Sport

Samtök ólympíufara stofnuð

ÍSÍ hefur að undanförnu unnið að stofnun Samtaka ólympíuþátttakenda, þ.e. þeirra sem hafa keppt á sumar- eða vetrarleikum fyrir Íslands hönd. Undirbúningshópur hefur nú hist á nokkrum fundum og m.a. unnið að gerð laga fyrir samtökin ásamt því að undirbúa stofnfundinn sem fyrirhugaður er 10. mars n.k. Í undirbúningsnefndinni eru Kristján Arason, fyrrverandi handknattleiksmaður, Íris Grönfeldt, fyrrverandi frjálsíþróttakona, Guðmundur Gíslason, fyrrverandi sundmaður, og Sæunn Sæmundsdóttir, fyrrverandi skíðakona, en öll eiga þau sameiginlegt að hafa keppt á Ólympíuleikunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×