Sport

Vinnur Keflavík deildina í kvöld?

Keflavík getur tryggt sér deildarmeistaratitil kvenna í körfuknattleik í kvöld. Keflavík mætir ÍS í Keflavík en á sama tíma keppa Grindavík og Haukar og Njarðvík og KR. Þegar þrjár umferðir eru eftir hefur Keflavík fjögurra stiga forystu á Grindavík og vinni Keflavík en Grindavík tapar þá á Grindavík ekki lengur möguleika á því að ná Keflavík að stigum. Liðin tvö mætast í næstsíðustu umferðinni í Keflavík 2. mars.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×