Sport

Keflavík deildarmeistari kvenna

Keflavík varð í gærkvöldi deildarmeistari kvenna í körfuknattleik þegar liðið sigraði ÍS 71-68. Alexandra Stewart skoraði 23 stig fyrir Keflavík en Angel Mason 19 fyrir ÍS. Þegar tvær umferðir eru eftir hefur Keflavík 6 stiga forystu á Grindavík sem tapaði með tuttugu og tveggja stiga mun á heimavelli, 55-77, fyrir nýkrýndum bikarmeisturum Hauka. Helena Sverrisdóttir skoraði 22 stig og tók 16 fráköst fyrir Hauka en Ólöf Pálsdóttir var stigahæst í liði Grindavíkur með 16 stig. Njarðvík vann KR með 77 stigum gegn 55.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×