Sport

Íslenska landsliðið reynslumeira

Athyglisverða tölfræði má rýna í á vef knattspyrnusambands Íslands í dag en þar kemur í ljós að íslenska landsliðið er reynslumeira en það króatíska en liðin mætast í undankeppni HM næstkomandi laugardag. Þegar litið er til heildarleikjafjölda 18 manna hópa liðanna sést að leikmenn Íslands eiga samtals 421 leik að baki eða 14,5 leiki að meðaltali á leikmann. Heildarleikjafjöldi Króata er þó litlu minni eða 412 leikir samtals eða 12,5 leikir að meðaltali á leikmann. Króatar hafa á að skipa mjög sterkum hópi. Meðal stjörnuleikmanna þeirra eru varnarmaðurinn Igor Tudor hjá Siena á Ítalíu sem lánsmaður frá Juventus, varnarmaðurinn Robert Kovac hjá þýsku meisturunum Bayern Munchen, Ivan Klasnic sóknarmaður hjá Werder Bremen, Jerko Leko, miðjumaður hjá Dynamo Kyiv, kantmaðurinn Marko Babic hjá Bayer Leverkusen og markamaskínan Dado Prso hjá Glasgow Rangers en hans eftirminnilegasta afrek er að skora 4 mörk í leik með Monaco í Meistaradeildinni í fyrra gegn Deportivo La Coruna. Króatía-Ísland fer fram í Zagreb á laugardaginn kl. 17.00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Sýn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×