Sport

Ekki kominn á síðasta söludag

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sagðist í viðtali við breska blaðið Sun, hvergi nærri vera útbrunninn sem þjálfari og kveðst eiga nóg eftir í tanknum. Ferguson hefur verið gagnrýndur nokkuð á þessari leiktíð, en það er nokkuð sem hann á að venjast þegar ekki gengur vel hjá United, þar sem kröfurnar eru háar. "Ég tel mig ekki vera kominn yfir síðasta söludag í þessu og ég mun halda áfram að þjálfa," sagði Ferguson. Þegar hann var spurður út í vandræði United á leiktíðinni, var hann með allt á hreinu. "Það sem hefur verið að plaga okkur í vetur er að við höfum ekki verið að klára færin okkar og það hefur kostað okkur ógrynni stiga gegn neðri liðunum í deildinni," sagði Ferguson. "Ég er gagnrýndur fyrir að leika með einn framherja, en lausnin við því er ekki bara að hrúga leikmönnum í framlínuna. Þetta vandamál er ekki beint taktískt og það verður ekki útskýrt þannig heldur," sagði sá gamli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×