Sport

Tomba snýr aftur í brekkurnar

Ítalska skíðakappann Alberto Tomba dreymir um að snúa aftur í skíðabrekkurnar á vetrarólympíuleikunum í Tórínó á næsta ári. Tomba, sem er orðinn 38 ára gamall, verður þó varla að ósk sinni því reglur Alþjóða Skíðasambandsins kveða á um að keppendur á leikunum í Tórínío verði að vinna sér inn stig í heimsbikarnum. "Kannski er ég í vitlausri íþrótt. Það er erfitt að byrja aftur á skíðum en það hefði verið öðruvísi ef ég hefði verið í golfi eða tennis," sagði Tomba sem segist vera fullviss um að hann gæti orðið einn af þeim bestu á nýjan leik á nokkrum mánuðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×