Sport

Svona gerir maður ekki

Alan Stubbs, varnarmaður Everton, segir að tæklingin sem að hann varð fyrir frá Milan Baros hjá Liverpool í viðureign liðanna á sunnudag hefði getað bundið enda á feril sinn. Baros fékk að líta beint rautt spjald en Stubbs er ekki á þeim buxunum að fyrirgefa Baros. "Maður fer ekki í svona tæklingar sem geta bundið enda á feril leikmanna. Ég er í algjöru sjokki yfir þessari tæklingu og svona framkoma er engan veginn ásættanleg. Ég náði augnsambandi við hann rétt fyrir samstuðið en samt lyfti hann löppinni og í átt að mér. Hann átti aldrei möguleika í boltann og ég sætti mig ekki við svona glæfraskap," segir Stubbs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×