Sport

Tekur Houllier við PSG?

Fyrrum framkvæmdastjóri Liverpool, Frakkinn Gerard Houllier, gæti verið á leið til Paris St Germain sem einhverskonar ráðgjafi. "Við erum að skoða þann möguleika á að fá Gerard til að vinna að framtíð PSG," sagði Alain Cayzac, stjórnarmaður félagsins. "Það hefur ekkert verið ákveðið ennþá, en við erum að ræða þetta við yfirmann íþróttamála hjá okkur, Alin Roche. Þetta er ekki spurning um að Gerard muni yfir taka starf Alain, heldur mun hann verða ráðgjafi Francis Graille forseta félagsins." Houllier, sem var rekinn frá Liverpool í maí eftir sex ára veru hjá félaginu, þjálfaði PSG frá 1985 til 1988 og stýrði félaginu til síns fyrsta franska meistaratitils árið 1986.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×