhuga á að koma til félagsins. Hann segir Fylkismenn ekki ætla að vera neina farþega í deildinni næsta vetur. "Það standa allir jafnfætis næsta vetur og nú er rétti tíminn til þess að taka þátt. Fylkishverfið fer sístækkandi og það ætti að vera grundvöllur fyrir því að reka öflugt handboltastarf hjá Fylki á komandi árum." Það er ekki ódýrt að byggja meistaraflokk frá grunni en Sigurður segir að fjárhagslegar aðstæður séu í góðu lagi. "Við erum komnir með góða bakhjarla sem eru bæði einstaklingar og fyrirtæki og vonandi slást fleiri í slaginn með okkur. Viðhorfið gagnvart handboltastarfi í Árbænum er mjög jákvætt," sagði Sigurður. Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Pep skammast sín og biðst afsökunar Kúrekarnir skutu Ernina niður Doncic áfram óstöðvandi og setti met María aftur heim til Klepp Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Sjá meira
Það er mikið líf í Árbænum þessa dagana enda ætlar Fylkir að tefla fram meistaraflokki karla á næstu leiktíð. Gamla stórskyttan Sigurður Valur Sveinsson hefur verið ráðinn sem þjálfari hjá félaginu og Fylkir er í leikmannasmölun þessa dagana. Fjölmargir leikmenn hafa verið orðaðir við félagið á síðustu dögum en ekkert fengist staðfest. Fréttablaðið hefur traustar heimildir fyrir því að fimm leikmenn hafi hug á að semja við Fylki og að þeir muni semja við félagið á næstu dögum. Leikmennirnir sem um ræðir eru Heimir Örn Árnason, Hlynur Jóhannesson, Ingólfur Axelsson, Guðlaugur Arnarsson og Arnar Þór Sæþórsson. Heimir og Hlynur koma frá Val en hinir þrír léku allir með Fram síðasta vetur. Nafn Valsarans Baldvins Þorsteinssonar hefur einnig verið nefnt í þessu sambandi en samkvæmt sömu heimildum gæti vel farið svo að hann gangi einnig í raðir Fylkis. Heimir Örn tilkynnti Valsmönnum í gær að hann væri hættur hjá félaginu og þegar Fréttablaðið spurði hann að því hvort hann væri á leið í Fylki var svarið einfalt: "No comment." "Það hafa leikmenn lýst yfir áhuga á að spila með okkur en við höfum ekki samið við neinn leikmann enn sem komið er," sagði Sigurður Jensson, formaður handknattleiksdeildar Fylkis, sem fagnaði því að leikmenn sýndu áhuga á að koma til félagsins. Hann segir Fylkismenn ekki ætla að vera neina farþega í deildinni næsta vetur. "Það standa allir jafnfætis næsta vetur og nú er rétti tíminn til þess að taka þátt. Fylkishverfið fer sístækkandi og það ætti að vera grundvöllur fyrir því að reka öflugt handboltastarf hjá Fylki á komandi árum." Það er ekki ódýrt að byggja meistaraflokk frá grunni en Sigurður segir að fjárhagslegar aðstæður séu í góðu lagi. "Við erum komnir með góða bakhjarla sem eru bæði einstaklingar og fyrirtæki og vonandi slást fleiri í slaginn með okkur. Viðhorfið gagnvart handboltastarfi í Árbænum er mjög jákvætt," sagði Sigurður.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Pep skammast sín og biðst afsökunar Kúrekarnir skutu Ernina niður Doncic áfram óstöðvandi og setti met María aftur heim til Klepp Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Sjá meira