Sport

Real minnkaði forskotið

Real Madrid minnkaði forskot Barcelona niður í ellefu stig í spænsku úrvalsdeildinni eftir sigur á Malaga, 1-0. Roberto Carlos skoraði sigurmarkið. AC Milan endurheimti efsta sætið á Ítalíu eftir 2-0 útisigur á Roma. Hernan Crespo og Andrea Pirlo skoruðu mörk Milan en Panucci og Fransesco Totti fengu að líta rauða spjaldið hjá Roma. Þetta var áttundi sigurleikur AC Milan í röð sem er efst með jafnmörg stig og Juventus en með betri markatölu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×