Sport

O´Neal meiddist gegn Bulls

Chicago vann Miami Heat 105-101 í framlengdum leik. Ben Gordon skoraði 29 stig fyrir Chicago en Miami missti tröllið Shaquille O´Neal meitt af velli í fyrsta leikhluta. Seattle vann Houston 87-85 þar sem Ray Allen skoraði tvö síðustu stigin af vítalínunni. Allen skoraði 29 stig fyrir Seattle en Yao Ming 30 fyrir Houston. Denver vann fimmta leikinn í röð, nú gegn New York Knicks, 97-88 urðu úrslitin. Vince Carter mátti þola tap með New Jersey Nets á heimavelli gegn gamla liðinu sínu, Toronto Raptors. Toronto vann 100-82, en Jalen Rose skoraði 30 stig fyrir Raptors. Los Angeles Lakers vann Boston 104-95. Ricky Davis og Paul Pierce skoruðu 25 stig fyrir Boston en framlag þeirra dugði ekki. Kobe Bryant skoraði 21 stig fyrir Lakers. Chris Webber skoraði 30 stig fyrir Sacramento sem vann Atlanta 114-104. Indiana burstaði Orlando 108-84 og Milwaukee vann Charlotte 112-102 þar sem Michael Redd skoraði 39 stig fyrir Milwaukee.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×