Sport

Liverpool lagði Everton

Liverpool nældi í gríðarlega mikilvæg stig gegn Everton í gær og á því enn möguleika á Meistaradeildarsæti. Sigurinn kom þó ekki áfallalaust því Fernando Morientes, Dietmar Hamann og Stephen Warnock meiddust allir í leiknum og svo fékk Milan Baros að líta rauða spjaldið. Þrátt fyrir þessi áföll fagnaði Liverpool sigri. "Þetta hefði verið auðveldara hefði Baros nýtt færin sín betur en því miður var hann ekki á skotskónum og svo fékk hann rautt. Við vörðumst eins og ljón eftir það og innbyrðum stigin sem betur fer," sagði Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, sem skoraði fyrsta mark leiksins og var einn besti maður vallarins í 2-1 sigri Rauða Hersins



Fleiri fréttir

Sjá meira


×