Fleiri fréttir

Fjölnir ætlar sér að fylla Höllina

Fjölnismenn sætta sig ekki við neitt annað en að Laugardalshöllin verði full út úr dyrum á úrslitaleiknum í Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar sem fram fer næsta sunnudag en þetta er fyrsti úrslitaleikurinn í sögu félagsins.

Formúluliðin verða að bæta sig

Yfirmaður akstursíþróttanna, Max Mosley, er kominn með nóg af vælinu í liðunum í formúlu eitt kappakstrinum útaf yfirburðum Ferrari. Ítalska liðið hefur unnið heimsmeistaratitilinn sex ár í röð og vill Mosley meina að það sé vegna skorts á samkeppni.

Þórsarar sigruðu Valsmenn

Valmönnum tókst ekki að komast í efsta sætið í úrvaldsdeild karla í handknattleik í kvöld. Valsmenn fóru norður til Akureyrar og spiluðu við Þórsara og fóru heimamenn með sigur, 30-26.

Úrslit úr körfunni í kvöld

Þrír leikir fóru fram í úrvaldsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Haukar sigruðu ÍR-inga nokkuð örugglega í Hafnafirði í kvöld með 107 stigum gegn 73. Í keflavík sigruðu heimamenn KR 88-79 og á Sauðakróki sigruðu Grindvíkingar Tindastól 102-101 í miklum spennuleik.

Schneider áfram hjá Leverkusen

Þýski landsliðsmaðurinn Bernd Schneider hjá Bayer Leverkusen hefur staðfest að hann muni skrifa undir nýjan samning við félagið. Hinn 31-árs gamli Schneider greindi frá því að hann hafi tekið þessa ákvörðun eftir að félagið hafi boðið honum nýjan samning til ársins 2009.

Róbert semur við Gummesbach

Róbert Gunnarsson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur skrifað undir tveggja ára samning við þýska liðið Gummersbach. Róbert staðfesti þetta við íþróttadeild Stöðvar 2 og Sýnar í morgun. Róbert hefur átt í samningaviðræðum við Gummersbach undanfarnar vikur en hann hefur vakið mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu með danska liðinu Århus en Róbert er markahæsti leikmaður dönsku deildarinnar.

Jón Arnór í 16 manna Evrópuúrval

Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleiksmaður með Dynamo St. Pétursborg, er einn af 16 bakvörðum sem eru tilnefndir í Evrópuúrvalið fyrir stjörnuleik Körfuknattleikssambands Evrópu, sem fram fer 14. apríl á Kýpur. Kosning í Evrópuúrvalið fer fram á heimasíðu Körfuknattleikssambands Evrópu en hægt að er að fara inn á hana í gegnum heimasíðu Körfuknattleikssambands Íslands, kki.is.

Gunnar hættir hjá ÍA

Gunnar Sigurðsson lét af starfi formanns rekstrarfélags ÍA á aðalfundi knattspyrnudeildar félagsins í gærkvöld. Gunnar hefur setið í stjórn knattspyrnudeildar og svo rekstrarfélagsins í meira og minna þrjá áratugi, en óvíst er hver tekur við af honum.

Keflavíkurstúlkur fá liðsstyrk

Kvennalið Keflavíkur í körfubolta fær nýjan bandarískan leikmann, Alex Stewart, að nafni á næstu dögum. Hún er 24 ára leikstjórnandi og leysir Resheu Bristol af hólmi en Keflavík hefur gengið illa eftir að Bristol þurfti af hætta af persónulegum ástæðum.

Eriksson blandar sér í deilurnar

Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands, hefur blandað sér í deilur Chelsea og Arsenal um Ashley Cole. Eriksson sagði það rétt allra knattspyrnumanna að hlusta á tilboð frá öðrum liðum. Rannsóknarnefnd á vegum Enska knattspyrnusambandsins ætlar að kanna ofan í kjölinn upplýsingar um að Chelsea hafi hitt Ashley Cole á laun í síðustu viku en hann er samningsbundinn Arsenal til 2007.

Spurs enn á sigurbraut

San Antonio Spurs halda áfram sigurgöngu sinni í NBA-körfuboltanum. Spurs, án Tim Duncans, sigruðu Charlotte Bobcats með 104 stigum gegn 85. Steve Nash skoraði 33 stig fyrir Phoenix sem sigraði Sacramento 125-123. Cleveland lagði Toronto 104-91, Chicago Bulls sigruðu Dallas með 7 stiga mun, 107-100, og Milwaukee burstaði Boston 121-97.

Jón Arnór tilnefndur í stjörnulið

Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleiksmaður hjá rússneska úrvalsdeildarliðinu Dynamo St. Petersburg, hefur verið tilnefndur í bakvarðarstöðu Evrópuúrvalsins sem mætir úrvali erlendra leikmanna í Stjörnuleik sem fram fer í Limassol á Kýpur þann 14. apríl næstkomandi.

Sharapova hætti við keppni

Rússneska tenniskonan Maria Sharapova, núverandi Wimbledon-meistari, dró sig í dag úr keppni á Open Gaz-mótinu sem fram fer í París. Sharapova hætti við leik sökum veikinda en sæti hennar í keppninni tekur hin króatíska Sandra Mamic.

Glazer og stjórn United hótað

Lögreglan í Manchester rannsakar nú hótanir sem bandaríska auðkýfinginum Malcolm Glazer og stjórnarmönnum í Manchester United hafa borist að undanförnu frá ákveðnum stuðningsmannahópi félagsins, sem kallar sig "Manchester Educaton Committee".

Robinho með tilboð frá Real Madrid

Brasilíska ungstirnið Robinho viðurkenndi í fyrsta skiptið í gær að hann hefði tilboð frá spænska stórliðinu Real Madrid í höndunum. "Þeir [Real Madrid] hafa gert formlegt tilboð og hafa átti fundi með forráðamönnum Santos", sagði Robinho við fréttamann blaðsins Folha de Sao Paulo fyrir leik Brassa og Hong Kong í gær.

Tékkar burstuðu Slóvena

Tékkar fóru létt með Slóvena í vináttulandsleik þjóðanna sem fram fór á heimavelli hinna fyrrnefndu í dag, 3-0. Jan Koller, Tomas Jun og Jan Polak skoruðu mörk Tékka. Þá gerðu Rúmenar og Slóvakar 2-2 jafntefli í vináttuleik á Kýpur. Robert Vittek og Miroslav Karhan skoruðu mörk Slóvaka en Daniel Pancu og nafni hans Oprita fyrir Rúmena.

Abramovich ekki í forsetann

Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich, eigandi Chelsea, ætlar ekki að bjóða sig fram í embætti forseta rússneska knattspyrnusambandsins, en sögusagnir þess efnis höfðu verið á kreiki í vikunni. Abramovich sagði hins vegar að hann myndi styðja Ekho Moskvy, fyrrverandi forseta St. Petersburg Zenit, í embættið.

Jafnt á Villa Park

Fjöldi landsleikja í knattspyrnu fer fram um heim allan í kvöld. Englendingar taka á móti Hollandingum á Villa Park í Birmingham og er staðan markalaus eftir fjörugan fyrri hálfleik. Heimamenn hafa verið sterkari og hefur Shaun Wright-Phillips meðal annarra farið illa með góð tækifæri.

Hakan Yakin í fangelsi?

Framherjinn Hakan Yakin, ein skærasta íþróttastjarna Svisslendinga, gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist en kappinn var tekinn fyrir ofsaakstur á Porsche bifreið sinni í Baden í Norður-Sviss í gær.

Finnar unnu á Kýpur

Finnar stóðu í dag uppi sem sigurvegarar á alþjóðlegu knattspyrnumóti sem fram fór á Kýpur eftir að hafa borið sigurorð af heimamönnum í úrslitaleiknum, 2-1. Sigur Finna var dramatískur  því framherjinn Paulus Roiha skoraði 2 mörk á 4 mínútum í síðari hálfleik og tryggði Finnum sigur. Áður hafði Chrysis Michael komið Kýpur yfir á 24. mínútu.

Jafnt hjá Frökkum og Svíum

Jafnt er í hálfleik hjá Frökkum og Svíum í vináttuleik þjóðanna á heimavelli hinna fyrrnefndu, Stade de France í París. Freddy Ljungberg kom Svíum yfir á 12. mínútu en David Trezeguet hélt upp á endurkomu sína í franska landsliðið með jöfnunarmarki á 36. mínútu.

Snýr Tomba aftur?

Ítalska skíðagoðsögnin Alberto Tomba er þessa dagana að velta fyrir sér að snúa aftur í skíðabrekkurnar sem atvinnumaður. Tomba, sem síðast keppti fyrir tæpum sjö árum, sagði þetta í viðtali í tilefni af heimsmeistaramótinu sem fer þessa dagana fram í Bormio á Ítalíu.

Öruggur sigur KA

KA-menn koma greinilega vel undan vetrarfríinu en þeir sigruðu ÍR-inga örugglega á heimavelli í DHL-deild karla í kvöld, 31-27. Þá unnu Eyjamenn góðan útisigur á Íslandsmeisturum Hauka, 32-36 og HK vann Víking 31-28. Einn leikur fór fram í 1. deild karla, Stjarnan sigraði Fram á útivelli  23-28.

Markalaust á Villa Park

Englendingar og Hollendingar gerðu í kvöld markalaust jafntefli í vináttuleik á heimavelli hinna fyrrnefndu. Leikurinn var fjörugur og fullur af markatækifærum sem hvorugu liðinu tókst að breyta í mörk. Englendingar voru sterkari framan af Hollendingum óx ásmegin eftir því sem á leið á leikinn.

Crespo með tvennu

Hernan Crespo bjargaði Argentínumönnum í vináttuleik þeirra gegn Þjóðverjum í Þýskalandi í kvöld. Crespo jafnaði metin tvívegis, á 40. og 81. mínútu en fyrra markið kom úr vítaspyrnu. Thorsten Frings hafði komið heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu á 28. mínútu en Kevin Kuranyi skoraði síðara mark Þjóðverja, rétt fyrir leikhlé.

Grikkir sigruðu Dani

Evrópumeistarar Grikkja báru í kvöld sigurorð af Dönum á heimavelli í undankeppni HM 2006, 2-1. Theo Zagorakis, besti leikmaður EM síðasta sumar, skoraði fyrra mark Grikkja á 25. mínútu og félagi hans á miðjunni, Angelos Basinas, tvöfaldaði forystuna úr vítaspyrnu sex mínútum síðar. Dennis Rommedahl minnkaði muninn fyrir Dani.

Erla tryggði Grindavík sigur

Erla Þorsteinsdóttir skoraði sigurkörfu Grindavíkur um leið og leiktíminn rann út í 86-88 sigri liðsins á KR í framlengdum leik í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld. Í hinum leik kvöldsins sigruðu Íslandsmeistarar Keflavík granna sína í Njarðvík 102-85 og bundu þar með enda á fjögurra leikja taphrinu.

Cech nálgast met

Óhætt er að fullyrða að tékkneski markvörðurinn Petr Cech hafi verið frábær með liði Chelsea á leiktíðinni.

United skoðar Casillas

Fregnir herma að Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sé á höttunum eftir markverðinum Iker Casillas hjá Real Madrid en Casillas er einnig aðalmarkvörður spænska landsliðsins.

Írar unnu Portúgali

Írar unnu í kvöld góðan sigur á silfurliði Evrópumótsins í sumar, Portúgal, með marki frá varnarmanninum Andy O´Brien. Þá unnu Ítalír Hvít-Rússa örugglega á heimavelli, 2-0, og skoruðu þeir Alberto Gilardino og Simone Barone mörkin.

Kournikova fær gest

Útigangsmaður í Miami Beach var handtekinn nálægt heimili tennisstjörnunnar Önnu Kournikovu í síðustu viku.

Kynskiptingar með á opna breska

Kynskiptingum verður leyft að vera á meðal þáttakenda í kvennaflokki opna breska meistaramótsins í golfi sem fram fer dagana 28.-31. júlí næstkomandi. Þetta tilkynnti samband breskra golfkvenna á Bretlandi í dag, en sambandið er með þessu að fylgja eftir samskonar ákvörðun stjórnar mótaraðar Evrópu í kvennaflokki.

Giggs líka ósáttur við Glazer

Ryan Giggs hjá Manchester United er, rétt eins og samherji hans, Rio Ferdinand, lítt hrifinn af áhuga Malcolm Glazer á að kaupa félagið.

Abramovich næsti forseti RFU?

 Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur verið orðaður sem næsti forseti rússneska knattspyrnusambandsins, RFU.

Rijkaard rólegur eftir tapið

Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona, hafði litlar áhyggjur þó svo að liðið tapaði gegn Atletico Madrid, 2-0, um helgina.

Mánaðarfrí hjá WBA?

Leikmenn West Brom Albion horfa fram á óvænt eins mánaðar frí frá keppni vegna uppröðunar bikar- og deildarbikarleikja næstu vikurnar.

England og Holland mætast í kvöld

Mikil eftirvænting ríkir í Englandi fyrir viðureign liðanna í kvöld og búist er við að nokkrir leikmenn fái sitt fyrsta tækifæri með landsliði sínu í leiknum.

Tvær vikur í undirbúning

Íslenska landsliðið í handknattleik fær lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir umspilsleikina í júní um sæti á Evrópumótinu í Sviss í janúar á næsta ári.

Úrvalsdeildin að byrja á ný

Úrvalsdeild DHL-deildarinnar í handbolta hefst í kvöld með þrem leikjum. Fyrsta umferðin klárast svo á morgun þegar Þór tekur á móti Val á Akureyri.

Ginobili í stjörnuleikinn

Argentíski körfuboltamaðurinn Manu Ginobili, leikmaður San Antonio Spurs, var í dag valinn í lið Vesturdeildarinnar fyrir stjörnuleik NBA sem fram fer í Denver síðar í mánuðinum. Ginobili var einn sex leikmanna, sem valdir voru í dag, sem taka munu þátt í stjörnuleiknum í fyrsta skiptið.

Allback í fjögurra leikja bann

Sænski framherjinn Marcus Allback, sem leikur með Hansa Rostock í þýsku Bundesligunni, hefur verið dæmdur í fjögurra leikja keppnisbann af þýska knattspyrnusambandinu. Allback missti stjórn á skapi sínu í leik Hansa gegn Schalke á laugardag og sló til Dario Rodriguez, leikmanns Schalke.

Paerson varði titilinn

Sænska skíðadrottningin Anja Paerson varði í dag heimsbikartitil sinn í risasvigi í Moria á Ítalíu. Paerson, sem þar með vann sín önnur gullverðinu á mótinu, náði samanlögðum tíma upp á 2 mínútur og 13.63 sekúndur. Hin finnska Tanja Poutiainen varð önnur á 2:13.82 mínútum og Julia Mancus frá Bandaríkjunum þriðja á 2:14.27.

Finnland og Kýpur í úrslit

Finnar mæta Kýpur í úrslitaleik Alþjóðlegs móts, sem síðarnefnda þjóðin heldur þessa dagana, á morgun. Finnar unnu Letta 2-1 í dag með mörkum frá Jonatan Johansson og gamla brýninu Jari Litmanen. Í hinum undanúrslitaleiknum sigruðu heimamenn Austurríki í vítaspyrnukeppni eftir að hafa tryggt sér 1-1 jafntefli með marki í uppbótartíma.

Eriksson styður Cole

Sven-Göran Eriksson, landsliðseinvaldur Englendinga, telur, að hafi bakvörðurinn Ashley Cole hitt forráðamenn Chelsea á leynilegum fundi í vikunni sem leið, eins og haldið hefur verið fram af breskum pressunni, hafi hann verið í fullum rétti.

Sjá næstu 50 fréttir