Sport

Roy Keane að hætta

Fyrirliði enska knattspyrnustórveldisins Manchester United, Roy Keane, gaf það út í dag að hann hyggist leggja skóna á hilluna þegar samningur hans við félagið rennur út eftir 18 mánuði. Þetta er því næst síðasta tímabil hans sem leikmaður hjá Rauðu djöflunum sem hann hefur verið hjá síðan hann kom frá Nottingham Forest árið 1993 fyrir 3,75 milljónir punda. Uppi hefur verið sterkur orðrómur undanfarið að Keane ætlaði að ljúka ferlinum hjá Glasgow Celtic sem hann hélt með sem krakki en þessi yfirlýsing fyrirliðans í dag þykir endanlega útiloka þann möguleika. Keane er nú í námi til þjálfararéttinda hjá UEFA sem þykir benda til þess að hann muni taka þjálfarastöðu hjá Man Utd eftir að ferli hans sem leikmaður lýkur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×