Sport

Giambi viðurkennir steranotkun?

Jason Giambi, ein skærasta stjarna hafnaboltaliðsins New York Yankees í Major League-deildinni í Bandaríkjunum, bað aðdáendur sem og starfsbræður sína afsökunar á að hann hafi verið bendlaður við steranotkun. Giambi vildi að öðru leyti lítið tjá sig um málið en hann er einn af 40 íþróttamönnum sem fengnir voru til að bera vitni í steramáli sem hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. "Mér þykir leitt að geta ekki tjáð mig meira um þetta mál en af lagalegum ástæðum sé ég mig ekki fært um það," sagði Giambi. Giambi nefndi stera aldrei á nafn á blaðamannafundinum og var spurður hvort hann hefði lesið grein sem birtist í San Francisco Chronicle þar sem sjá má játningu Giambi á steranotkun svart á hvítu. Svar Giambi var einfaldlega svohljóðandi: "Ég sagði kviðdómnum sannleikann."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×