Sport

Fyrrum þjálfari reiðist McGrady

Johnny Davis, sem þjálfaði Orlando Magic í NBA-körfuboltanum um nokkurra ára skeið, er ekki sáttur við ummæli Tracy McGrady sem féllu á dögunum. McGrady fullyrti að hann hefði slakað á á síðasta tímabili sínu með Magic áður en honum var skipt til Houston Rockets. Magic vann aðeins 21 leik af 82 á tímabilinu. "Að einhver segi svona veldur mér miklum vonbrigðum. Að segja að þú hafir átt dapran dag er eitt, en að segja blákalt að þú leggir þig ekki fram er óafsakanlegt. Það sem Tracy er að segja með þessu er: Mér er alveg sama," sagði Davis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×