Sport

Flake farinn frá Fjölni

Miðherjinn Darrel Flake er farinn frá Úrvalsdeildarliði Fjölnis í Grafarvogi.  Leikmaðurinn átti við alvarleg hnémeiðsli að stríða og hefur þessvegna snúið aftur til Bandaríkjanna til að fara í uppskurð.  Fjölnir sækir Snæfell heim í Úrvalsdeildinni í kvöld og hefði liðið þurft að spila þann leik án Flake hvort sem var, því hann átti yfir höfði sér leikbann sem hann hlaut eftir að vera vikið af leikvelli gegn Skallagrími í Borgarnesi á dögunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×