Sport

2-0 yfir en 3 meiddir

Liverpool leiðir í hálfleik gegn Everton í með tveimur mörkum gegn engu. Steven Gerrard og Luis Garcia skoruðu mörkin. Það vekur einnig athygli að Liverpool er búið að nota allar skiptingar sínar í fyrri hálfleik en þeir Stephen Warnock, Dietmar Hamann og Fernando Morientes eru allir farnir af leikvelli meiddir og til að bæta gráu ofan á svart þá er Luis Garcia farinn að halltra. Það verður því spennandi að sjá hvað gerist í síðari hálfleik en þeir Antonio Nunez, Igor Biscan og Vladimir Smicer eru komnir inn í stað Warnock, Hamann og Morientes.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×