Sport

Fjölnir lagði Aftureldingu

Fjölnir úr Grafavogi sigraði Aftureldingu frá Mosfellsbæ með sex mörkum gegn tveimur í fyrsta riðli B-deildar Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu í dag, en leikið var í Egilshöll. Ragnar Sverrisson gerði tvö mörk fyrir Fjölni í sitthvorum hálfleiknum, bæði úr vítaspyrnum og þeir Ólafur P. Johnson, Atli Guðnason, Pétur G. Markan og Gunnar M. Guðmundsson gerðu eitt mark hver. Albert ARason og Jóhann B. Valsson gerðu mörk Mosfellsbæinga, bæði í síðari hálfleik. Bæði lið hafa nú leikið tvo leiki í riðlinum í og unnið einn og tapað einum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×