Fleiri fréttir

Solberg tók forystuna

Finninn Marcus Grönholm hafði forystu eftir fyrsta kepnisdag í Svíþjóðar-rallinu en Petter Solberg, sem kemur frá Noregi, tók forystu á níundu sérleiðinni í morgun. Núverandi heimsmeistari, Sebastían Leobe, frá Frakklandi er þriðji.

Fjórir leikir hjá konunum

Það eru fjórir leikir á dagskrá í 1. deild kvenna í handknattleik í dag. Stjarnan tekur á móti ÍBV, FH mætir Haukum, Valur fær Fram í heimsókn og Víkingur tekur á móti Gróttu/KR.

Eiður sá um Everton

Chelsea heldur öruggri foristu í Ensku úrvaldsdeildinni, en í dag sigraði liðið Everton 1-0 á Goodison Park með marki frá Eiði Smára á 70. mínútu. James Beattie var réttilega rekinn af velli strax á níundu mínútu er hann hljóp William Gallas uppi og skallaði hann aftan í hnakkann þegar boltinn var hvergi nærri.

ÍR í úrslit SS bikarsins

ÍR-ingar komust í dag í úrslit SS bikarsins í handknattleik karla er þeir sigruðu ÍBV 34-27 í fyrri undanúrslitaleik keppninnar í Austurbergi. Síðari undanúrslitaleikurinn fer fram á Seltjarnarnesi klukkan 16:15 í dag er Grótta/KR tekur á móti HK.

Úrslit í DHL deild kvenna

Þremur leikjum er lokið og einn fer fram síðar í dag í DHL deild kvenna í handknattleik. Í Ásgarði sigraði ÍBV Stjörnuna 18-23, í Kaplakrika gerðu FH og Haukar jafntefli, 25-25, og  í Víkinni töpuðu heimamenn í Víkingi fyrir Grótta/KR 22-28.

Kostelic með þriðju gullverðlaunin

Króatíska skíðakonan Janica Kostelic vann í gær sín þriðju gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í Santa Catarína á Ítalíu þegar hún varði heimsmeistaratitil sinn í svigi.

KR og Fylkir unnu

Á Reykjavíkurmóti kvenna í knattspyrnu í gær vann KR HK/Víking með tveimur mörkum gegn einu og Fylkir lagði Fjölni, 3-2.

San Antonio vann New Jersey

San Antonio vann New Jersey, 101-91, í NBA-körfuboltanum í nótt. Houston sigraði Indiana, 91-83, Boston vann New York, 111-94 og Dallas sigraði Sacramento, 115-113.

Nice áfram í bikarnum

Í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar í Frakklandi vann Nice Reims, 3-1, í framlengdum leik í gær. Í hollensku fyrstu deildinni gerðu Groningen og Vites Arnheim markalaust jafntefli.

Slakir Liverpool tapa

Birmingham átti ekki í miklum vandræðum með arfaslakt liði Liverpool á St Andrews í dag og unnu auðveldan 2-0 sigur. Walter Pandiani skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu eftir að Sami Hyypia hafði brotið á fyrrum félaga sínum Emile Heskey innan teigs. Julian Gray gerði síðan síðara markið á loka mínútu fyrri hálfleiks eftir slakan varnarleik John Arne Riise.

Eiður hetja Chelsea

„Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur þar sem nú kemur smá pása hjá okkur í úrvalsdeildinni. Við höldum enn góðri stöðu og getum því einbeitt okkur að öðrum verkefnum með góðri samvisku,“ sagði okkar maður Eiður Smári Guðjohnsen, sem var hetja Chelsea gegn Everton í dag.

ÍR og HK mætast í úrslitaleiknum

ÍR-ingar og HK-menn tryggðu sér í dag sæti í úrslitum SS-bikars karla í handknattleik en leikurinn fer fram í Laugardalshöll 26. febrúar næstkomandi.

Valur í undanúrslit

Valur tryggði sér í gærkvöld sæti í undanúrslitum á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu þegar liðið lagði Fram 2-0. Sigþór Júlíusson og Einar Óli Þorvarðarson skoruðu mörk Vals. Atli Sveinn Þórarinsson og Grétar Sigfinnur Sigurðsson léku báðir sinn fyrsta leik með Val.

Níu stiga sigur Keflvíkinga

Keflvíkingar tróna á toppnum í Intersport-deildinni í körfubolta með 28 stig en Keflavík sigraði KR, 88-79, í gær. Nick Bradford var stigahæstur í liði Keflavíkur með 25 stig og Magnús Gunnarsson skoraði 22.

Þór vann Val

Í úrvalsdeild karla í handknattleik bar Þór Akureyri sigurorð af Val fyrir norðan í gær, 30-26, en Valur hafði eins marks forystu í hálfleik. Sindri Haraldsson var markahæstur norðanmanna með 10 mörk en hjá Val skoraði Heimir Örn Árnason 8 og Baldvin Þorsteinsson skoraði. 6.

Dagur með tvö í sigurleik

Dagur Sigurðsson skoraði tvö mörk þegar Bregenz sigraði Innsbruck, 33-24, í austurrísku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Bregenz, sem Dagur leikur með og þjálfar, er í efsta sæti í deildinni með 30 stig, fimm stigum á undan Kremz sem er í öðru sæti.

Mickelson með forystu

Phil Mickelson frá Bandaríkjunum hefur þriggja högga forystu eftir fyrsta hring á Pebbel Beach-mótinu í golfi sem fram fer í KalIforníu. Mickelson lék fyrsta hringinn á 62 höggum og var á tíu höggum undir pari sem er vallarmet. Vijay Singh, sem sigraði á mótinu á síðasta ári, náði sér ekki á strik og var á einu höggi yfir pari.

Fast leiðir á Opna nýsjálenska

Sænski kylfingurinn Niclas Fast hefur tveggja högga forystu eftir tvo hringi á Opna nýsjálenska mótinu. Fast lék hringinn á níu höggum undir pari og jafnaði vallarmetið. Hann er samtals á 16 höggum undir pari.

Solberg með 7,5 sekúndna forskot

Sænska rallið hófst í morgun. Peter Solberg, fyrrverandi heimsmeistari, tók forystu á fyrstu sérleið og eftir tvær sérleiðir hafði hann 7,5 sekúndna forskot á Sebastían Leobe frá Frakklandi sem hefur heimsmeistaratitil að verja.

Detroit sigraði Lakers örugglega

Aðeins þrír leikir voru í NBA-körfuboltanum í nótt. Orlando vann Atlanta, 101-96, Detroit sigraði Los Angeles Lakers með 103 stigum gegn 81 og Seattle bar sigurorð af Sacramento, 115-107.

Skemmtilegasti leikur vetrarins

Haukar og Grindavík munu etja kappi í Laugardalshöll í dag en þá ráðast úrslitin í bikarkeppni KKÍ & Lýsingar í körfuknattleik. Haukastúlkur eru orðnar langeygar eftir bikartitli en þær báru sigur úr býtum árið 1984. Grindvíkingar hafa hins vegar aldrei unnið titilinn en liðið komst í úrslit árið 1994 en mátti lúta í lægra haldi fyrir nágrönnum sínum í Keflavík.

Roy Keane að hætta

Fyrirliði enska knattspyrnustórveldisins Manchester United, Roy Keane, gaf það út í dag að hann hyggist leggja skóna á hilluna þegar samningur hans við félagið rennur út eftir 18 mánuði. Þetta er því næst síðasta tímabil hans sem leikmaður hjá Rauðu djöflunum sem hann hefur verið hjá síðan hann kom frá Nottingham Forest árið 1993 fyrir 3,75 milljónir punda.

Sollied ekki til Brügge

Norski knattspyrnuþjálfarinn Trond Sollied, sem stjórnar belgíska liðinu Club Brügge, mun ekki taka við við gríska stórliðinu Panathinaikos en samningaviðræður hafa staðið á milli Sollied og gríska liðsins að undanförnu.

Tomba snýr aftur í brekkurnar

Ítalska skíðakappann Alberto Tomba dreymir um að snúa aftur í skíðabrekkurnar á vetrarólympíuleikunum í Tórínó á næsta ári.

Reyes gabbaður í útvarpinu

Spænski knattspyrnumaðurinn Jose Antonio Reyes sem leikur með Arsenal var fórnarlamb símahrekks á spænskri útvarpsstöð í vikunni sem hefur heldur betur komið honum í vanda. Reyes taldi sig vera að tala við Emilio Butragueno, yfirmann íþróttamála hjá Real Madrid þegar hann í raun var að tala við plötusnúð í beinni á útvarpsstöð.

Henke byrjaður að æfa á ný

Sænski framherjinn Henrik Larsson, sem leikur með Barcelona, er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir að hann sleit krossbönd á hné fyrir jól.

Munnlegt samkomulag við Shaw

Körfuknattleikslið Hauka í intersportdeildinni hafa gengið frá munnlegu samkomulagi um að Bandaríkjamaðurinn Demetric Shaw leiki með liðinu það sem eftir lifir tímabils.

Engill til ÍS

Kvennalið ÍS hefur fengið liðsstyrk fyrir lokasprettinn í 1. deild kvenna í körfubolta því liðið hefur fengið til sín bandaríska framherjann Angel Mason sem mun spila með liðinu út tímabilið. Mason mun leika sinn fyrsta leik gegn KR í kvöld. 

Eiður skorar ekki nóg

Þrátt fyrir að hafa komið boltanum 10 sinnum í net andstæðinga sinna í Englandi í vetur, þar af sjö í úrvalsdeildinni, segir Eiður það ekki nóg af framherja af vera.

Lið ÍBV kostar tugi milljóna

Það vakti gríðarlega athygli í vikunni þegar hið unga og óreynda kvennalið Gróttu/KR sló út atvinnumannalið ÍBV í undanúrslitum SS-bikarsins í Vestmannaeyjum.

Karl Malone hættur

Bandaríski körfuboltasnillingurinn Karl Malone hefur ákveðið að hætta spilamennsku og mun hann tilkynna það á blaðamannafundi á sunnudaginn að því er fram kom í bandarískum fjölmiðlum síðdegis. Malone er án efa einn öflugasti framherjinn í sögu NBA körfuboltans enda í 2. sæti yfir skorhæstu leikmenn í sögu NBA deildarinnar.

Karl Malone hættur í NBA

Malone hafði fullan hug á að leika með San Antonio Spurs í vetur áður en hann komst að þeirri niðurstöðu að ferillinn væri á enda.

Williams í vandræðum í París

 Tennisstjarnan Serena Williams komst í hann krappan í París á dögunum þar sem hún var stödd á innanhúsmóti í tennis.

Reggie Miller hættir í sumar

Reggie Miller, leikmaður Indiana Pacers í NBA-körfuboltanum, hyggst leggja skóna á hilluna eftir þetta tímabil, ef marka má orð systur hans, Cheryl Miller sem starfar sem íþróttaþulur hjá sjónvarpsstöðinni TNT.

Giambi viðurkennir steranotkun?

Jason Giambi, ein skærasta stjarna hafnaboltaliðsins New York Yankees í Major League-deildinni í Bandaríkjunum, bað aðdáendur sem og starfsbræður sína afsökunar á að hann hafi verið bendlaður við steranotkun.

Ferrari frumsýnir nýja bílinn

Lið Ferrari í Formúlu 1 kappakstrinum mun frumsýna nýjan bíl 25. febrúar næstkomandi. Frumsýningin mun eiga sér stað í verksmiðju Ferrari í Maranello á Ítalíu.

Jónatan líklega til Þýskalands

Enn einn KA-maðurinn er líklega á leið í atvinnumennsku í Þýskalandi, en Jónatan Magnússon, fyrirliði KA í handknattleik, hyggst semja við þýska 2. deildarliðið TSG Ossweil. KA lék gegn TSG Ossweil í æfingamóti síðastliðið haust og hrifust forráðamenn þýska liðsins mjög af frammistöðu Jónatans.

Heiðar leikmaður janúarmánaðar

Heiðar Helguson, knattspyrnumaður hjá Watford,  var valinn besti leikmaður janúarmánaðar í ensku fyrstu deildinni á vefsíðu Samtaka atvinnumannaspyrnumanna á Englandi, givemefootball.com. Heiðar segir í viðtali við vefsíðuna að þetta sé mikill heiður og í fyrsta skipti á ferlinum sem hann fái verðlaun af þessu tagi.

Samtök ólympíufara stofnuð

ÍSÍ hefur að undanförnu unnið að stofnun Samtaka ólympíuþátttakenda, þ.e. þeirra sem hafa keppt á sumar- eða vetrarleikum fyrir Íslands hönd. Undirbúningshópur hefur nú hist á nokkrum fundum og m.a. unnið að gerð laga fyrir samtökin ásamt því að undirbúa stofnfundinn sem fyrirhugaður er 10. mars n.k.

Ísland í fyrsta styrkleikaflokki

Ísland er í fyrsta styrkleikaflokki af þremur þegar dregið verður í undankeppni Evrópumóts landsliða í handknattleik síðar í þessum mánuði. Mestar líkur eru á því að Íslandi dragist gegn Bosníu og Hersegóvínu, Hvíta-Rússlandi, Ísrael, Póllandi, Portúgal eða Rúmeníu. Ísland gæti einnig dregist gegn Austurríki, Ungverjalandi, Litháen, Makedóníu, Slóvakíu og Úkraínu.

Bowditch efstur á Nýja-Sjálandi

Ástralíumaðurinn Steven Bowditch er efstur eftir fyrst hring á atvinnumannamóti kylfinga sem fram er á Nýja-Sjálandi og er hluti af evrópsku mótaröðinni. Bowditch fékk 10 fugla og er á 8 höggum undir pari. Fimm kylfingar, þar af þrír Svíar, eru höggi á eftir Bowditch.

Óvæntur sigur Wizards á Spurs

San Antonio Spurs, sem er með besta vinningshlutfallið í NBA-deildinni í körfuknattleik, tapaði fyrir Washington Wizards, 95-87, í nótt. Los Angeles Lakers lögðu New Jersey Nets með eins stigs mun, 104-103, en Lakers léku án Kobes Bryants.

Roony vill spila frammi

Framherji enska landsliðsins, Wayne Rooney, sagði í viðtali í dag að hann vildi frekar spila frammi en á vinstri vængnum, en þar spilaði hann gegn Hollandi í gær er Sven Goran Erikson valdi að spila 4-3-3  með Owen uppá topp og Rooney til vinstri, og Shaun Wright-Phillips til hægri, fyrir aftan hann.

HM í sundi fer fram í Montreal

Montreal borgin í Kanada hefur fengið leyfi aftur til að halda HM í sundi í sumar, en leyfið hafið verið tekið af þeim vegna fjárhagsvandræða.

Tekur Houllier við PSG?

Fyrrum framkvæmdastjóri Liverpool, Frakkinn Gerard Houllier, gæti verið á leið til Paris St Germain sem einhverskonar ráðgjafi.

Sjá næstu 50 fréttir