Sport

Alberto Gilardino til Real Madrid?

Mörg lið renna hýru auga til knattspyrnumannsins Alberto Gilardino sem leikur með Parma á Ítalíu. AC Milan er þar ofarlega á blaði en nýlega fór af stað orðrómur um að spænska stórliðið Real Madrid væri á höttunum eftir Gilardino. Alberto Gilardino er aðeines 22 ára að aldri og vann sér inn sæti í ítalska landsliðshópnum í mars. Samkvæmt fréttum frá Spáni er stjórn Real Madrid afar hrifin af kappanum og tilbúin að borga 20 milljónir punda fyrir hann. "Ef ég á að segja skilið við Parma og fara eitthvað annað þá verður liðið sem ég fer til að vera feikilega stórt," sagði Gilardino.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×