Fleiri fréttir Fjölnir ætlar sér að fylla Höllina Fjölnismenn sætta sig ekki við neitt annað en að Laugardalshöllin verði full út úr dyrum á úrslitaleiknum í Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar sem fram fer næsta sunnudag en þetta er fyrsti úrslitaleikurinn í sögu félagsins. 10.2.2005 00:01 Formúluliðin verða að bæta sig Yfirmaður akstursíþróttanna, Max Mosley, er kominn með nóg af vælinu í liðunum í formúlu eitt kappakstrinum útaf yfirburðum Ferrari. Ítalska liðið hefur unnið heimsmeistaratitilinn sex ár í röð og vill Mosley meina að það sé vegna skorts á samkeppni. 10.2.2005 00:01 Þórsarar sigruðu Valsmenn Valmönnum tókst ekki að komast í efsta sætið í úrvaldsdeild karla í handknattleik í kvöld. Valsmenn fóru norður til Akureyrar og spiluðu við Þórsara og fóru heimamenn með sigur, 30-26. 10.2.2005 00:01 Úrslit úr körfunni í kvöld Þrír leikir fóru fram í úrvaldsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Haukar sigruðu ÍR-inga nokkuð örugglega í Hafnafirði í kvöld með 107 stigum gegn 73. Í keflavík sigruðu heimamenn KR 88-79 og á Sauðakróki sigruðu Grindvíkingar Tindastól 102-101 í miklum spennuleik. 10.2.2005 00:01 Schneider áfram hjá Leverkusen Þýski landsliðsmaðurinn Bernd Schneider hjá Bayer Leverkusen hefur staðfest að hann muni skrifa undir nýjan samning við félagið. Hinn 31-árs gamli Schneider greindi frá því að hann hafi tekið þessa ákvörðun eftir að félagið hafi boðið honum nýjan samning til ársins 2009. 10.2.2005 00:01 Róbert semur við Gummesbach Róbert Gunnarsson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur skrifað undir tveggja ára samning við þýska liðið Gummersbach. Róbert staðfesti þetta við íþróttadeild Stöðvar 2 og Sýnar í morgun. Róbert hefur átt í samningaviðræðum við Gummersbach undanfarnar vikur en hann hefur vakið mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu með danska liðinu Århus en Róbert er markahæsti leikmaður dönsku deildarinnar. 9.2.2005 00:01 Jón Arnór í 16 manna Evrópuúrval Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleiksmaður með Dynamo St. Pétursborg, er einn af 16 bakvörðum sem eru tilnefndir í Evrópuúrvalið fyrir stjörnuleik Körfuknattleikssambands Evrópu, sem fram fer 14. apríl á Kýpur. Kosning í Evrópuúrvalið fer fram á heimasíðu Körfuknattleikssambands Evrópu en hægt að er að fara inn á hana í gegnum heimasíðu Körfuknattleikssambands Íslands, kki.is. 9.2.2005 00:01 Gunnar hættir hjá ÍA Gunnar Sigurðsson lét af starfi formanns rekstrarfélags ÍA á aðalfundi knattspyrnudeildar félagsins í gærkvöld. Gunnar hefur setið í stjórn knattspyrnudeildar og svo rekstrarfélagsins í meira og minna þrjá áratugi, en óvíst er hver tekur við af honum. 9.2.2005 00:01 Keflavíkurstúlkur fá liðsstyrk Kvennalið Keflavíkur í körfubolta fær nýjan bandarískan leikmann, Alex Stewart, að nafni á næstu dögum. Hún er 24 ára leikstjórnandi og leysir Resheu Bristol af hólmi en Keflavík hefur gengið illa eftir að Bristol þurfti af hætta af persónulegum ástæðum. 9.2.2005 00:01 Eriksson blandar sér í deilurnar Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands, hefur blandað sér í deilur Chelsea og Arsenal um Ashley Cole. Eriksson sagði það rétt allra knattspyrnumanna að hlusta á tilboð frá öðrum liðum. Rannsóknarnefnd á vegum Enska knattspyrnusambandsins ætlar að kanna ofan í kjölinn upplýsingar um að Chelsea hafi hitt Ashley Cole á laun í síðustu viku en hann er samningsbundinn Arsenal til 2007. 9.2.2005 00:01 Spurs enn á sigurbraut San Antonio Spurs halda áfram sigurgöngu sinni í NBA-körfuboltanum. Spurs, án Tim Duncans, sigruðu Charlotte Bobcats með 104 stigum gegn 85. Steve Nash skoraði 33 stig fyrir Phoenix sem sigraði Sacramento 125-123. Cleveland lagði Toronto 104-91, Chicago Bulls sigruðu Dallas með 7 stiga mun, 107-100, og Milwaukee burstaði Boston 121-97. 9.2.2005 00:01 Jón Arnór tilnefndur í stjörnulið Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleiksmaður hjá rússneska úrvalsdeildarliðinu Dynamo St. Petersburg, hefur verið tilnefndur í bakvarðarstöðu Evrópuúrvalsins sem mætir úrvali erlendra leikmanna í Stjörnuleik sem fram fer í Limassol á Kýpur þann 14. apríl næstkomandi. 9.2.2005 00:01 Sharapova hætti við keppni Rússneska tenniskonan Maria Sharapova, núverandi Wimbledon-meistari, dró sig í dag úr keppni á Open Gaz-mótinu sem fram fer í París. Sharapova hætti við leik sökum veikinda en sæti hennar í keppninni tekur hin króatíska Sandra Mamic. 9.2.2005 00:01 Glazer og stjórn United hótað Lögreglan í Manchester rannsakar nú hótanir sem bandaríska auðkýfinginum Malcolm Glazer og stjórnarmönnum í Manchester United hafa borist að undanförnu frá ákveðnum stuðningsmannahópi félagsins, sem kallar sig "Manchester Educaton Committee". 9.2.2005 00:01 Robinho með tilboð frá Real Madrid Brasilíska ungstirnið Robinho viðurkenndi í fyrsta skiptið í gær að hann hefði tilboð frá spænska stórliðinu Real Madrid í höndunum. "Þeir [Real Madrid] hafa gert formlegt tilboð og hafa átti fundi með forráðamönnum Santos", sagði Robinho við fréttamann blaðsins Folha de Sao Paulo fyrir leik Brassa og Hong Kong í gær. 9.2.2005 00:01 Tékkar burstuðu Slóvena Tékkar fóru létt með Slóvena í vináttulandsleik þjóðanna sem fram fór á heimavelli hinna fyrrnefndu í dag, 3-0. Jan Koller, Tomas Jun og Jan Polak skoruðu mörk Tékka. Þá gerðu Rúmenar og Slóvakar 2-2 jafntefli í vináttuleik á Kýpur. Robert Vittek og Miroslav Karhan skoruðu mörk Slóvaka en Daniel Pancu og nafni hans Oprita fyrir Rúmena. 9.2.2005 00:01 Abramovich ekki í forsetann Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich, eigandi Chelsea, ætlar ekki að bjóða sig fram í embætti forseta rússneska knattspyrnusambandsins, en sögusagnir þess efnis höfðu verið á kreiki í vikunni. Abramovich sagði hins vegar að hann myndi styðja Ekho Moskvy, fyrrverandi forseta St. Petersburg Zenit, í embættið. 9.2.2005 00:01 Jafnt á Villa Park Fjöldi landsleikja í knattspyrnu fer fram um heim allan í kvöld. Englendingar taka á móti Hollandingum á Villa Park í Birmingham og er staðan markalaus eftir fjörugan fyrri hálfleik. Heimamenn hafa verið sterkari og hefur Shaun Wright-Phillips meðal annarra farið illa með góð tækifæri. 9.2.2005 00:01 Hakan Yakin í fangelsi? Framherjinn Hakan Yakin, ein skærasta íþróttastjarna Svisslendinga, gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist en kappinn var tekinn fyrir ofsaakstur á Porsche bifreið sinni í Baden í Norður-Sviss í gær. 9.2.2005 00:01 Finnar unnu á Kýpur Finnar stóðu í dag uppi sem sigurvegarar á alþjóðlegu knattspyrnumóti sem fram fór á Kýpur eftir að hafa borið sigurorð af heimamönnum í úrslitaleiknum, 2-1. Sigur Finna var dramatískur því framherjinn Paulus Roiha skoraði 2 mörk á 4 mínútum í síðari hálfleik og tryggði Finnum sigur. Áður hafði Chrysis Michael komið Kýpur yfir á 24. mínútu. 9.2.2005 00:01 Jafnt hjá Frökkum og Svíum Jafnt er í hálfleik hjá Frökkum og Svíum í vináttuleik þjóðanna á heimavelli hinna fyrrnefndu, Stade de France í París. Freddy Ljungberg kom Svíum yfir á 12. mínútu en David Trezeguet hélt upp á endurkomu sína í franska landsliðið með jöfnunarmarki á 36. mínútu. 9.2.2005 00:01 Snýr Tomba aftur? Ítalska skíðagoðsögnin Alberto Tomba er þessa dagana að velta fyrir sér að snúa aftur í skíðabrekkurnar sem atvinnumaður. Tomba, sem síðast keppti fyrir tæpum sjö árum, sagði þetta í viðtali í tilefni af heimsmeistaramótinu sem fer þessa dagana fram í Bormio á Ítalíu. 9.2.2005 00:01 Öruggur sigur KA KA-menn koma greinilega vel undan vetrarfríinu en þeir sigruðu ÍR-inga örugglega á heimavelli í DHL-deild karla í kvöld, 31-27. Þá unnu Eyjamenn góðan útisigur á Íslandsmeisturum Hauka, 32-36 og HK vann Víking 31-28. Einn leikur fór fram í 1. deild karla, Stjarnan sigraði Fram á útivelli 23-28. 9.2.2005 00:01 Markalaust á Villa Park Englendingar og Hollendingar gerðu í kvöld markalaust jafntefli í vináttuleik á heimavelli hinna fyrrnefndu. Leikurinn var fjörugur og fullur af markatækifærum sem hvorugu liðinu tókst að breyta í mörk. Englendingar voru sterkari framan af Hollendingum óx ásmegin eftir því sem á leið á leikinn. 9.2.2005 00:01 Crespo með tvennu Hernan Crespo bjargaði Argentínumönnum í vináttuleik þeirra gegn Þjóðverjum í Þýskalandi í kvöld. Crespo jafnaði metin tvívegis, á 40. og 81. mínútu en fyrra markið kom úr vítaspyrnu. Thorsten Frings hafði komið heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu á 28. mínútu en Kevin Kuranyi skoraði síðara mark Þjóðverja, rétt fyrir leikhlé. 9.2.2005 00:01 Grikkir sigruðu Dani Evrópumeistarar Grikkja báru í kvöld sigurorð af Dönum á heimavelli í undankeppni HM 2006, 2-1. Theo Zagorakis, besti leikmaður EM síðasta sumar, skoraði fyrra mark Grikkja á 25. mínútu og félagi hans á miðjunni, Angelos Basinas, tvöfaldaði forystuna úr vítaspyrnu sex mínútum síðar. Dennis Rommedahl minnkaði muninn fyrir Dani. 9.2.2005 00:01 Erla tryggði Grindavík sigur Erla Þorsteinsdóttir skoraði sigurkörfu Grindavíkur um leið og leiktíminn rann út í 86-88 sigri liðsins á KR í framlengdum leik í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld. Í hinum leik kvöldsins sigruðu Íslandsmeistarar Keflavík granna sína í Njarðvík 102-85 og bundu þar með enda á fjögurra leikja taphrinu. 9.2.2005 00:01 Cech nálgast met Óhætt er að fullyrða að tékkneski markvörðurinn Petr Cech hafi verið frábær með liði Chelsea á leiktíðinni. 9.2.2005 00:01 United skoðar Casillas Fregnir herma að Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sé á höttunum eftir markverðinum Iker Casillas hjá Real Madrid en Casillas er einnig aðalmarkvörður spænska landsliðsins. 9.2.2005 00:01 Írar unnu Portúgali Írar unnu í kvöld góðan sigur á silfurliði Evrópumótsins í sumar, Portúgal, með marki frá varnarmanninum Andy O´Brien. Þá unnu Ítalír Hvít-Rússa örugglega á heimavelli, 2-0, og skoruðu þeir Alberto Gilardino og Simone Barone mörkin. 9.2.2005 00:01 Kournikova fær gest Útigangsmaður í Miami Beach var handtekinn nálægt heimili tennisstjörnunnar Önnu Kournikovu í síðustu viku. 9.2.2005 00:01 Kynskiptingar með á opna breska Kynskiptingum verður leyft að vera á meðal þáttakenda í kvennaflokki opna breska meistaramótsins í golfi sem fram fer dagana 28.-31. júlí næstkomandi. Þetta tilkynnti samband breskra golfkvenna á Bretlandi í dag, en sambandið er með þessu að fylgja eftir samskonar ákvörðun stjórnar mótaraðar Evrópu í kvennaflokki. 9.2.2005 00:01 Carter yfir 10 þúsund stig skoruð Vince Carter skoraði 43 stig þegar New Jersey Nets lagði Philadelphia 76ers, 107-97, í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt. 8.2.2005 00:01 Giggs líka ósáttur við Glazer Ryan Giggs hjá Manchester United er, rétt eins og samherji hans, Rio Ferdinand, lítt hrifinn af áhuga Malcolm Glazer á að kaupa félagið. 8.2.2005 00:01 Abramovich næsti forseti RFU? Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur verið orðaður sem næsti forseti rússneska knattspyrnusambandsins, RFU. 8.2.2005 00:01 Rijkaard rólegur eftir tapið Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona, hafði litlar áhyggjur þó svo að liðið tapaði gegn Atletico Madrid, 2-0, um helgina. 8.2.2005 00:01 Mánaðarfrí hjá WBA? Leikmenn West Brom Albion horfa fram á óvænt eins mánaðar frí frá keppni vegna uppröðunar bikar- og deildarbikarleikja næstu vikurnar. 8.2.2005 00:01 England og Holland mætast í kvöld Mikil eftirvænting ríkir í Englandi fyrir viðureign liðanna í kvöld og búist er við að nokkrir leikmenn fái sitt fyrsta tækifæri með landsliði sínu í leiknum. 8.2.2005 00:01 Tvær vikur í undirbúning Íslenska landsliðið í handknattleik fær lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir umspilsleikina í júní um sæti á Evrópumótinu í Sviss í janúar á næsta ári. 8.2.2005 00:01 Úrvalsdeildin að byrja á ný Úrvalsdeild DHL-deildarinnar í handbolta hefst í kvöld með þrem leikjum. Fyrsta umferðin klárast svo á morgun þegar Þór tekur á móti Val á Akureyri. 8.2.2005 00:01 Ginobili í stjörnuleikinn Argentíski körfuboltamaðurinn Manu Ginobili, leikmaður San Antonio Spurs, var í dag valinn í lið Vesturdeildarinnar fyrir stjörnuleik NBA sem fram fer í Denver síðar í mánuðinum. Ginobili var einn sex leikmanna, sem valdir voru í dag, sem taka munu þátt í stjörnuleiknum í fyrsta skiptið. 8.2.2005 00:01 Allback í fjögurra leikja bann Sænski framherjinn Marcus Allback, sem leikur með Hansa Rostock í þýsku Bundesligunni, hefur verið dæmdur í fjögurra leikja keppnisbann af þýska knattspyrnusambandinu. Allback missti stjórn á skapi sínu í leik Hansa gegn Schalke á laugardag og sló til Dario Rodriguez, leikmanns Schalke. 8.2.2005 00:01 Paerson varði titilinn Sænska skíðadrottningin Anja Paerson varði í dag heimsbikartitil sinn í risasvigi í Moria á Ítalíu. Paerson, sem þar með vann sín önnur gullverðinu á mótinu, náði samanlögðum tíma upp á 2 mínútur og 13.63 sekúndur. Hin finnska Tanja Poutiainen varð önnur á 2:13.82 mínútum og Julia Mancus frá Bandaríkjunum þriðja á 2:14.27. 8.2.2005 00:01 Finnland og Kýpur í úrslit Finnar mæta Kýpur í úrslitaleik Alþjóðlegs móts, sem síðarnefnda þjóðin heldur þessa dagana, á morgun. Finnar unnu Letta 2-1 í dag með mörkum frá Jonatan Johansson og gamla brýninu Jari Litmanen. Í hinum undanúrslitaleiknum sigruðu heimamenn Austurríki í vítaspyrnukeppni eftir að hafa tryggt sér 1-1 jafntefli með marki í uppbótartíma. 8.2.2005 00:01 Eriksson styður Cole Sven-Göran Eriksson, landsliðseinvaldur Englendinga, telur, að hafi bakvörðurinn Ashley Cole hitt forráðamenn Chelsea á leynilegum fundi í vikunni sem leið, eins og haldið hefur verið fram af breskum pressunni, hafi hann verið í fullum rétti. 8.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fjölnir ætlar sér að fylla Höllina Fjölnismenn sætta sig ekki við neitt annað en að Laugardalshöllin verði full út úr dyrum á úrslitaleiknum í Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar sem fram fer næsta sunnudag en þetta er fyrsti úrslitaleikurinn í sögu félagsins. 10.2.2005 00:01
Formúluliðin verða að bæta sig Yfirmaður akstursíþróttanna, Max Mosley, er kominn með nóg af vælinu í liðunum í formúlu eitt kappakstrinum útaf yfirburðum Ferrari. Ítalska liðið hefur unnið heimsmeistaratitilinn sex ár í röð og vill Mosley meina að það sé vegna skorts á samkeppni. 10.2.2005 00:01
Þórsarar sigruðu Valsmenn Valmönnum tókst ekki að komast í efsta sætið í úrvaldsdeild karla í handknattleik í kvöld. Valsmenn fóru norður til Akureyrar og spiluðu við Þórsara og fóru heimamenn með sigur, 30-26. 10.2.2005 00:01
Úrslit úr körfunni í kvöld Þrír leikir fóru fram í úrvaldsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Haukar sigruðu ÍR-inga nokkuð örugglega í Hafnafirði í kvöld með 107 stigum gegn 73. Í keflavík sigruðu heimamenn KR 88-79 og á Sauðakróki sigruðu Grindvíkingar Tindastól 102-101 í miklum spennuleik. 10.2.2005 00:01
Schneider áfram hjá Leverkusen Þýski landsliðsmaðurinn Bernd Schneider hjá Bayer Leverkusen hefur staðfest að hann muni skrifa undir nýjan samning við félagið. Hinn 31-árs gamli Schneider greindi frá því að hann hafi tekið þessa ákvörðun eftir að félagið hafi boðið honum nýjan samning til ársins 2009. 10.2.2005 00:01
Róbert semur við Gummesbach Róbert Gunnarsson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur skrifað undir tveggja ára samning við þýska liðið Gummersbach. Róbert staðfesti þetta við íþróttadeild Stöðvar 2 og Sýnar í morgun. Róbert hefur átt í samningaviðræðum við Gummersbach undanfarnar vikur en hann hefur vakið mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu með danska liðinu Århus en Róbert er markahæsti leikmaður dönsku deildarinnar. 9.2.2005 00:01
Jón Arnór í 16 manna Evrópuúrval Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleiksmaður með Dynamo St. Pétursborg, er einn af 16 bakvörðum sem eru tilnefndir í Evrópuúrvalið fyrir stjörnuleik Körfuknattleikssambands Evrópu, sem fram fer 14. apríl á Kýpur. Kosning í Evrópuúrvalið fer fram á heimasíðu Körfuknattleikssambands Evrópu en hægt að er að fara inn á hana í gegnum heimasíðu Körfuknattleikssambands Íslands, kki.is. 9.2.2005 00:01
Gunnar hættir hjá ÍA Gunnar Sigurðsson lét af starfi formanns rekstrarfélags ÍA á aðalfundi knattspyrnudeildar félagsins í gærkvöld. Gunnar hefur setið í stjórn knattspyrnudeildar og svo rekstrarfélagsins í meira og minna þrjá áratugi, en óvíst er hver tekur við af honum. 9.2.2005 00:01
Keflavíkurstúlkur fá liðsstyrk Kvennalið Keflavíkur í körfubolta fær nýjan bandarískan leikmann, Alex Stewart, að nafni á næstu dögum. Hún er 24 ára leikstjórnandi og leysir Resheu Bristol af hólmi en Keflavík hefur gengið illa eftir að Bristol þurfti af hætta af persónulegum ástæðum. 9.2.2005 00:01
Eriksson blandar sér í deilurnar Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands, hefur blandað sér í deilur Chelsea og Arsenal um Ashley Cole. Eriksson sagði það rétt allra knattspyrnumanna að hlusta á tilboð frá öðrum liðum. Rannsóknarnefnd á vegum Enska knattspyrnusambandsins ætlar að kanna ofan í kjölinn upplýsingar um að Chelsea hafi hitt Ashley Cole á laun í síðustu viku en hann er samningsbundinn Arsenal til 2007. 9.2.2005 00:01
Spurs enn á sigurbraut San Antonio Spurs halda áfram sigurgöngu sinni í NBA-körfuboltanum. Spurs, án Tim Duncans, sigruðu Charlotte Bobcats með 104 stigum gegn 85. Steve Nash skoraði 33 stig fyrir Phoenix sem sigraði Sacramento 125-123. Cleveland lagði Toronto 104-91, Chicago Bulls sigruðu Dallas með 7 stiga mun, 107-100, og Milwaukee burstaði Boston 121-97. 9.2.2005 00:01
Jón Arnór tilnefndur í stjörnulið Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleiksmaður hjá rússneska úrvalsdeildarliðinu Dynamo St. Petersburg, hefur verið tilnefndur í bakvarðarstöðu Evrópuúrvalsins sem mætir úrvali erlendra leikmanna í Stjörnuleik sem fram fer í Limassol á Kýpur þann 14. apríl næstkomandi. 9.2.2005 00:01
Sharapova hætti við keppni Rússneska tenniskonan Maria Sharapova, núverandi Wimbledon-meistari, dró sig í dag úr keppni á Open Gaz-mótinu sem fram fer í París. Sharapova hætti við leik sökum veikinda en sæti hennar í keppninni tekur hin króatíska Sandra Mamic. 9.2.2005 00:01
Glazer og stjórn United hótað Lögreglan í Manchester rannsakar nú hótanir sem bandaríska auðkýfinginum Malcolm Glazer og stjórnarmönnum í Manchester United hafa borist að undanförnu frá ákveðnum stuðningsmannahópi félagsins, sem kallar sig "Manchester Educaton Committee". 9.2.2005 00:01
Robinho með tilboð frá Real Madrid Brasilíska ungstirnið Robinho viðurkenndi í fyrsta skiptið í gær að hann hefði tilboð frá spænska stórliðinu Real Madrid í höndunum. "Þeir [Real Madrid] hafa gert formlegt tilboð og hafa átti fundi með forráðamönnum Santos", sagði Robinho við fréttamann blaðsins Folha de Sao Paulo fyrir leik Brassa og Hong Kong í gær. 9.2.2005 00:01
Tékkar burstuðu Slóvena Tékkar fóru létt með Slóvena í vináttulandsleik þjóðanna sem fram fór á heimavelli hinna fyrrnefndu í dag, 3-0. Jan Koller, Tomas Jun og Jan Polak skoruðu mörk Tékka. Þá gerðu Rúmenar og Slóvakar 2-2 jafntefli í vináttuleik á Kýpur. Robert Vittek og Miroslav Karhan skoruðu mörk Slóvaka en Daniel Pancu og nafni hans Oprita fyrir Rúmena. 9.2.2005 00:01
Abramovich ekki í forsetann Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich, eigandi Chelsea, ætlar ekki að bjóða sig fram í embætti forseta rússneska knattspyrnusambandsins, en sögusagnir þess efnis höfðu verið á kreiki í vikunni. Abramovich sagði hins vegar að hann myndi styðja Ekho Moskvy, fyrrverandi forseta St. Petersburg Zenit, í embættið. 9.2.2005 00:01
Jafnt á Villa Park Fjöldi landsleikja í knattspyrnu fer fram um heim allan í kvöld. Englendingar taka á móti Hollandingum á Villa Park í Birmingham og er staðan markalaus eftir fjörugan fyrri hálfleik. Heimamenn hafa verið sterkari og hefur Shaun Wright-Phillips meðal annarra farið illa með góð tækifæri. 9.2.2005 00:01
Hakan Yakin í fangelsi? Framherjinn Hakan Yakin, ein skærasta íþróttastjarna Svisslendinga, gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist en kappinn var tekinn fyrir ofsaakstur á Porsche bifreið sinni í Baden í Norður-Sviss í gær. 9.2.2005 00:01
Finnar unnu á Kýpur Finnar stóðu í dag uppi sem sigurvegarar á alþjóðlegu knattspyrnumóti sem fram fór á Kýpur eftir að hafa borið sigurorð af heimamönnum í úrslitaleiknum, 2-1. Sigur Finna var dramatískur því framherjinn Paulus Roiha skoraði 2 mörk á 4 mínútum í síðari hálfleik og tryggði Finnum sigur. Áður hafði Chrysis Michael komið Kýpur yfir á 24. mínútu. 9.2.2005 00:01
Jafnt hjá Frökkum og Svíum Jafnt er í hálfleik hjá Frökkum og Svíum í vináttuleik þjóðanna á heimavelli hinna fyrrnefndu, Stade de France í París. Freddy Ljungberg kom Svíum yfir á 12. mínútu en David Trezeguet hélt upp á endurkomu sína í franska landsliðið með jöfnunarmarki á 36. mínútu. 9.2.2005 00:01
Snýr Tomba aftur? Ítalska skíðagoðsögnin Alberto Tomba er þessa dagana að velta fyrir sér að snúa aftur í skíðabrekkurnar sem atvinnumaður. Tomba, sem síðast keppti fyrir tæpum sjö árum, sagði þetta í viðtali í tilefni af heimsmeistaramótinu sem fer þessa dagana fram í Bormio á Ítalíu. 9.2.2005 00:01
Öruggur sigur KA KA-menn koma greinilega vel undan vetrarfríinu en þeir sigruðu ÍR-inga örugglega á heimavelli í DHL-deild karla í kvöld, 31-27. Þá unnu Eyjamenn góðan útisigur á Íslandsmeisturum Hauka, 32-36 og HK vann Víking 31-28. Einn leikur fór fram í 1. deild karla, Stjarnan sigraði Fram á útivelli 23-28. 9.2.2005 00:01
Markalaust á Villa Park Englendingar og Hollendingar gerðu í kvöld markalaust jafntefli í vináttuleik á heimavelli hinna fyrrnefndu. Leikurinn var fjörugur og fullur af markatækifærum sem hvorugu liðinu tókst að breyta í mörk. Englendingar voru sterkari framan af Hollendingum óx ásmegin eftir því sem á leið á leikinn. 9.2.2005 00:01
Crespo með tvennu Hernan Crespo bjargaði Argentínumönnum í vináttuleik þeirra gegn Þjóðverjum í Þýskalandi í kvöld. Crespo jafnaði metin tvívegis, á 40. og 81. mínútu en fyrra markið kom úr vítaspyrnu. Thorsten Frings hafði komið heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu á 28. mínútu en Kevin Kuranyi skoraði síðara mark Þjóðverja, rétt fyrir leikhlé. 9.2.2005 00:01
Grikkir sigruðu Dani Evrópumeistarar Grikkja báru í kvöld sigurorð af Dönum á heimavelli í undankeppni HM 2006, 2-1. Theo Zagorakis, besti leikmaður EM síðasta sumar, skoraði fyrra mark Grikkja á 25. mínútu og félagi hans á miðjunni, Angelos Basinas, tvöfaldaði forystuna úr vítaspyrnu sex mínútum síðar. Dennis Rommedahl minnkaði muninn fyrir Dani. 9.2.2005 00:01
Erla tryggði Grindavík sigur Erla Þorsteinsdóttir skoraði sigurkörfu Grindavíkur um leið og leiktíminn rann út í 86-88 sigri liðsins á KR í framlengdum leik í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld. Í hinum leik kvöldsins sigruðu Íslandsmeistarar Keflavík granna sína í Njarðvík 102-85 og bundu þar með enda á fjögurra leikja taphrinu. 9.2.2005 00:01
Cech nálgast met Óhætt er að fullyrða að tékkneski markvörðurinn Petr Cech hafi verið frábær með liði Chelsea á leiktíðinni. 9.2.2005 00:01
United skoðar Casillas Fregnir herma að Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sé á höttunum eftir markverðinum Iker Casillas hjá Real Madrid en Casillas er einnig aðalmarkvörður spænska landsliðsins. 9.2.2005 00:01
Írar unnu Portúgali Írar unnu í kvöld góðan sigur á silfurliði Evrópumótsins í sumar, Portúgal, með marki frá varnarmanninum Andy O´Brien. Þá unnu Ítalír Hvít-Rússa örugglega á heimavelli, 2-0, og skoruðu þeir Alberto Gilardino og Simone Barone mörkin. 9.2.2005 00:01
Kournikova fær gest Útigangsmaður í Miami Beach var handtekinn nálægt heimili tennisstjörnunnar Önnu Kournikovu í síðustu viku. 9.2.2005 00:01
Kynskiptingar með á opna breska Kynskiptingum verður leyft að vera á meðal þáttakenda í kvennaflokki opna breska meistaramótsins í golfi sem fram fer dagana 28.-31. júlí næstkomandi. Þetta tilkynnti samband breskra golfkvenna á Bretlandi í dag, en sambandið er með þessu að fylgja eftir samskonar ákvörðun stjórnar mótaraðar Evrópu í kvennaflokki. 9.2.2005 00:01
Carter yfir 10 þúsund stig skoruð Vince Carter skoraði 43 stig þegar New Jersey Nets lagði Philadelphia 76ers, 107-97, í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt. 8.2.2005 00:01
Giggs líka ósáttur við Glazer Ryan Giggs hjá Manchester United er, rétt eins og samherji hans, Rio Ferdinand, lítt hrifinn af áhuga Malcolm Glazer á að kaupa félagið. 8.2.2005 00:01
Abramovich næsti forseti RFU? Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur verið orðaður sem næsti forseti rússneska knattspyrnusambandsins, RFU. 8.2.2005 00:01
Rijkaard rólegur eftir tapið Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona, hafði litlar áhyggjur þó svo að liðið tapaði gegn Atletico Madrid, 2-0, um helgina. 8.2.2005 00:01
Mánaðarfrí hjá WBA? Leikmenn West Brom Albion horfa fram á óvænt eins mánaðar frí frá keppni vegna uppröðunar bikar- og deildarbikarleikja næstu vikurnar. 8.2.2005 00:01
England og Holland mætast í kvöld Mikil eftirvænting ríkir í Englandi fyrir viðureign liðanna í kvöld og búist er við að nokkrir leikmenn fái sitt fyrsta tækifæri með landsliði sínu í leiknum. 8.2.2005 00:01
Tvær vikur í undirbúning Íslenska landsliðið í handknattleik fær lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir umspilsleikina í júní um sæti á Evrópumótinu í Sviss í janúar á næsta ári. 8.2.2005 00:01
Úrvalsdeildin að byrja á ný Úrvalsdeild DHL-deildarinnar í handbolta hefst í kvöld með þrem leikjum. Fyrsta umferðin klárast svo á morgun þegar Þór tekur á móti Val á Akureyri. 8.2.2005 00:01
Ginobili í stjörnuleikinn Argentíski körfuboltamaðurinn Manu Ginobili, leikmaður San Antonio Spurs, var í dag valinn í lið Vesturdeildarinnar fyrir stjörnuleik NBA sem fram fer í Denver síðar í mánuðinum. Ginobili var einn sex leikmanna, sem valdir voru í dag, sem taka munu þátt í stjörnuleiknum í fyrsta skiptið. 8.2.2005 00:01
Allback í fjögurra leikja bann Sænski framherjinn Marcus Allback, sem leikur með Hansa Rostock í þýsku Bundesligunni, hefur verið dæmdur í fjögurra leikja keppnisbann af þýska knattspyrnusambandinu. Allback missti stjórn á skapi sínu í leik Hansa gegn Schalke á laugardag og sló til Dario Rodriguez, leikmanns Schalke. 8.2.2005 00:01
Paerson varði titilinn Sænska skíðadrottningin Anja Paerson varði í dag heimsbikartitil sinn í risasvigi í Moria á Ítalíu. Paerson, sem þar með vann sín önnur gullverðinu á mótinu, náði samanlögðum tíma upp á 2 mínútur og 13.63 sekúndur. Hin finnska Tanja Poutiainen varð önnur á 2:13.82 mínútum og Julia Mancus frá Bandaríkjunum þriðja á 2:14.27. 8.2.2005 00:01
Finnland og Kýpur í úrslit Finnar mæta Kýpur í úrslitaleik Alþjóðlegs móts, sem síðarnefnda þjóðin heldur þessa dagana, á morgun. Finnar unnu Letta 2-1 í dag með mörkum frá Jonatan Johansson og gamla brýninu Jari Litmanen. Í hinum undanúrslitaleiknum sigruðu heimamenn Austurríki í vítaspyrnukeppni eftir að hafa tryggt sér 1-1 jafntefli með marki í uppbótartíma. 8.2.2005 00:01
Eriksson styður Cole Sven-Göran Eriksson, landsliðseinvaldur Englendinga, telur, að hafi bakvörðurinn Ashley Cole hitt forráðamenn Chelsea á leynilegum fundi í vikunni sem leið, eins og haldið hefur verið fram af breskum pressunni, hafi hann verið í fullum rétti. 8.2.2005 00:01