Sport

Jermaine Pennant til Birmingham

Birmingham landaði þriggja ára samningi við Jermaine Pennant en lék áður hjá Arsenal. Kaupverðið hljóðaði upp á 3 milljónir punda. Pennant sat í fangelsi í þrjá mánuði fyrir ölvunarakstur fyrr í vetur og setti það stórt strik í reikninginn hjá honum á tímabilinu. Steve Bruce, knattspyrnustjóri Birmingham, var í skýjunum með kaupin og sagði Jermaine hafa allt sem þarf til að vera öflugur knattspyrnumaður. "Það sem brást var lífstíllinn hans en ef hann kippir honum í liðinn þá er þetta toppleikmaður. Við vonumst til að geta stutt við bakið á honum og teljum okkur heppna að hafa hann í okkar liði," sagði Bruce.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×