Sport

28 handteknir á Englandi í dag

28 enskir fótboltaáhorfendur voru handteknir í dag í aðgerð lögreglunnar vegna gruns um ofbeldisfulla hegðun á leik Englands og Wales fyrir 5 mánuðum. Handtökurnar koma í kjölfar rannsóknar á ólátum sem blossuðu upp á leik þjóðanna í undankeppni HM2006 sem fram fór á Old Trafford 9. október sl. en 33 manns voru handteknir eftir leikinn vegna óláta. Með þessu er lögreglan að senda út skýr skilaboð þess efnis að slík hegðun verði með engu móti liðin þegar England mætir Norður Írlandi í sömu keppni á n.k. laugdardag. Lögreglan óttast að ólæti muni blossa upp á Old Trafford um næstu helgi þar sem þjóðirnar mætast og reynir nú allt til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Ekki var þó nóg gert með fjöldahandtökunum í dag því talsmaður lögreglunnar sagði í viðtali við breska fjölmiðla í dag að von væri á því að 8 manns til viðbótar verði handteknir nú í vikunni vegna fyrrgreindrar rannsóknar. England tekur svo á móti Azerbaijan á miðvikudag í næstu viku en sigur í þessum tveimur leikjum allt að því tryggir liðinu sæti á HM í Þýskalandi á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×