Sport

Guðlaugur hættur hjá Grindavík

Körfuboltalið Grindavíkur varð fyrir enn einu áfallinu þegar stórskyttan Guðlaugur Eyjólfsson tilkynnti í gær að hann væri hættur að leika með liðinu. Brotthvaf hans kemur í kjölfar þess að Grindavík ákvað að bæta við þriðja Bandaríkjamanninum eftir að Darrel Lewis fékk íslenskan ríkisborgararétt. Þá hefur Helgi Jónas Guðfinnsson ekkert leikið með Grindavík í vetur vegna veikinda og allt bendir til þess að hann verði fjarri góðu gamni í allan vetur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×