Fleiri fréttir

Gerrard til Chelsea?

 Sögur herma að Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, verði seldur til Chelsea í sumar. Gerrard hefur reyndar hlotið neikvæða umfjöllun í enskum fjölmiðlum upp á síðkastið vegna óvissu um framtíð hans hjá félaginu.

Real minnkaði forskotið

Real Madrid minnkaði forskot Barcelona niður í ellefu stig í spænsku úrvalsdeildinni eftir sigur á Malaga, 1-0. Roberto Carlos skoraði sigurmarkið. Þá endurheimti AC Milan efsta sætið á Ítalíu eftir 2-0 útisigur á Roma.

Stórleikur í Seljaskóla

Gríðarleg stemning er að myndast í Seljaskóla í Breiðholti þar sem önnur viðureign ÍR og Keflavíkur er að hefjast í undanúrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik hefst nú kl. 19.15. ÍR vann fyrsta leikinn sem fram fór á heimavelli Keflvíkinga á laugardaginn, 88-80. 5 ár eru síðan lið utan Suðurnesja vann Íslandsmeistaratitilinn en það var vorið 2000 þegar KR-ingar hömpuðu titlinum.

Íslenska landsliðið reynslumeira

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er reynslumeira en það króatíska en liðin mætast í undankeppni HM næstkomandi laugardag. Þegar litið er til heildarleikjafjölda 18 manna hópa liðanna sést að leikmenn Íslands eiga samtals 421 leik að baki eða 14,5 leiki að meðaltali á leikmann.

Var að missa stjórn á leikmönnum

Paul Silas var í dag rekinn sem þjálfari bandaríska NBA körfuboltaliðsins Cleveland Cavaliers eins og við greindum frá fyrr í dag. Silas var sagður njóta minnkandi virðingar leikmanna liðsins en honum hefur lent illilega upp á kant við nokkra leikmenn liðsins að undanförnu, þeirra á meðal Eric Snow og Jeff McInnis.

Keflavík að valta yfir ÍR

Keflavík er að valta yfir ÍR í öðrum leik liðanna í undanrúslitaeinvígi Intersportdeildarinnar í körfuknattleik en staðan í hálfleik er 52-28 fyrir Keflavík. Leikurinn hófst kl. 19.15. ÍR vann fyrsta leikinn sem fram fór á heimavelli Keflvíkinga á laugardaginn, 88-80, en liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit gegn Snæfelli eða Fjölni.

Ívar í byrjunarliði Reading

Ívar Ingimarsson er að vanda í byrjunarliði Reading sem nú leikur á útivelli gegn Brighton í ensku Championship deildinni í knattspyrnu og er staðan 0-0 í hálfleik. Reading er í 7. sæti deildarinnar með 57 stig og í hörkubaráttu um að komast í umspil um laust sæti í úrvalsdeild.

Króati hjá Þrótti

Hjá liði Þróttar í knattspyrnu er um þessar mundir staddur stór og líkamlega sterkur framherji frá Króatíu sem forráðamenn liðsins binda vonir um að geti leikið með liðinu í Landsbankadeildinni í sumar.

Svona gerir maður ekki

Alan Stubbs, varnarmaður Everton, segir að tæklingin sem að hann varð fyrir frá Milan Baros hjá Liverpool í viðureign liðanna á sunnudag hefði getað bundið enda á feril sinn.

Brynjar og Pavliouk best

Brynjar Pétursson úr HK og Anna Pavliouk úr Þrótti Reykjavík voru valin bestu leikmenn fyrstu deildarinnar í blaki á lokahófi Blaksambands Íslands sem fram fór um helgina.

28 handteknir á Englandi í dag

28 enskir fótboltaáhorfendur voru handteknir í dag í aðgerð lögreglunnar vegna gruns um ofbeldisfulla hegðun á leik Englands og Wales fyrir 5 mánuðum. Handtökurnar koma í kjölfar rannsóknar á ólátum sem blossuðu upp á leik þjóðanna í undankeppni HM2006 sem fram fór á Old Trafford 9. október sl. en 33 manns voru handteknir eftir leikinn vegna óláta.

Oddaleikir annað kvöld

Það er mikil spenna í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta en báðar undanúrslitaviðureignirnar fóru í oddaleiki sem fara fram báðir á miðvikudagskvöldið.

Keflavík fór létt með ÍR

Keflvíkingar tóku sig aldeilis saman í andlitinu og jöfnuðu einvígið, 1-1, gegn ÍR í kvöld þegar þeir völtuðu yfir Breiðhyltinga í Seljaskóla, 72-97, í öðrum leik liðanna í undanrúslitaeinvígi Intersportdeildarinnar í körfuknattleik. Staðan í hálfleik var 52-28 fyrir Keflavík.

Stjarnan lagði ÍH

Einn leikur fór fram í riðli 1 í neðri deild í deildarbikarkepni karla í kvöld. Stjarnan úr Garðabæ tyllti sér á topp riðilsins  með sigri á nágrönnum sínum í ÍH úr Hafnarfirði, 2-1. Leikið var á nýja gervigrasvelli Stjörnunnar. Sigurður Brynjarsson og Ólafur Gunnarsson skoruðu mörk Stjörnunnar en Gunnar Bjarnason fyrir ÍH.

Alsonso sigraði aftur

Spánverjinn Fernando Alonso sigraði í Malasíukappakstrinum í morgun og hefur hann þá unnið bæði Formúlumótin á árinu. Alonso kom fyrstur í mark á Renault-bíl sínum og varð 24,3 sekúndum á undan Ítalanum Jarno Trulli á Toyota. Þjóðverjinn Nick Heidfield á Williams-bíl varð þriðji.

Casey sigraði á TLC-mótinu

Englendingurinn Paul Casey sigraði Írann Paul McGinley í bráðabana á TCL-mótinu í golfi í Kína í morgun. Báðir léku á 266 höggum en Casey hafði sigur á annarri holu í umspilinu. Daninn Thomas Björn varð í þriðja sæti ásamt Taílendingnum Plaphol og Kóreumanninum Kang. Skotinn Colin Montgommerrie hafnaði í 6. sæti, tveimur höggum á eftir þeim Casey og McGinley.

Kenny Perry með forystu á Bay Hill

Bandaríkjamaðurinn Kenny Perry hefur forystu á Bay Hill mótinu í golfi. Perry er á 9 höggum undir pari, Stephen Ames er á 8 undir pari og Vijay Singh og K.J. Choi eru á 7 undir pari. Ekki tókst að ljúka þriðju umferðinni í gær. Sigurvegari á Bay Hill mótinu undanfarin ár, Tiger Woods, er í 37. sæti á pari eftir 13 holur á þriðja degi.

Kristjana og Viktor sigruðu

Kristjana Sæunn Ólafsdóttir og Viktor Kristmannsson úr Gerplu í Kópavogi urðu í gær Íslandsmeistarar í fjölþraut í fimleikum. Sif Pálsdóttir, Gróttu, og Anton Heiðar Þórólfsson úr Ármanni urðu í öðru sæti og Harpa Snædís Hauksdóttir, Gróttu, og Gunnar Sigurðsson, Ármanni, urðu í þriðja sæti.

Haukar burstuðu BÍ

Haukar úr Hafnafirði burstuðu BÍ frá ÍSafirði í þriðja riðli B-deildar í Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu. Hilmar Emilsson og Betim Haxhiasoini komu Haukum í 4-0 fyrir leikhlé með tveimur mörkum hvor. Haukar skoruðu síðan þrjú mörk á þriggja mínútna kafla í síðari hálfleik.

Jakob bætti metið í 100 m bringu

Jakob Jóhann Sveinsson bætti eigið Íslandsmet í 100 metra bringusundi um 14 hundraðshluta úr sekúndu í Laugardalslaug í gær þegar hann synti á 1:02,83. Sveit Ægis stórbætti Íslandsmetið í 4x100 metra skriðsundi, synti á 4:30,70.

Einar Örn í ham gegn Post Schwerin

Einar Örn Jónsson skoraði átta mörk þegar Wallau Massenheim vann Post Schwerin 39-31 í þýska handboltanum í gær. Alexander Peterson skoraði sex mörk þegar Düsseldorf sigraði Wetzlar 29-23. Róbert Sighvatsson skoraði fjögur fyrir Wetzlar. Jalesky Garcia skoraði fjögur mörk fyrir Göppingen sem tapaði fyrir Wilhelmshavener 24-23. Gylfi Gylfason skoraði eitt mark fyrir Wilhelmshavener.

Hafði hægt um sig gegn Valladolid

Ólafur Stefánsson skoraði fjögur mörk þegar Ciudad Real sigraði Valladolid 32-28 á útivelli í spænska handboltanum í gær. Mirza Dzomba var markahæstur hjá Ciudad með sjö mörk en liðið er núna í 4. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Portland og Barcelona sem eru með 40 stig.

Eriksson vill Scholes aftur

Sven-Goran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, sagði í gær að hann vilji að Paul Scholes, miðjumaður Manchester United, endurhugsi afstöðu sína til landsliðsins, en Scholes ákvað að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir EM í sumar eftir að hafa leikið 66 leiki fyrir England.

Barcelona með 14 stiga forystu

Barcelona náði í gærkvöldi 14 stiga forystu í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu. Barcelona vann Deportivo La Coruna 1-0 á útivelli með marki Frakkans Ludovic Giuly. Real Madrid getur minnkað muninn í 11 stig en Madrídarmenn mæta Malaga klukkan 18 í dag en leikurinn verður sýndur beint á Sýn.

Juventus áfram á sigurbraut

Juventus sigraði Reggina 1-0 með marki Alessandro Del Piero í fótboltanum á Ítalíu í gærkvöldi. Juventus hefur þriggja stiga forystu á AC Milan en Mílanómenn geta endurheimt forystuna takist þeim að sigra Roma í Rómaborg í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og hann verður sýndur beint á Sýn 2. Siena vann Lazio 1-0 í gærkvöldi. Króatinn Igor Tudor skoraði markið.

van Bommel sá um Ajax

Mark van Bommel átti stórleik er PSV Eindhoven valtaði yfir Ajax á Amsterdam ArenA. Philip Cocu kom gestunum yfir á 24. mínútu, en þá var komið að þætti van Bommel. Hann kom PSV í 2-0 á loka mínútu fyrri hálfleiks, skoraði síðan úr vítaspyrnu á 54. mínútu og fullkomnaði svo þrennuna fimm mínútum síðar stórsigur PSV staðreynd, 0-4

Birmingham sigraði borgarslaginn

Birmingham sigraði nágrana sína í Aston Villa í borgaraslagnum í Birmingham í dag. Emile Heskey gerði fyrra markið í upphafi síðari hálfleiks eftir mistök hjá Thomas Sörensen markverði Villa. Það var síðan Julian Gray sem innsiglaði sigurinn með marki á loka mínútunni.

Víkingur Ólafsvík lagði Árborg

Víkingur frá Ólafsvík sigraði Árborg í öðrum riðli B-deildar Deildabikarkeppni karla í knattspyrnu, en leikið var í Reykjaneshöllinni.

Rosicky til Tottenham?

Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur hefur áhuga á að fá tékkneska leikstjórnandann Tomas Rosicky frá Dortmund, en það staðfesti talsmaður Dortmund, Michael Zorc, í dag. Mikill hugur er í stjórnarmönnum Tottenham og eru menn þar á bæ tilbúnir að ganga ansi langt til að koma liðinu aftur á meðal þeirra bestu.

Byrjunarliðin í Mersey slagnum

Það eru komin byrjunarlið í nágranaslag Liverpool og Everton sem fram fer á Anfeild núna klukkan fjögur. Liðin eru í mikilli baráttu um fjórða og síðasta Meistaradeildar sætið og stendur Everton betur og er með sjö stiga forustu.

Jafnt hjá Boro og Soton í hálfleik

Nú stendur yfir leikur Middlesbrough og Southampton í ensku úrvaldsdeildinni. Rétt í þessu var Uriah Rennie að flauta til leikhlés og standa leikar 1-1 í hálfleik. Andreas Jakobssen kom Southampton yfir á fjórtándu mínútu en Hollendingurinn Jimmy Floyd Hasselbaink jafnaði fjórum mínútum fyrir hlé.

Drogba biður Frisk afsökunar

Didier Drogba hefur beðið Anders Frisk opinberlega afsökunar vegna hótananna sem hann fékk frá stuðningsmönnum Chelsea á dögunum. Frisk rak Drogba útaf í Meistaradeildarleiknum gegn Barcelona á Camp Nou og fékk í kjölfarið aragrúa hótanna.

Liverpool komið í 2-0

Liverpool er komið í 2-0 í grannaslagnum gegn Everton. Liverpool fékk aukaspyrnu er Tony Hibbert braut fólskulega á Luis Garcia rétt utan teigs á 27. mínútu. Dietmar Hamann ýtti boltanum til hliðar og Steven Gerrard setti hann örugglega í netið, vinstra megin við Martyn í markinu.

2-0 yfir en 3 meiddir

Liverpool leiðir í hálfleik gegn Everton í með tveimur mörkum gegn engu. Steven Gerrard og Luis Garcia skoruðu mörkin. Það vekur einnig athygli að Liverpool er búið að nota allar skiptingar sínar í fyrri hálfleik en þeir Stephen Warnock, Dietmar Hamann og Fernando Morientes eru allir farnir af leikvelli meiddir

Southampton sigraði Middlesbrough

Southampton gerði góða ferð á Riverside Stadium í Middlesbrough í dag og sigraði heimamenn með þremur mörkum gegn engu. Andreas Jakobsson kom Southampton yfir á fjórtándu mínútu áður en Jimmy Floyd Hasselbaink jafnaði fjórum mínútum fyrir hlé. Peter Crouch skoraði síðan tvö mörk í síðari hálfleik og lokatölur 1-3.

Njarðvík sigraði KFS

Njarðvík sigraði KFS í öðrum riðli B-deildar Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu, en leikið var í Reykjaneshöll í dag. Eftir Markalausan fyrri hálfleik kom Kristinn Ö. Agnarsson Njarðvík yfir á 70. mínútu og Benóný Benónýsson bætti öðru marki við þremur mínútum síðar. Einar Gíslason minnkaði þó muninn fjórum mínútum fyrir leikslok og þar við sat.

Fjarðabyggð burstaði Hvöt

Fjarðabyggð sigraði Hvöt örugglega með fimm mörkum gegn engu í fjórða riðli B-deildar Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu nú rétt í þessu, en leikið var í Boganum á Akureyri. Sigurjón Egilsson geri þrennu og Stefán Eysteinsson tvö mörk.

Liverpool sigraði Everton

Liverpool setti baráttuna um fjórða sætið í upplausn er þeir sigruðu granna sína í Everton með tveimur mörkum gegn einu á Anfield í dag.

Fjölnir lagði Aftureldingu

Fjölnir úr Grafavogi sigraði Aftureldingu frá Mosfellsbæ með sex mörkum gegn tveimur í fyrsta riðli B-deildar Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu í dag, en leikið var í Egilshöll.

Huginn lagði Tindastól

Huginn frá Seyðisfirði lagði Tindastól frá Sauðakrók í Boganum á Akureyri í dag með fjórum mörkum gegn engu í fjórða riðli B-deildar Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu.

Liverpool lagði Everton

Liverpool nældi í gríðarlega mikilvæg stig gegn Everton í gær og á því enn möguleika á Meistaradeildarsæti. Sigurinn kom þó ekki áfallalaust því Fernando Morientes, Dietmar Hamann og Stephen Warnock meiddust allir í leiknum og svo fékk Milan Baros að líta rauða spjaldið. Þrátt fyrir þessi áföll fagnaði Liverpool sigri.

Alonso leiddi frá fyrstu mínútu

Fernando Alonso, ökumaður hjá Renault-liðinu í Formúlu 1 kappakstrinum, fór með sigur af hólmi í annarri keppni tímabilsins sem fram fór í Malasíu í gærmorgun. Jarno Trulli hjá Toyota var í öðru sæti og Nick Heidfeld hjá Williams hampaði þriðja sætinu

Grindavíkurstúlkur í úrslit

Lið Grindavíkur í körfuknattleik kvenna tryggði sig í úrslitaleikina í gærkvöldi með sigri á Haukastúlkum og unnu einvígi liðanna 2-0.

Hundaheppni í Hólminum

Snæfell og Fjölnir áttust við í undanúrslitum Intersportdeildarinnar í körfuknattleik í Stykkishólmi í gærkvöldi. Fríður hópur fólks fylgdi liði sínu úr Grafarvogi til að fylgjast með fyrstu viðureign liðanna í seríunni en þrjá sigurleiki þarf til að komast í úrslitin. Þegar uppi var staðið höfðu heimamenn sigur, 103-101, eftir æspennandi framlengdan leik.

Fimleikar um helgina

Það var mikið um dýrðir í Laugardalshöllinni um helgina þar sem bestu fimleikamenn landsins voru saman komnir til að etja kappi . Það má segja að þau Kristjana Sæunn Ólafsdóttir og Viktor Kristmannsson úr Gerplu hafi verið sigurvegarar helgarinnar, en þau sigruðu í fjölþrautinni í karla og kvennaflokki.

Sjá næstu 50 fréttir