Sport

Kobe-málið fer fram í Denver

Konan sem kærði Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum fyrir nauðgun mun ekki höfða einkamál á hendur Bryant í Kaliforníu. Samkvæmt lögfræðingi konunnar mun málið alfarið fara fram í Denver í Colorado en samkvæmt konunni átti nauðgunin sér stað í Eagle County í Colorado-ríki. Konan ætlaði upphaflega að höfða málið í Kaliforníu þar sem engin mörk eru fyrir skaðabótum en í Colorado getur hún "aðeins" farið fram á 366 þúsund dollara eða um 23 milljónir íslenskra króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×