Fleiri fréttir Gerrard til Chelsea? Sögur herma að Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, verði seldur til Chelsea í sumar. Gerrard hefur reyndar hlotið neikvæða umfjöllun í enskum fjölmiðlum upp á síðkastið vegna óvissu um framtíð hans hjá félaginu. 21.3.2005 00:01 Real minnkaði forskotið Real Madrid minnkaði forskot Barcelona niður í ellefu stig í spænsku úrvalsdeildinni eftir sigur á Malaga, 1-0. Roberto Carlos skoraði sigurmarkið. Þá endurheimti AC Milan efsta sætið á Ítalíu eftir 2-0 útisigur á Roma. 21.3.2005 00:01 Stórleikur í Seljaskóla Gríðarleg stemning er að myndast í Seljaskóla í Breiðholti þar sem önnur viðureign ÍR og Keflavíkur er að hefjast í undanúrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik hefst nú kl. 19.15. ÍR vann fyrsta leikinn sem fram fór á heimavelli Keflvíkinga á laugardaginn, 88-80. 5 ár eru síðan lið utan Suðurnesja vann Íslandsmeistaratitilinn en það var vorið 2000 þegar KR-ingar hömpuðu titlinum. 21.3.2005 00:01 Íslenska landsliðið reynslumeira Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er reynslumeira en það króatíska en liðin mætast í undankeppni HM næstkomandi laugardag. Þegar litið er til heildarleikjafjölda 18 manna hópa liðanna sést að leikmenn Íslands eiga samtals 421 leik að baki eða 14,5 leiki að meðaltali á leikmann. 21.3.2005 00:01 Var að missa stjórn á leikmönnum Paul Silas var í dag rekinn sem þjálfari bandaríska NBA körfuboltaliðsins Cleveland Cavaliers eins og við greindum frá fyrr í dag. Silas var sagður njóta minnkandi virðingar leikmanna liðsins en honum hefur lent illilega upp á kant við nokkra leikmenn liðsins að undanförnu, þeirra á meðal Eric Snow og Jeff McInnis. 21.3.2005 00:01 Keflavík að valta yfir ÍR Keflavík er að valta yfir ÍR í öðrum leik liðanna í undanrúslitaeinvígi Intersportdeildarinnar í körfuknattleik en staðan í hálfleik er 52-28 fyrir Keflavík. Leikurinn hófst kl. 19.15. ÍR vann fyrsta leikinn sem fram fór á heimavelli Keflvíkinga á laugardaginn, 88-80, en liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit gegn Snæfelli eða Fjölni. 21.3.2005 00:01 Ívar í byrjunarliði Reading Ívar Ingimarsson er að vanda í byrjunarliði Reading sem nú leikur á útivelli gegn Brighton í ensku Championship deildinni í knattspyrnu og er staðan 0-0 í hálfleik. Reading er í 7. sæti deildarinnar með 57 stig og í hörkubaráttu um að komast í umspil um laust sæti í úrvalsdeild. 21.3.2005 00:01 Króati hjá Þrótti Hjá liði Þróttar í knattspyrnu er um þessar mundir staddur stór og líkamlega sterkur framherji frá Króatíu sem forráðamenn liðsins binda vonir um að geti leikið með liðinu í Landsbankadeildinni í sumar. 21.3.2005 00:01 Svona gerir maður ekki Alan Stubbs, varnarmaður Everton, segir að tæklingin sem að hann varð fyrir frá Milan Baros hjá Liverpool í viðureign liðanna á sunnudag hefði getað bundið enda á feril sinn. 21.3.2005 00:01 Brynjar og Pavliouk best Brynjar Pétursson úr HK og Anna Pavliouk úr Þrótti Reykjavík voru valin bestu leikmenn fyrstu deildarinnar í blaki á lokahófi Blaksambands Íslands sem fram fór um helgina. 21.3.2005 00:01 28 handteknir á Englandi í dag 28 enskir fótboltaáhorfendur voru handteknir í dag í aðgerð lögreglunnar vegna gruns um ofbeldisfulla hegðun á leik Englands og Wales fyrir 5 mánuðum. Handtökurnar koma í kjölfar rannsóknar á ólátum sem blossuðu upp á leik þjóðanna í undankeppni HM2006 sem fram fór á Old Trafford 9. október sl. en 33 manns voru handteknir eftir leikinn vegna óláta. 21.3.2005 00:01 Oddaleikir annað kvöld Það er mikil spenna í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta en báðar undanúrslitaviðureignirnar fóru í oddaleiki sem fara fram báðir á miðvikudagskvöldið. 21.3.2005 00:01 Keflavík fór létt með ÍR Keflvíkingar tóku sig aldeilis saman í andlitinu og jöfnuðu einvígið, 1-1, gegn ÍR í kvöld þegar þeir völtuðu yfir Breiðhyltinga í Seljaskóla, 72-97, í öðrum leik liðanna í undanrúslitaeinvígi Intersportdeildarinnar í körfuknattleik. Staðan í hálfleik var 52-28 fyrir Keflavík. 21.3.2005 00:01 Stjarnan lagði ÍH Einn leikur fór fram í riðli 1 í neðri deild í deildarbikarkepni karla í kvöld. Stjarnan úr Garðabæ tyllti sér á topp riðilsins með sigri á nágrönnum sínum í ÍH úr Hafnarfirði, 2-1. Leikið var á nýja gervigrasvelli Stjörnunnar. Sigurður Brynjarsson og Ólafur Gunnarsson skoruðu mörk Stjörnunnar en Gunnar Bjarnason fyrir ÍH. 21.3.2005 00:01 Alsonso sigraði aftur Spánverjinn Fernando Alonso sigraði í Malasíukappakstrinum í morgun og hefur hann þá unnið bæði Formúlumótin á árinu. Alonso kom fyrstur í mark á Renault-bíl sínum og varð 24,3 sekúndum á undan Ítalanum Jarno Trulli á Toyota. Þjóðverjinn Nick Heidfield á Williams-bíl varð þriðji. 20.3.2005 00:01 Casey sigraði á TLC-mótinu Englendingurinn Paul Casey sigraði Írann Paul McGinley í bráðabana á TCL-mótinu í golfi í Kína í morgun. Báðir léku á 266 höggum en Casey hafði sigur á annarri holu í umspilinu. Daninn Thomas Björn varð í þriðja sæti ásamt Taílendingnum Plaphol og Kóreumanninum Kang. Skotinn Colin Montgommerrie hafnaði í 6. sæti, tveimur höggum á eftir þeim Casey og McGinley. 20.3.2005 00:01 Kenny Perry með forystu á Bay Hill Bandaríkjamaðurinn Kenny Perry hefur forystu á Bay Hill mótinu í golfi. Perry er á 9 höggum undir pari, Stephen Ames er á 8 undir pari og Vijay Singh og K.J. Choi eru á 7 undir pari. Ekki tókst að ljúka þriðju umferðinni í gær. Sigurvegari á Bay Hill mótinu undanfarin ár, Tiger Woods, er í 37. sæti á pari eftir 13 holur á þriðja degi. 20.3.2005 00:01 Kristjana og Viktor sigruðu Kristjana Sæunn Ólafsdóttir og Viktor Kristmannsson úr Gerplu í Kópavogi urðu í gær Íslandsmeistarar í fjölþraut í fimleikum. Sif Pálsdóttir, Gróttu, og Anton Heiðar Þórólfsson úr Ármanni urðu í öðru sæti og Harpa Snædís Hauksdóttir, Gróttu, og Gunnar Sigurðsson, Ármanni, urðu í þriðja sæti. 20.3.2005 00:01 Haukar burstuðu BÍ Haukar úr Hafnafirði burstuðu BÍ frá ÍSafirði í þriðja riðli B-deildar í Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu. Hilmar Emilsson og Betim Haxhiasoini komu Haukum í 4-0 fyrir leikhlé með tveimur mörkum hvor. Haukar skoruðu síðan þrjú mörk á þriggja mínútna kafla í síðari hálfleik. 20.3.2005 00:01 Jakob bætti metið í 100 m bringu Jakob Jóhann Sveinsson bætti eigið Íslandsmet í 100 metra bringusundi um 14 hundraðshluta úr sekúndu í Laugardalslaug í gær þegar hann synti á 1:02,83. Sveit Ægis stórbætti Íslandsmetið í 4x100 metra skriðsundi, synti á 4:30,70. 20.3.2005 00:01 Einar Örn í ham gegn Post Schwerin Einar Örn Jónsson skoraði átta mörk þegar Wallau Massenheim vann Post Schwerin 39-31 í þýska handboltanum í gær. Alexander Peterson skoraði sex mörk þegar Düsseldorf sigraði Wetzlar 29-23. Róbert Sighvatsson skoraði fjögur fyrir Wetzlar. Jalesky Garcia skoraði fjögur mörk fyrir Göppingen sem tapaði fyrir Wilhelmshavener 24-23. Gylfi Gylfason skoraði eitt mark fyrir Wilhelmshavener. 20.3.2005 00:01 Hafði hægt um sig gegn Valladolid Ólafur Stefánsson skoraði fjögur mörk þegar Ciudad Real sigraði Valladolid 32-28 á útivelli í spænska handboltanum í gær. Mirza Dzomba var markahæstur hjá Ciudad með sjö mörk en liðið er núna í 4. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Portland og Barcelona sem eru með 40 stig. 20.3.2005 00:01 Eriksson vill Scholes aftur Sven-Goran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, sagði í gær að hann vilji að Paul Scholes, miðjumaður Manchester United, endurhugsi afstöðu sína til landsliðsins, en Scholes ákvað að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir EM í sumar eftir að hafa leikið 66 leiki fyrir England. 20.3.2005 00:01 Barcelona með 14 stiga forystu Barcelona náði í gærkvöldi 14 stiga forystu í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu. Barcelona vann Deportivo La Coruna 1-0 á útivelli með marki Frakkans Ludovic Giuly. Real Madrid getur minnkað muninn í 11 stig en Madrídarmenn mæta Malaga klukkan 18 í dag en leikurinn verður sýndur beint á Sýn. 20.3.2005 00:01 Juventus áfram á sigurbraut Juventus sigraði Reggina 1-0 með marki Alessandro Del Piero í fótboltanum á Ítalíu í gærkvöldi. Juventus hefur þriggja stiga forystu á AC Milan en Mílanómenn geta endurheimt forystuna takist þeim að sigra Roma í Rómaborg í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og hann verður sýndur beint á Sýn 2. Siena vann Lazio 1-0 í gærkvöldi. Króatinn Igor Tudor skoraði markið. 20.3.2005 00:01 van Bommel sá um Ajax Mark van Bommel átti stórleik er PSV Eindhoven valtaði yfir Ajax á Amsterdam ArenA. Philip Cocu kom gestunum yfir á 24. mínútu, en þá var komið að þætti van Bommel. Hann kom PSV í 2-0 á loka mínútu fyrri hálfleiks, skoraði síðan úr vítaspyrnu á 54. mínútu og fullkomnaði svo þrennuna fimm mínútum síðar stórsigur PSV staðreynd, 0-4 20.3.2005 00:01 Birmingham sigraði borgarslaginn Birmingham sigraði nágrana sína í Aston Villa í borgaraslagnum í Birmingham í dag. Emile Heskey gerði fyrra markið í upphafi síðari hálfleiks eftir mistök hjá Thomas Sörensen markverði Villa. Það var síðan Julian Gray sem innsiglaði sigurinn með marki á loka mínútunni. 20.3.2005 00:01 Víkingur Ólafsvík lagði Árborg Víkingur frá Ólafsvík sigraði Árborg í öðrum riðli B-deildar Deildabikarkeppni karla í knattspyrnu, en leikið var í Reykjaneshöllinni. 20.3.2005 00:01 Rosicky til Tottenham? Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur hefur áhuga á að fá tékkneska leikstjórnandann Tomas Rosicky frá Dortmund, en það staðfesti talsmaður Dortmund, Michael Zorc, í dag. Mikill hugur er í stjórnarmönnum Tottenham og eru menn þar á bæ tilbúnir að ganga ansi langt til að koma liðinu aftur á meðal þeirra bestu. 20.3.2005 00:01 Byrjunarliðin í Mersey slagnum Það eru komin byrjunarlið í nágranaslag Liverpool og Everton sem fram fer á Anfeild núna klukkan fjögur. Liðin eru í mikilli baráttu um fjórða og síðasta Meistaradeildar sætið og stendur Everton betur og er með sjö stiga forustu. 20.3.2005 00:01 Jafnt hjá Boro og Soton í hálfleik Nú stendur yfir leikur Middlesbrough og Southampton í ensku úrvaldsdeildinni. Rétt í þessu var Uriah Rennie að flauta til leikhlés og standa leikar 1-1 í hálfleik. Andreas Jakobssen kom Southampton yfir á fjórtándu mínútu en Hollendingurinn Jimmy Floyd Hasselbaink jafnaði fjórum mínútum fyrir hlé. 20.3.2005 00:01 Drogba biður Frisk afsökunar Didier Drogba hefur beðið Anders Frisk opinberlega afsökunar vegna hótananna sem hann fékk frá stuðningsmönnum Chelsea á dögunum. Frisk rak Drogba útaf í Meistaradeildarleiknum gegn Barcelona á Camp Nou og fékk í kjölfarið aragrúa hótanna. 20.3.2005 00:01 Liverpool komið í 2-0 Liverpool er komið í 2-0 í grannaslagnum gegn Everton. Liverpool fékk aukaspyrnu er Tony Hibbert braut fólskulega á Luis Garcia rétt utan teigs á 27. mínútu. Dietmar Hamann ýtti boltanum til hliðar og Steven Gerrard setti hann örugglega í netið, vinstra megin við Martyn í markinu. 20.3.2005 00:01 2-0 yfir en 3 meiddir Liverpool leiðir í hálfleik gegn Everton í með tveimur mörkum gegn engu. Steven Gerrard og Luis Garcia skoruðu mörkin. Það vekur einnig athygli að Liverpool er búið að nota allar skiptingar sínar í fyrri hálfleik en þeir Stephen Warnock, Dietmar Hamann og Fernando Morientes eru allir farnir af leikvelli meiddir 20.3.2005 00:01 Southampton sigraði Middlesbrough Southampton gerði góða ferð á Riverside Stadium í Middlesbrough í dag og sigraði heimamenn með þremur mörkum gegn engu. Andreas Jakobsson kom Southampton yfir á fjórtándu mínútu áður en Jimmy Floyd Hasselbaink jafnaði fjórum mínútum fyrir hlé. Peter Crouch skoraði síðan tvö mörk í síðari hálfleik og lokatölur 1-3. 20.3.2005 00:01 Njarðvík sigraði KFS Njarðvík sigraði KFS í öðrum riðli B-deildar Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu, en leikið var í Reykjaneshöll í dag. Eftir Markalausan fyrri hálfleik kom Kristinn Ö. Agnarsson Njarðvík yfir á 70. mínútu og Benóný Benónýsson bætti öðru marki við þremur mínútum síðar. Einar Gíslason minnkaði þó muninn fjórum mínútum fyrir leikslok og þar við sat. 20.3.2005 00:01 Fjarðabyggð burstaði Hvöt Fjarðabyggð sigraði Hvöt örugglega með fimm mörkum gegn engu í fjórða riðli B-deildar Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu nú rétt í þessu, en leikið var í Boganum á Akureyri. Sigurjón Egilsson geri þrennu og Stefán Eysteinsson tvö mörk. 20.3.2005 00:01 Liverpool sigraði Everton Liverpool setti baráttuna um fjórða sætið í upplausn er þeir sigruðu granna sína í Everton með tveimur mörkum gegn einu á Anfield í dag. 20.3.2005 00:01 Fjölnir lagði Aftureldingu Fjölnir úr Grafavogi sigraði Aftureldingu frá Mosfellsbæ með sex mörkum gegn tveimur í fyrsta riðli B-deildar Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu í dag, en leikið var í Egilshöll. 20.3.2005 00:01 Huginn lagði Tindastól Huginn frá Seyðisfirði lagði Tindastól frá Sauðakrók í Boganum á Akureyri í dag með fjórum mörkum gegn engu í fjórða riðli B-deildar Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu. 20.3.2005 00:01 Liverpool lagði Everton Liverpool nældi í gríðarlega mikilvæg stig gegn Everton í gær og á því enn möguleika á Meistaradeildarsæti. Sigurinn kom þó ekki áfallalaust því Fernando Morientes, Dietmar Hamann og Stephen Warnock meiddust allir í leiknum og svo fékk Milan Baros að líta rauða spjaldið. Þrátt fyrir þessi áföll fagnaði Liverpool sigri. 20.3.2005 00:01 Alonso leiddi frá fyrstu mínútu Fernando Alonso, ökumaður hjá Renault-liðinu í Formúlu 1 kappakstrinum, fór með sigur af hólmi í annarri keppni tímabilsins sem fram fór í Malasíu í gærmorgun. Jarno Trulli hjá Toyota var í öðru sæti og Nick Heidfeld hjá Williams hampaði þriðja sætinu 20.3.2005 00:01 Grindavíkurstúlkur í úrslit Lið Grindavíkur í körfuknattleik kvenna tryggði sig í úrslitaleikina í gærkvöldi með sigri á Haukastúlkum og unnu einvígi liðanna 2-0. 20.3.2005 00:01 Hundaheppni í Hólminum Snæfell og Fjölnir áttust við í undanúrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik í Stykkishólmi í gærkvöldi. Fríður hópur fólks fylgdi liði sínu úr Grafarvogi til að fylgjast með fyrstu viðureign liðanna í seríunni en þrjá sigurleiki þarf til að komast í úrslitin. Þegar uppi var staðið höfðu heimamenn sigur, 103-101, eftir æspennandi framlengdan leik. 20.3.2005 00:01 Fimleikar um helgina Það var mikið um dýrðir í Laugardalshöllinni um helgina þar sem bestu fimleikamenn landsins voru saman komnir til að etja kappi . Það má segja að þau Kristjana Sæunn Ólafsdóttir og Viktor Kristmannsson úr Gerplu hafi verið sigurvegarar helgarinnar, en þau sigruðu í fjölþrautinni í karla og kvennaflokki. 20.3.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Gerrard til Chelsea? Sögur herma að Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, verði seldur til Chelsea í sumar. Gerrard hefur reyndar hlotið neikvæða umfjöllun í enskum fjölmiðlum upp á síðkastið vegna óvissu um framtíð hans hjá félaginu. 21.3.2005 00:01
Real minnkaði forskotið Real Madrid minnkaði forskot Barcelona niður í ellefu stig í spænsku úrvalsdeildinni eftir sigur á Malaga, 1-0. Roberto Carlos skoraði sigurmarkið. Þá endurheimti AC Milan efsta sætið á Ítalíu eftir 2-0 útisigur á Roma. 21.3.2005 00:01
Stórleikur í Seljaskóla Gríðarleg stemning er að myndast í Seljaskóla í Breiðholti þar sem önnur viðureign ÍR og Keflavíkur er að hefjast í undanúrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik hefst nú kl. 19.15. ÍR vann fyrsta leikinn sem fram fór á heimavelli Keflvíkinga á laugardaginn, 88-80. 5 ár eru síðan lið utan Suðurnesja vann Íslandsmeistaratitilinn en það var vorið 2000 þegar KR-ingar hömpuðu titlinum. 21.3.2005 00:01
Íslenska landsliðið reynslumeira Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er reynslumeira en það króatíska en liðin mætast í undankeppni HM næstkomandi laugardag. Þegar litið er til heildarleikjafjölda 18 manna hópa liðanna sést að leikmenn Íslands eiga samtals 421 leik að baki eða 14,5 leiki að meðaltali á leikmann. 21.3.2005 00:01
Var að missa stjórn á leikmönnum Paul Silas var í dag rekinn sem þjálfari bandaríska NBA körfuboltaliðsins Cleveland Cavaliers eins og við greindum frá fyrr í dag. Silas var sagður njóta minnkandi virðingar leikmanna liðsins en honum hefur lent illilega upp á kant við nokkra leikmenn liðsins að undanförnu, þeirra á meðal Eric Snow og Jeff McInnis. 21.3.2005 00:01
Keflavík að valta yfir ÍR Keflavík er að valta yfir ÍR í öðrum leik liðanna í undanrúslitaeinvígi Intersportdeildarinnar í körfuknattleik en staðan í hálfleik er 52-28 fyrir Keflavík. Leikurinn hófst kl. 19.15. ÍR vann fyrsta leikinn sem fram fór á heimavelli Keflvíkinga á laugardaginn, 88-80, en liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit gegn Snæfelli eða Fjölni. 21.3.2005 00:01
Ívar í byrjunarliði Reading Ívar Ingimarsson er að vanda í byrjunarliði Reading sem nú leikur á útivelli gegn Brighton í ensku Championship deildinni í knattspyrnu og er staðan 0-0 í hálfleik. Reading er í 7. sæti deildarinnar með 57 stig og í hörkubaráttu um að komast í umspil um laust sæti í úrvalsdeild. 21.3.2005 00:01
Króati hjá Þrótti Hjá liði Þróttar í knattspyrnu er um þessar mundir staddur stór og líkamlega sterkur framherji frá Króatíu sem forráðamenn liðsins binda vonir um að geti leikið með liðinu í Landsbankadeildinni í sumar. 21.3.2005 00:01
Svona gerir maður ekki Alan Stubbs, varnarmaður Everton, segir að tæklingin sem að hann varð fyrir frá Milan Baros hjá Liverpool í viðureign liðanna á sunnudag hefði getað bundið enda á feril sinn. 21.3.2005 00:01
Brynjar og Pavliouk best Brynjar Pétursson úr HK og Anna Pavliouk úr Þrótti Reykjavík voru valin bestu leikmenn fyrstu deildarinnar í blaki á lokahófi Blaksambands Íslands sem fram fór um helgina. 21.3.2005 00:01
28 handteknir á Englandi í dag 28 enskir fótboltaáhorfendur voru handteknir í dag í aðgerð lögreglunnar vegna gruns um ofbeldisfulla hegðun á leik Englands og Wales fyrir 5 mánuðum. Handtökurnar koma í kjölfar rannsóknar á ólátum sem blossuðu upp á leik þjóðanna í undankeppni HM2006 sem fram fór á Old Trafford 9. október sl. en 33 manns voru handteknir eftir leikinn vegna óláta. 21.3.2005 00:01
Oddaleikir annað kvöld Það er mikil spenna í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta en báðar undanúrslitaviðureignirnar fóru í oddaleiki sem fara fram báðir á miðvikudagskvöldið. 21.3.2005 00:01
Keflavík fór létt með ÍR Keflvíkingar tóku sig aldeilis saman í andlitinu og jöfnuðu einvígið, 1-1, gegn ÍR í kvöld þegar þeir völtuðu yfir Breiðhyltinga í Seljaskóla, 72-97, í öðrum leik liðanna í undanrúslitaeinvígi Intersportdeildarinnar í körfuknattleik. Staðan í hálfleik var 52-28 fyrir Keflavík. 21.3.2005 00:01
Stjarnan lagði ÍH Einn leikur fór fram í riðli 1 í neðri deild í deildarbikarkepni karla í kvöld. Stjarnan úr Garðabæ tyllti sér á topp riðilsins með sigri á nágrönnum sínum í ÍH úr Hafnarfirði, 2-1. Leikið var á nýja gervigrasvelli Stjörnunnar. Sigurður Brynjarsson og Ólafur Gunnarsson skoruðu mörk Stjörnunnar en Gunnar Bjarnason fyrir ÍH. 21.3.2005 00:01
Alsonso sigraði aftur Spánverjinn Fernando Alonso sigraði í Malasíukappakstrinum í morgun og hefur hann þá unnið bæði Formúlumótin á árinu. Alonso kom fyrstur í mark á Renault-bíl sínum og varð 24,3 sekúndum á undan Ítalanum Jarno Trulli á Toyota. Þjóðverjinn Nick Heidfield á Williams-bíl varð þriðji. 20.3.2005 00:01
Casey sigraði á TLC-mótinu Englendingurinn Paul Casey sigraði Írann Paul McGinley í bráðabana á TCL-mótinu í golfi í Kína í morgun. Báðir léku á 266 höggum en Casey hafði sigur á annarri holu í umspilinu. Daninn Thomas Björn varð í þriðja sæti ásamt Taílendingnum Plaphol og Kóreumanninum Kang. Skotinn Colin Montgommerrie hafnaði í 6. sæti, tveimur höggum á eftir þeim Casey og McGinley. 20.3.2005 00:01
Kenny Perry með forystu á Bay Hill Bandaríkjamaðurinn Kenny Perry hefur forystu á Bay Hill mótinu í golfi. Perry er á 9 höggum undir pari, Stephen Ames er á 8 undir pari og Vijay Singh og K.J. Choi eru á 7 undir pari. Ekki tókst að ljúka þriðju umferðinni í gær. Sigurvegari á Bay Hill mótinu undanfarin ár, Tiger Woods, er í 37. sæti á pari eftir 13 holur á þriðja degi. 20.3.2005 00:01
Kristjana og Viktor sigruðu Kristjana Sæunn Ólafsdóttir og Viktor Kristmannsson úr Gerplu í Kópavogi urðu í gær Íslandsmeistarar í fjölþraut í fimleikum. Sif Pálsdóttir, Gróttu, og Anton Heiðar Þórólfsson úr Ármanni urðu í öðru sæti og Harpa Snædís Hauksdóttir, Gróttu, og Gunnar Sigurðsson, Ármanni, urðu í þriðja sæti. 20.3.2005 00:01
Haukar burstuðu BÍ Haukar úr Hafnafirði burstuðu BÍ frá ÍSafirði í þriðja riðli B-deildar í Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu. Hilmar Emilsson og Betim Haxhiasoini komu Haukum í 4-0 fyrir leikhlé með tveimur mörkum hvor. Haukar skoruðu síðan þrjú mörk á þriggja mínútna kafla í síðari hálfleik. 20.3.2005 00:01
Jakob bætti metið í 100 m bringu Jakob Jóhann Sveinsson bætti eigið Íslandsmet í 100 metra bringusundi um 14 hundraðshluta úr sekúndu í Laugardalslaug í gær þegar hann synti á 1:02,83. Sveit Ægis stórbætti Íslandsmetið í 4x100 metra skriðsundi, synti á 4:30,70. 20.3.2005 00:01
Einar Örn í ham gegn Post Schwerin Einar Örn Jónsson skoraði átta mörk þegar Wallau Massenheim vann Post Schwerin 39-31 í þýska handboltanum í gær. Alexander Peterson skoraði sex mörk þegar Düsseldorf sigraði Wetzlar 29-23. Róbert Sighvatsson skoraði fjögur fyrir Wetzlar. Jalesky Garcia skoraði fjögur mörk fyrir Göppingen sem tapaði fyrir Wilhelmshavener 24-23. Gylfi Gylfason skoraði eitt mark fyrir Wilhelmshavener. 20.3.2005 00:01
Hafði hægt um sig gegn Valladolid Ólafur Stefánsson skoraði fjögur mörk þegar Ciudad Real sigraði Valladolid 32-28 á útivelli í spænska handboltanum í gær. Mirza Dzomba var markahæstur hjá Ciudad með sjö mörk en liðið er núna í 4. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Portland og Barcelona sem eru með 40 stig. 20.3.2005 00:01
Eriksson vill Scholes aftur Sven-Goran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, sagði í gær að hann vilji að Paul Scholes, miðjumaður Manchester United, endurhugsi afstöðu sína til landsliðsins, en Scholes ákvað að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir EM í sumar eftir að hafa leikið 66 leiki fyrir England. 20.3.2005 00:01
Barcelona með 14 stiga forystu Barcelona náði í gærkvöldi 14 stiga forystu í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu. Barcelona vann Deportivo La Coruna 1-0 á útivelli með marki Frakkans Ludovic Giuly. Real Madrid getur minnkað muninn í 11 stig en Madrídarmenn mæta Malaga klukkan 18 í dag en leikurinn verður sýndur beint á Sýn. 20.3.2005 00:01
Juventus áfram á sigurbraut Juventus sigraði Reggina 1-0 með marki Alessandro Del Piero í fótboltanum á Ítalíu í gærkvöldi. Juventus hefur þriggja stiga forystu á AC Milan en Mílanómenn geta endurheimt forystuna takist þeim að sigra Roma í Rómaborg í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og hann verður sýndur beint á Sýn 2. Siena vann Lazio 1-0 í gærkvöldi. Króatinn Igor Tudor skoraði markið. 20.3.2005 00:01
van Bommel sá um Ajax Mark van Bommel átti stórleik er PSV Eindhoven valtaði yfir Ajax á Amsterdam ArenA. Philip Cocu kom gestunum yfir á 24. mínútu, en þá var komið að þætti van Bommel. Hann kom PSV í 2-0 á loka mínútu fyrri hálfleiks, skoraði síðan úr vítaspyrnu á 54. mínútu og fullkomnaði svo þrennuna fimm mínútum síðar stórsigur PSV staðreynd, 0-4 20.3.2005 00:01
Birmingham sigraði borgarslaginn Birmingham sigraði nágrana sína í Aston Villa í borgaraslagnum í Birmingham í dag. Emile Heskey gerði fyrra markið í upphafi síðari hálfleiks eftir mistök hjá Thomas Sörensen markverði Villa. Það var síðan Julian Gray sem innsiglaði sigurinn með marki á loka mínútunni. 20.3.2005 00:01
Víkingur Ólafsvík lagði Árborg Víkingur frá Ólafsvík sigraði Árborg í öðrum riðli B-deildar Deildabikarkeppni karla í knattspyrnu, en leikið var í Reykjaneshöllinni. 20.3.2005 00:01
Rosicky til Tottenham? Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur hefur áhuga á að fá tékkneska leikstjórnandann Tomas Rosicky frá Dortmund, en það staðfesti talsmaður Dortmund, Michael Zorc, í dag. Mikill hugur er í stjórnarmönnum Tottenham og eru menn þar á bæ tilbúnir að ganga ansi langt til að koma liðinu aftur á meðal þeirra bestu. 20.3.2005 00:01
Byrjunarliðin í Mersey slagnum Það eru komin byrjunarlið í nágranaslag Liverpool og Everton sem fram fer á Anfeild núna klukkan fjögur. Liðin eru í mikilli baráttu um fjórða og síðasta Meistaradeildar sætið og stendur Everton betur og er með sjö stiga forustu. 20.3.2005 00:01
Jafnt hjá Boro og Soton í hálfleik Nú stendur yfir leikur Middlesbrough og Southampton í ensku úrvaldsdeildinni. Rétt í þessu var Uriah Rennie að flauta til leikhlés og standa leikar 1-1 í hálfleik. Andreas Jakobssen kom Southampton yfir á fjórtándu mínútu en Hollendingurinn Jimmy Floyd Hasselbaink jafnaði fjórum mínútum fyrir hlé. 20.3.2005 00:01
Drogba biður Frisk afsökunar Didier Drogba hefur beðið Anders Frisk opinberlega afsökunar vegna hótananna sem hann fékk frá stuðningsmönnum Chelsea á dögunum. Frisk rak Drogba útaf í Meistaradeildarleiknum gegn Barcelona á Camp Nou og fékk í kjölfarið aragrúa hótanna. 20.3.2005 00:01
Liverpool komið í 2-0 Liverpool er komið í 2-0 í grannaslagnum gegn Everton. Liverpool fékk aukaspyrnu er Tony Hibbert braut fólskulega á Luis Garcia rétt utan teigs á 27. mínútu. Dietmar Hamann ýtti boltanum til hliðar og Steven Gerrard setti hann örugglega í netið, vinstra megin við Martyn í markinu. 20.3.2005 00:01
2-0 yfir en 3 meiddir Liverpool leiðir í hálfleik gegn Everton í með tveimur mörkum gegn engu. Steven Gerrard og Luis Garcia skoruðu mörkin. Það vekur einnig athygli að Liverpool er búið að nota allar skiptingar sínar í fyrri hálfleik en þeir Stephen Warnock, Dietmar Hamann og Fernando Morientes eru allir farnir af leikvelli meiddir 20.3.2005 00:01
Southampton sigraði Middlesbrough Southampton gerði góða ferð á Riverside Stadium í Middlesbrough í dag og sigraði heimamenn með þremur mörkum gegn engu. Andreas Jakobsson kom Southampton yfir á fjórtándu mínútu áður en Jimmy Floyd Hasselbaink jafnaði fjórum mínútum fyrir hlé. Peter Crouch skoraði síðan tvö mörk í síðari hálfleik og lokatölur 1-3. 20.3.2005 00:01
Njarðvík sigraði KFS Njarðvík sigraði KFS í öðrum riðli B-deildar Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu, en leikið var í Reykjaneshöll í dag. Eftir Markalausan fyrri hálfleik kom Kristinn Ö. Agnarsson Njarðvík yfir á 70. mínútu og Benóný Benónýsson bætti öðru marki við þremur mínútum síðar. Einar Gíslason minnkaði þó muninn fjórum mínútum fyrir leikslok og þar við sat. 20.3.2005 00:01
Fjarðabyggð burstaði Hvöt Fjarðabyggð sigraði Hvöt örugglega með fimm mörkum gegn engu í fjórða riðli B-deildar Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu nú rétt í þessu, en leikið var í Boganum á Akureyri. Sigurjón Egilsson geri þrennu og Stefán Eysteinsson tvö mörk. 20.3.2005 00:01
Liverpool sigraði Everton Liverpool setti baráttuna um fjórða sætið í upplausn er þeir sigruðu granna sína í Everton með tveimur mörkum gegn einu á Anfield í dag. 20.3.2005 00:01
Fjölnir lagði Aftureldingu Fjölnir úr Grafavogi sigraði Aftureldingu frá Mosfellsbæ með sex mörkum gegn tveimur í fyrsta riðli B-deildar Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu í dag, en leikið var í Egilshöll. 20.3.2005 00:01
Huginn lagði Tindastól Huginn frá Seyðisfirði lagði Tindastól frá Sauðakrók í Boganum á Akureyri í dag með fjórum mörkum gegn engu í fjórða riðli B-deildar Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu. 20.3.2005 00:01
Liverpool lagði Everton Liverpool nældi í gríðarlega mikilvæg stig gegn Everton í gær og á því enn möguleika á Meistaradeildarsæti. Sigurinn kom þó ekki áfallalaust því Fernando Morientes, Dietmar Hamann og Stephen Warnock meiddust allir í leiknum og svo fékk Milan Baros að líta rauða spjaldið. Þrátt fyrir þessi áföll fagnaði Liverpool sigri. 20.3.2005 00:01
Alonso leiddi frá fyrstu mínútu Fernando Alonso, ökumaður hjá Renault-liðinu í Formúlu 1 kappakstrinum, fór með sigur af hólmi í annarri keppni tímabilsins sem fram fór í Malasíu í gærmorgun. Jarno Trulli hjá Toyota var í öðru sæti og Nick Heidfeld hjá Williams hampaði þriðja sætinu 20.3.2005 00:01
Grindavíkurstúlkur í úrslit Lið Grindavíkur í körfuknattleik kvenna tryggði sig í úrslitaleikina í gærkvöldi með sigri á Haukastúlkum og unnu einvígi liðanna 2-0. 20.3.2005 00:01
Hundaheppni í Hólminum Snæfell og Fjölnir áttust við í undanúrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik í Stykkishólmi í gærkvöldi. Fríður hópur fólks fylgdi liði sínu úr Grafarvogi til að fylgjast með fyrstu viðureign liðanna í seríunni en þrjá sigurleiki þarf til að komast í úrslitin. Þegar uppi var staðið höfðu heimamenn sigur, 103-101, eftir æspennandi framlengdan leik. 20.3.2005 00:01
Fimleikar um helgina Það var mikið um dýrðir í Laugardalshöllinni um helgina þar sem bestu fimleikamenn landsins voru saman komnir til að etja kappi . Það má segja að þau Kristjana Sæunn Ólafsdóttir og Viktor Kristmannsson úr Gerplu hafi verið sigurvegarar helgarinnar, en þau sigruðu í fjölþrautinni í karla og kvennaflokki. 20.3.2005 00:01
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti