Sport

Slakir Liverpool tapa

Birmingham átti ekki í miklum vandræðum með arfaslakt liði Liverpool á St Andrews í dag og unnu auðveldan 2-0 sigur. Walter Pandiani skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu eftir að Sami Hyypia hafði brotið á fyrrum félaga sínum Emile Heskey innan teigs. Julian Gray gerði síðan síðara markið á loka mínútu fyrri hálfleiks eftir slakan varnarleik John Arne Riise. Blackburn sigraði Norwich 3-0 með mörkum frá Morten Gamst Pedersen og tveimur frá Paul Dickov. Þá sigraði Aston Villa Portsmouth 1-2 á útivelli. Sjálfsmark De Zeeuw og mark frá Thomas Hitzlsperger voru nóg en Yakubu hafði í millitíðinni jafnað fyrir Portsmouth með marki úr vítaspyrnu.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×