Sport

Reyes gabbaður í útvarpinu

Spænski knattspyrnumaðurinn Jose Antonio Reyes sem leikur með Arsenal var fórnarlamb símahrekks á spænskri útvarpsstöð í vikunni sem hefur heldur betur komið honum í vanda. Reyes taldi sig vera að tala við Emilio Butragueno, yfirmann íþróttamála hjá Real Madrid þegar hann í raun var að tala við plötusnúð í beinni á útvarpsstöð. Reyes viðurkenndi þar að hann óskaði þess að hann léki fyrir Real Madrid og sagðist ekki ánægður hjá Arsenal. Svo hátt á flug tókst plötusnúðinum að ná spænska leikmanninum sem kostaði Arsenal 17 milljónir punda að hann sagði í liðinu vera nokkrir "slæmir menn". Reyes hefur verið í fréttunum undanfarið og hann sagður vera með heimþrá þar sem honum gangi illa að aðlaga sig lífinu í London og var það tilefni símahrekksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×