Sport

Liverpool komið í 2-0

Liverpool er komið í 2-0 í grannaslagnum gegn Everton. Liverpool fékk aukaspyrnu er Tony Hibbert braut fólskulega á Luis Garcia rétt utan teigs á 27. mínútu. Dietmar Hamann ýtti boltanum til hliðar og Steven Gerrard setti hann örugglega í netið, vinstra megin við Martyn í markinu. Fimm mínútum síðar vann Fernando Morientes boltann 40 metra frá marki, átti bylmingsskot sem Nigel Martyn varði í slá, en Luis Garcia fylgdi vel á eftir og skallaði í netið. Liverpool hefur ráðið lögum og lofum í leiknum spilað hreint út sagt frábæran fótbolta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×