Fleiri fréttir

Stórsigur Hauka á Víkingi

Topplið Hauka í Úrvalsdeild kvenna í handknattleik gersigraði Víkinga í Víkinni í gærkvöldi.

Stórsigur Hauka

Einn leikur fór fram í DHL-deild kvenna í handknattleik í kvöld. Víkingar stein lágu á heimavelli gegn Haukum, 40-21. Eftir leikinn eru Haukar í öðru sæti deildarinnar með 11 stig, stigi á eftir HK, en Víkingar eru í sjöunda og næst síðasta sæti með sex stig.

Fundur aganefndar HSÍ

Aganefnd HSÍ dæmdi Harald Þorvarðarson, leikmann Selfoss, í þriggja leikja bann á fundi sínum í gær.

Bayern bustaði Arsenal

Bayern Munchen átti ekki í miklum vandræðum með Englandsmeistara Arsenal á Ólympíuleikvanginum í Munchen í kvöld og sigruðu örugglega 3-1 eftir að hafa komist í 3-0. Claudio Pizarro kom heimamönnum yfir strax á fimmtu mínútu, og hann var síðan aftur á ferðinni á þeirri 59. Hasan Salihamidizic kom svo heimamönnum í 3-0 áður en Kolo Toure minnkaði muninn.

PSV lagði Monaco

PSV Eindhoven sigraði Monaco í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Alex da Dias Costa skoraði sigurmarkið strax á níundu mínútu.

Real sigur gegn Juventus

Real Madrid sigraði andlaust lið Juventus með einu marki gegn engu í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ivan Helguera skoraði markið með skalla eftir frábæra aukaspyrnu frá David Beckham. Real Madrid var mun sterkari aðilinn í leiknum og voru óheppnir að komast ekki í 2-0 þegar Walter Samuel skallaði í samskeytin.

Liverpool vann Leverkusen

Liverpool átti ekki í miklum erfiðleikum með Bayer Leverkusen í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Luis Garcia skoraði fyrsta markið á 15. mínútu eftir frábæra sendingu frá Igor Biscan og John Arne Riise bætti öðru marki við tíu mínútum fyrir leikhlé.

Stjörnuhrap í Ásgarði

Stjarnan er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik eftir slæmt tap gegn pólska liðinu Vitarel Jelfa í gær. Stjarnan sá aldrei til sólar í leiknum. </font /></b />

Austrið vann með tíu stigum

Allen Iverson, leikmaður Piladelphia, var valinn maður Stjörnuleiksins í NBA-körfuboltanum sem fram fór í nótt. Iverson skoraði 15 stig og gaf 10 stoðsendingar í 125-115 sigri Austurdeildarinnar gegn Vesturdeildinni.

Snæfell tapaði óvænt

Fimm leikir voru í Intersportdeild-karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Keflavík sigraði Hamar/Selfoss með 96 stigum gegn 67. Helsti keppinautur þeirra um deildarmeistaratitilinn, Snæfell, tapaði óvænt fyrir ÍR með eins stigs mun í íþróttahúsi Seljaskóla, 77-76.

Jafntefli hjá KR og FH

Fimm leikir fóru fram í deildabikarnum í knattspyrnu í gær. KA og Keflavík gerðu jafntefli, 3-3, ÍBV og Fylkir skildu jöfn, 1-1, stórliðin KR og FH skildu einnig jöfn, 1-1, Valur vann Grindavík, 1-0, og ÍA sigraði Víking, 3-1.

Campbell og Scott með forystu

Bandaríkjamaðurinn Chad Campbell og Adam Scott frá Ástralíu hafa eins höggs forystu eftir annan hringinn á PGA-mótinu í golfi í Los Angeles en þeir eru báðir á níu höggum undir pari. Mótið, sem hófst á fimmtudag, hefur tafist mjög vegna mikilla rigninga.

Barcelona með sjö stiga forystu

Barcelona hefur sjö stiga forystu á Real Madrid eftir leiki helgarinnar á Spáni. Barcelona er með 57 stig í fyrsta sæti en Real Madrid er í öðru sæti með 50 stig.

Dregið í enska bikarnum

Í dag var dregið um hvaða lið mætast í 8 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Bikarmeistarar Manchester United fengu útileik gegn annað hvort Southampton eða 1. deildarliðinu Brentford. Bolton mætir annað hvort Arsenal eða Championship deildar liðinu Sheff Utd.

Áhorfendum óvenju heitt í hamsi

Enskir knattspyrnuáhorfendur voru heldur æstir um helgina en þrjú lið eiga von á refsingu vegna hegðunar áhorfenda eftir leiki helgarinnar. Lögreglan í Lancashire hefur handtekið 42 ára gamlan mann sem hljóp inn á völlinn í leik Burnley og Blackburn í ensku bikarkeppninni á laugardaginn. Fleiri alvarleg atvik áttu sér stað á tveimur öðrum völlum í Englandi um helgina.

AC Milan á toppnum

AC Milan er á toppnum ítölsku 1. deildarinnar með 54 stig, rétt eins og Juventus sem er í öðru sæti með lakara markahlutfall. Inter vermir þriðja sæti með 43 stig og síðan koma Udinese og Sampdoria með 41.

Peterson með tíu í tapleik

Nordhorn sigraði Dusseldorf með 36 mörkum gegn 27 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Alexander Peterson skoraði 10 mörk fyrir Dusseldorf en Markús Máni Michaelsson komst ekki á blað.

Jóna Margrét með sjö mörk

Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoraði sjö mörk þegar Wibern sigraði Mainzlar, 39-34, í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Dagný Skúladóttir og Sólveig Lára Kærnested skoruðu tvö mörk hvor. Elfa Björk Hreggviðsdóttir skoraði eitt mark fyrir Mainzlar.

TuS Weibern bjargað frá gjaldþroti

Fjárhagsvandræði Íslendingaliðsins TuS Weibern - sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar og landsliðskonurnar Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Sólveig Kjærnested og Dagný Skúladóttir leika með - leystust í gær þegar félagið gekk frá nýjum styrktarsamningum.

Bullur í sviðsljósinu um helgina

Þótt leikur Burnley og Blackburn í enska bikarnum hafi endað með markalausu jafntefli verður seint sagt að ekkert fjör hafi verið á vellinum. Þrír áhorfendur stálu senunni þegar þeim tókst að hlaupa inn á völlinn.

Breyttir tíma á Hlíðarenda

Valsmenn hafa þegar unnið tvo titla undir stjórn Willums Þórs Þórssonar og síðast þegar þeir unnu Reykjavíkurmeistaratitilinn fylgdi Íslandsmeistaratitilinn einnig í kjölfarið. </font /></b />

Shaq alltaf í sigurliði frá 2000

Shaquille O’Neal var kannski ekki valinn besti leikmaður Stjörnuleiksins annað árið í röð en það þykir mörgum táknrænt um áhrif þessa frábæra miðherja.

Wayne Bridge ökklabrotinn

Chelsea þarf að leika án vinstri bakvarðarins Wayne Bridge það sem eftir lifir leiktíðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Enski landsliðsmaðurinn var borinn af velli í leik Chelsea og Newcastle í ensku bikarkeppninni á sunnudag eftir harkalega tæklingu Alan Shearer. Síðdegis í dag kom í ljós að Bridge er ökklabrotinn og tímabilinu því lokið hjá honum.

Shevchenko frá fram yfir páska

Nú er ljóst að AC Milan verður án úkraínsku markamaskínunnar Andriy Shevchenko næsta mánuðinn en það fékkst staðfest í dag þegar hann gekkst undir læknisaðgerð á Ítalíu. Settar voru málmplötur í andlit leikmannsins í aðgerðinni sem að sögn heppnaðist fullkomlega. Þessi tíðindi þýða að Milan verður án Shevchenko í báðum leikjum sínum gegn Man Utd í Meistaradeildinni og ekki von á honum í slaginn fyrr en í fyrsta lagi eftir páska.

Cruz Beckham fæddur

Enski landsliðsfyrirliðinn í knattspyrnu David Beckham og kona hans Victoria eignuðust sitt þrðja barn í morgun og reyndist það vera drengur. Drengurinn fæddist í Madrid á Spáni kl. 9.40 að íslenskum tíma í morgun og hefur hlotið nafnið Cruz.

Narfi sýknaður af kæru Bjarnarins

Dómstóll ÍSÍ hefur sýknað Íshokkídeild Ungmennafélagsins Narfa, en Skautafélagið Björninn kærði Narfa og krafðist þess að lið félagsins yrði dæmt úr keppni á Íslandsmóti karla í íshokkíi á þessari leiktíð. Skautafélagið Björninn byggði kæru sína á því að Narfi hefði ekki sent þrjá dómara til þess að dæma fyrir hönd félagsins eins og reglugerð Íshokkísambandsins kveður á um.

Silfur á júdómóti í Danmörku

Þormóður Árni Jónsson vann silfur í +100 kílógrama flokki í Matsumae-bikarkeppninni í júdó í Vejen í Danmörku í gær. Snævar Már Jónsson og Jósep Birgir Þórhallsson urðu í níunda sæti í sinum þyngdarflokkum en aðrir íslenskir keppendur komust ekki upp úr sínum riðlum.

Haukar unnu Grindvíkinga

Haukar unnu Grindavík 110-85 í fyrsta leiknum í 19. umferð Intersport-deildarinnar í körfuknattleik í gær. Demetric Shaw skoraði 33 stig fyrir Hauka og Mike Manciel 26. Darrell Lewis var stigahæstur Grindvíkinga, skoraði 24 stig. Grindavík er í áttunda sæti en Haukar í tíunda sæti, tveimur stigum á eftir Grindavík.

Keflavíkurkonur nær titli

Keflavík færðist nær deildarmeistaratitlinum í 1. deild kvenna þegar liðið sigraði nýkrýnda bikarmeistara Hauka með 71 stigi gegn 69. Ebony Shaw skoraði 28 stig fyrir Hauka en Helena Sverrisdóttir tók 17 fráköst. Birna Valgarðsdóttir var stigahæst í Keflavíkurliðinu með 17 stig. Keflavík hefur 28 stig og Grindavík 24 en bæði lið eiga þrjá leiki eftir, þar á meðal innbyrðisleik í Keflavík 2. mars.

Silja þriðja á háskólamótinu

Silja Úlfarsdóttir, frjálsíþróttakona í FH, varð í 3. sæti í 400 metra hlaupi á bandaríska háskólamótinu í gærkvöldi. Silja hljóp á 54,10 sekúndum en sigurvegarinn, Charlette Greggs, á 53,48 sekúndum. Tími Silju í 200 metra hlaupi var 24,32 sekúndur en Dominique Darden sigraði á 24,07 sekúndum.

Deildarbikarkeppnin hafin

Keppni í deildarbikar karla í knattspyrnu hófst í gær. Keflavík sigraði Völsung 2-1. Hermann Aðalgeirsson kom Völsungi yfir með marki úr vítaspyrnu en Keflvíkingar jöfnuðu metin með sjálfsmarki Völsunga. Hörður Sveinsson kom svo Keflavík yfir skömmu fyrir leikhlé.

Spennan magnast í Intersport deild

Í kvöld lýkur 19. umferð Intersport deildarinnar í körfubolta karla og toppbaráttan í algleymi enda lítið er eftir af mótinu. Keflvíkingar eru efstir með 2 stiga forystu á Snæfell sem er 4 stigum á undan Njarðvík í 3. sætinu. Keflavík tekur á móti Hamar/Selfoss í Reykjanesbæ á meðan Snæfellingar heimsækja ÍR í Seljaskóla.

Box: Hopkins í sögubækurnar

Bandaríski hnefaleikarinn fertugi, Bernard Hopkins, skráði nafn sitt í sögubækurnar í nótt þegar hann varði sinn 20. titil í millivigt með því að vinna sigur Evrópumeistaranum Howard Eastman á stigum. Bardaginn sem fór fram í Staples Center í Los Angeles var í beinni útsendingu á Sýn og verður endursýndur kl. 19:35 í kvöld.

Rangers brutu upp 5 ára hefð

Stórleikur fór fram í skosku knattspyrnunni í dag þegar Glasgow Rangers vann 0-2 útisigur á meisturum Glasgow Celtic. Rangers náðu þar með 3 stiga forystu á Celtic sem eiga þó leik til góða við þá níu sem Rangers eiga eftir. Gregory Vignal og Nacho Novo skoruðu mörk gestanna í síðari hálfleik en Craig Bellamy lánsmaður frá Newcastle lék allan leikinn með Celtic.

Fjölmennt mót í Laugardalslaug

720 keppendur frá 28 sundfélögum taka þátt í Gullmóti KR sem fram fer í Laugardalslaug um helgina. Í gærkvöldi fór fram keppni í 50 metra flugsundi og var keppt með útsláttarfyrirkomulagi. Örn Arnarsson sigraði Hjört Má Reynisson í úrslitum í karlaflokki, en Örn synti á 52,02 sekúndum eða einum hundraðasta frá Íslandsmeti Hjartar.

Garica með þrjú gegn Lemgo

Jaliesky Garcia skoraði þrjú mörk þegar Göppingen sigraði Lemgo 32-31 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Logi Geirsson skoraði tvö mörk fyrir Lemgo. Patrekur Jóhannesson skoraði þrjú mörk þegar Minden gerði jafntefli við Gummersbach, 30-30.

Leik enn frestað vegna rigningar

Vegna ausandi rigningar var ekkert hægt að spila á Opna Nissan-mótinu í golfi. Keppni átti að ljúka í kvöld en Brian Davis sem hafði forystu eftir fyrsta keppnisdag hefur enn þá aðeins spilað 18 holur.

Chelsea úr leik í bikarnum

Chelsea er úr leik í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu en liðið tapaði fyrir Newcastle, 1-0 í 16 liða úrslitum keppninnar nú síðdegis. Patrick Kluivert skoraði eina mark leiksins á 4. mínútu. Chelsea lék manni færri nánast allan síðari hálfleik. Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea notaði alla varamennina sína þrjá í hálfleik og Carlo Cudicini var rekinn af velli með rauða spjaldið þegar 2 mínútur voru eftir af viðbótartíma.

Haukar á toppinn

Haukar er komnir á topp DHL-deildar karla í handbolta eftir 32:26 sigur á Víkingi nú síðdegis. Haukar eru efstir með 11 stig, einu stigi ofar en HK sem á leik til góða. Næsti leikur í deildinni fer fram á miðvikudag en þá verður leikinn tvífrestaður leikur ÍBV og Þórs.

Var ekki að meika það

Handboltaþjálfarinn Aðalsteinn Eyjólfsson er á heimleið eftir viðburðarríkt ár í Þýskalandi. Félag hans, TuS Weibern, er að fara á hausinn og starfsmenn hafa ekki fengið greidd laun í marga mánuði. Aðalsteinn mun þjálfa kvennalið FH næsta vetur.

Byrja vel á Norðurlandamóti í skák

Í gær hófst Norðurlandamótið í skólaskák í Osló í Noregi. Íslensku keppendurnir byrjuðu mjög vel og eftir tvær umferðir hafa þrír keppendur fullt hús vinninga. Það eru Dagur Arngrímsson, Guðmundur Kjartansson og Einar Ólafsson, hver í sínum flokki.

Stjarnan í eldlínunni

Stjarnan í Garðabæ keppir í dag við pólska liðið Vitarel Jelva í 16 liða úrslitum áskorendakeppni Evrópu í handknattleik. Stjörnustúlkur freista þess að komast í 8 liða úrslit keppninnar og ákváðu því að kaupa heimaleik pólska liðsins og því verða báðir leikirnir háðir hér á landi.

Auður Sif náði Evrópulágmarki

Auður Sif Jónsdóttir Ægi setti í gær stúlknamet í 800 metra skriðsundi á gullmóti KR sem hófst í Laugardalnum í gær. Auður Sif synti á 9 mínútum, 26,59 sekúndum og náði lágmarki fyrir Evrópumeistaramót unglinga sem verður í Búdapest í sumar.

Arsenal manni færri

Jafnt er í hálfleik í viðureign Arsenal og 1. deildarliðs Sheffield United í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Hvorugu liðinu hefur tekist að skora en Arsenal léku síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiks einum manni færri eftir að fyrirliðanum Dennis Bergkamp var vikið að velli fyrir að slá til Danny Cullip.

KA tekur við deildarmeistaratitli

KA fær í dag afhentar deildarmeistaratitilinn í blaki kvenna en KA-konur mæta Þrótti Reykjavík í íþróttahúsi Hagaskóla klukkan 14. Þetta verður annar leikur liðanna á jafnmörgum dögum en Þróttur sigraði í gærkvöldi í þremur hrinum gegn einni. Þróttur Neskaupstað sigraði HK í fimm hrina leik í gærkvöldi.

Sjá næstu 50 fréttir