Sport

Roony vill spila frammi

Framherji enska landsliðsins, Wayne Rooney, sagði í viðtali í dag að hann vildi frekar spila frammi en á vinstri vængnum, en þar spilaði hann gegn Hollandi í gær er Sven Goran Erikson valdi að spila 4-3-3  með Owen uppá topp og Rooney til vinstri, og Shaun Wright-Phillips til hægri, fyrir aftan hann. Rooney sagði: "Ég held ég myndi frekar vilja spila frammi. Ég spilaði vel þar á Euro 2004. En það er samt mikilvægt að prófa nýja hluti í vináttuleikjum. Ég hef spilað þessa stöðu fyrir Manchester United í vetur og skorað 12 mörk, sem er meira en ég hef nokkurn tíman skorað áður, þannig að hún er ekki ný fyrir mig. Ég vil samt taka það fram að ég er mjög stoltur að spila fyrir hönd Englands og mun spila hvar sem stjórinn vill".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×