Sport

Megson tekur við Forest

Forráðamenn Nottingham Forest hafa staðfest að Gary Megson muni taka við knattspyrnustjórastöðu liðsins af Mick Harford. Harford hljóp í skarðið fyrir Joe Kinnear sem sagði skilið við félagið í síðasta mánuði. "Megson á góðan feril að baki og þetta var of gott tækifæri til að hafna," sagði einn af stjórnarmönnum Forest. Megson var síðast á mála hjá West Brom en var látinn fara frá félaginu í október síðastliðnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×