Sport

Bulls skellti Miami

Lið Chicago Bulls er heldur betur að gera góða hluti í NBA-deildinni í körfuknattleik um þessar mundir og í fyrrinótt gerðu ungu bolarnir sér lítið fyrir og skelltu sjóðheitu liði Miami Heat. Miami hafði fyrir leikinn verið á mikilli sigurgöngu, en varð að játa sig sigraa fyrir ungu liði Chicago með Ben Gordon fremstan í flokki, en hann skoraði 29 stig í leiknum, sem fór í framlengingu og endaði 105-101 fyrir Bulls.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×