Sport

Ferrari frumsýnir nýja bílinn

Lið Ferrari í Formúlu 1 kappakstrinum mun frumsýna nýjan bíl 25. febrúar næstkomandi. Frumsýningin mun eiga sér stað í verksmiðju Ferrari í Maranello á Ítalíu. Tímabilið í Formúlu 1 hefst 6. mars í Ástralíu. Forráðamenn Ferrari hafa tilkynnt að liðið muni ekki notast við nýja bílinn fyrr en í spænska kappakstrinum í maí. Þess má geta að Ferrari vann 15 af 18 keppnum á síðasta ári, þar á meðal vann Michael Schumacher 13 en Rubens Barrichello tvær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×