Sport

Eiður skorar ekki nóg

Þrátt fyrir að hafa komið boltanum 10 sinnum í net andstæðinga sinna í Englandi í vetur, þar af sjö í úrvalsdeildinni, segir Eiður það ekki nóg af framherja af vera. Hann segir það hafa tekið sinn tíma að venjast breyttu leikskipulagi Jose Mourinho. "Ég væri að ljúga ef ég segði annað en að það hafi tekið sinn tíma að aðlagast," segir framherjinn sem skorað hefur 47 mörk í 148 deildarleikjum á ferli sínum með Chelsea. "Í upphafi tímabilsins var ég að spila sem einskonar vængmaður með ýmsar áherslur framherja. Um leið og ég fékk að fara í mína stöðu fremst á vellinum fann ég fjölina mína mun betur. En ég ætti að vera búinn að skora fleiri mörk." Eiður segir að andrúmsloftið í herbúðum Chelsea sé stórkostlegt um þessar mundir. "Við erum á réttri leið, það er ekki spurning. Vondandi leiðir það til þess að við munum standa uppi með einhvern titil í lok tímabilsins. Við erum mjög vonsviknir með að hafa tapað tveimur stigum gegn Manchester City sl. laugardag en ætlum að koma okkur aftur á sigurbraut gegn Everton," en liðin mætast á Goodison Park í hádeginu í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×